Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Side 21

Frjáls verslun - 01.05.1969, Side 21
FRJALS VERZLUN' 21 ÚR ÞINGSÖLUM BAKSVIÐ ALÞINGIS Langflestir íslendingar kynnast störfum Alþingis einungis í gegn- um útvarpsumræður eða af frétt- um dagblaða og útvarps. Að vísu er hverjum og einum heimill að- gangur að áheyrendapöllum þings- ins, en þeir bekkir eru jafnan þunnskipaðir. Það gera sér því sennilega fæst- ir grein fyrir því, hversu mikið starf það er í raun og veru, sem framkvæmt er hjá þessari æðstu stofnun þjóðarinnar. Eldhúsdags- umræðurnar taka ekki nema fá kvöld á vetri hverjum, og þing- fundirnir, sem fréttamenn skýra frá, standa venjulega ekki nema tvær klukkustundir, fjóra daga vikunnar. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni, sem beint er að störfum Alþingis í pólitískum hita augnabliksins, kemur í ljós, þegar störf löggjaf- ans eru skoðuð í ljósi liðins tíma, að oftast hefur honum tekizt vit- urlega og margar löggjafir geta staðið óhaggaðar áratugum sam- an, þrátt fyrir geysilegar þjóðfé- lagsbreytingar, sem verða á sama tíma. Áður en lagafrumvarp er end- anlega afgreitt sem lög, þarf það að fara gegnum sex umræður í þinginu, og tvær af fastanefndum þess verða að fjalla um það og skila álitum. Nefndir þessar kalla oftast á sinn fund þá aðila, sem mesta þekkingu hafa á því máli, sem rætt er hverju sinni, og ó- sjaldan gera nefndirnar tillögur um breytingar að lokinni slíkri rannsókn málsins. Það tekur því töluverðan tíma að fjalla um hvert frumvarp, enda fer það jafnan svo, að mjög mörg mál fá aldrei fullkomna þinglega með- ferð. Þau eru tekin til fyrstu um- ræðu, vísað til nefndar og þar sofna þau svefninum langa. Oft kemur svo fyrir, að frum- vörp þarf að afgreiða í miklu skyndi. Getur þá þingforseti, með samþykkt þingsins, veitt afbrigði frá þingsköpum þannig, að málið getur komið fyrir mörgum sinn- um sama daginn. Venjulegast er hér um að ræða stjórnarfrumvörp, sem aðkallandi er að taki gildi, og þá í lang flestum tilfellum sam- ið fyrirfram við leiðtoga stjórnar- andstæðinga um, að málið fái skjótan framgang. Langt er síðan að gamla Al- þingishúsið við Austurvöll varð alls ófullnægjandi fyrir hina margþátta starfsemi þingsins, þótt lítið hafi enn verið gert í bygg- ingamálum nýs þinghúss, og reyndar ekki enn búið að ákveða, hvar því verður valinn staður. Hluti þingstarfanna fer nú fram í leiguhúsnæði, og eru þannig t. d. flestir nefndarfundir haldnir í Þórshamri og þar hafa þingmenn einnig nokkra aðstöðu. Var bætt úr mjög brýnni þörf með tilkomu þess húsnæðis. í Alþingishúsinu sjálfu fara þingfundirnir fram. Efri og neðri deild halda venjulega þrjá fundi vikulega, en einn fundur er hald- inn í Sameinuðu Alþingi, sem kemur saman í fundarsal neðri deildar. í húsinu eru ennfremur skrifstofa forseta íslands, skrif- stofa Alþingis og skjalavarzla, fundarherbergi stjórnmálaflokk- anna, eldhús og kaffistofa. Á efstu hæð hússins er svo herbergi, þar sem fréttamenn hafa aðsetur sitt, áheyrendapallarnir og hljóðritun þingsins. Fyrir allmörgum árum var byrj- að að taka allar ræður þingmanna upp á segulband og voru þá settir upp ræðustólar í þingsölunum, sem allir verða nú að tala úr. Áður voru ræður þingmannanna hraðritaðar og talaði þá hver úr sínu sæti. Eftir segulbandsupptök- unum eru ræður þingmannanna síðan vélritaðar upp og gefst þeim kostur á að fara yfir þær og leið- rétta minni háttar villur. Síðan fara þær til prentunar og í þing- tíðindum geta menn síðan lesið allar þær umræður, sem fram hafa farið opinberlega á þinginu. Eru þingtíðindin jafnan margra binda bók eftir vetur hvern, því að sjaldan láta þingmennirnir deigan síga á þingfundunum. Ingólfur Jónsson og Friðjón Þórð- arson. Emil Jónsson, Bjarni Benedikts- son og Jóhann Hafstein. Birgir Finnsson og Magnús Jóns* son.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.