Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 21
FRJALS VERZLUN' 21 ÚR ÞINGSÖLUM BAKSVIÐ ALÞINGIS Langflestir íslendingar kynnast störfum Alþingis einungis í gegn- um útvarpsumræður eða af frétt- um dagblaða og útvarps. Að vísu er hverjum og einum heimill að- gangur að áheyrendapöllum þings- ins, en þeir bekkir eru jafnan þunnskipaðir. Það gera sér því sennilega fæst- ir grein fyrir því, hversu mikið starf það er í raun og veru, sem framkvæmt er hjá þessari æðstu stofnun þjóðarinnar. Eldhúsdags- umræðurnar taka ekki nema fá kvöld á vetri hverjum, og þing- fundirnir, sem fréttamenn skýra frá, standa venjulega ekki nema tvær klukkustundir, fjóra daga vikunnar. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni, sem beint er að störfum Alþingis í pólitískum hita augnabliksins, kemur í ljós, þegar störf löggjaf- ans eru skoðuð í ljósi liðins tíma, að oftast hefur honum tekizt vit- urlega og margar löggjafir geta staðið óhaggaðar áratugum sam- an, þrátt fyrir geysilegar þjóðfé- lagsbreytingar, sem verða á sama tíma. Áður en lagafrumvarp er end- anlega afgreitt sem lög, þarf það að fara gegnum sex umræður í þinginu, og tvær af fastanefndum þess verða að fjalla um það og skila álitum. Nefndir þessar kalla oftast á sinn fund þá aðila, sem mesta þekkingu hafa á því máli, sem rætt er hverju sinni, og ó- sjaldan gera nefndirnar tillögur um breytingar að lokinni slíkri rannsókn málsins. Það tekur því töluverðan tíma að fjalla um hvert frumvarp, enda fer það jafnan svo, að mjög mörg mál fá aldrei fullkomna þinglega með- ferð. Þau eru tekin til fyrstu um- ræðu, vísað til nefndar og þar sofna þau svefninum langa. Oft kemur svo fyrir, að frum- vörp þarf að afgreiða í miklu skyndi. Getur þá þingforseti, með samþykkt þingsins, veitt afbrigði frá þingsköpum þannig, að málið getur komið fyrir mörgum sinn- um sama daginn. Venjulegast er hér um að ræða stjórnarfrumvörp, sem aðkallandi er að taki gildi, og þá í lang flestum tilfellum sam- ið fyrirfram við leiðtoga stjórnar- andstæðinga um, að málið fái skjótan framgang. Langt er síðan að gamla Al- þingishúsið við Austurvöll varð alls ófullnægjandi fyrir hina margþátta starfsemi þingsins, þótt lítið hafi enn verið gert í bygg- ingamálum nýs þinghúss, og reyndar ekki enn búið að ákveða, hvar því verður valinn staður. Hluti þingstarfanna fer nú fram í leiguhúsnæði, og eru þannig t. d. flestir nefndarfundir haldnir í Þórshamri og þar hafa þingmenn einnig nokkra aðstöðu. Var bætt úr mjög brýnni þörf með tilkomu þess húsnæðis. í Alþingishúsinu sjálfu fara þingfundirnir fram. Efri og neðri deild halda venjulega þrjá fundi vikulega, en einn fundur er hald- inn í Sameinuðu Alþingi, sem kemur saman í fundarsal neðri deildar. í húsinu eru ennfremur skrifstofa forseta íslands, skrif- stofa Alþingis og skjalavarzla, fundarherbergi stjórnmálaflokk- anna, eldhús og kaffistofa. Á efstu hæð hússins er svo herbergi, þar sem fréttamenn hafa aðsetur sitt, áheyrendapallarnir og hljóðritun þingsins. Fyrir allmörgum árum var byrj- að að taka allar ræður þingmanna upp á segulband og voru þá settir upp ræðustólar í þingsölunum, sem allir verða nú að tala úr. Áður voru ræður þingmannanna hraðritaðar og talaði þá hver úr sínu sæti. Eftir segulbandsupptök- unum eru ræður þingmannanna síðan vélritaðar upp og gefst þeim kostur á að fara yfir þær og leið- rétta minni háttar villur. Síðan fara þær til prentunar og í þing- tíðindum geta menn síðan lesið allar þær umræður, sem fram hafa farið opinberlega á þinginu. Eru þingtíðindin jafnan margra binda bók eftir vetur hvern, því að sjaldan láta þingmennirnir deigan síga á þingfundunum. Ingólfur Jónsson og Friðjón Þórð- arson. Emil Jónsson, Bjarni Benedikts- son og Jóhann Hafstein. Birgir Finnsson og Magnús Jóns* son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.