Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 55
frjals verzlun
47
MEÐ BfLINN TIL ÚTLANDA
Eítir að hœgri umferð tók gildi hér á landi er mun vanda
minna fyrir íslenzka ferðamenn að aka ó meginlandinu.
Á undanförnum árum og áratug-
um hafa íslendingar gerzt víðreist-
ir mjög. Margir hafa byrjað á að
fara í hópferðir, en síðan fengið
löngun til að reyna nýjar leiðir
og ferðast í eigin bílum. Alþjóðlegt
ökuskírteini er hægt að útvega
sér hjá Félagi íslenzkra bifreiða-
eigenda, sérstök tryggingaskírteini
þarf að fá hjá einhverju af trygg-
ingafélögunum. Þá er sjálfsagt að
verða sér úti um vegakort og er
mælt með bókinni Europe Tour-
ing, sem fæst í bókaverzlunum í
Reykjavík. í henni eru öll nauð-
synleg kort, og hún geymir mik-
inn fróðleik, sem hafa má bæði
gagn og gaman af. Einnig fást í
bókaverzlunum hentugt rit undir
nafninu: Turen gár til ..., dönsk
útgáfa, hvert þeirra helgað einu
landi. Þar segir frá því helzta,
sem fyrir augu ber á hverjum
stað, og gefnar eru upplýsingar
um matarvenjur og drykki hverr-
ar þjóðar, og hvenær mestu há-
tíðir eru haldnar. Höfuðkostur
bókanna felst þó í leiðarlýsingum,
þar sem höfð er hliðsjón af nátt-
úrufegurð og merkisstöðum, og
ráð fyrir gert, að fólk sé á ferð
í eigin bíl. Ennfremur má benda
á prýðisbók, er nefnist Europe on
Five Dollars a Day. í henni eru
veittar upplýsingar um hótel, veit-
ingastaði, skemmtistaði og verzl-
anir stórborganna fyrir ferða-
langa, sem vilja gjarnan fá góða
þjónustu án þess að þurfa að eyða
mjög miklu fé.
GISTIÐ EKKI
í STÓRBORGUM
Sá, sem ekur eigin bíl, ætti ekki
að gista í stórborgum, nema nauð-
syn beri til, því að hótelin við
þjóðvegina eru ódýrari. Norðan
Alpafjalla eru þau til fyrirmynd-
ar, hreinlegri og þægilegri en
mörg hótelanna í borgunum. í
þýzkumælandi löndum eru hótel
af þessu tagi nefnd Gasthof, en i
frönskumælandi löndum Auberge.
Mótelin eru lítið eitt dýrari, en þar
geta menn fengið herbergi með
baði. Vilji fólk hafa tjald með-
ferðis. þá eru sérstök tjaldstæði
fyrir ferðamenn í þúsunda tali
um alla Evrópu. Rétt er að ganga
í tjaldfélag viðkomandi landa og
afla sér greinargóðra upplýsinga
um tjaldstæðin, því að þau eru
misjöfn að gæðum. Það gefur auga
leið, að töluvert má spara með því
að gista í tjaldi, en hentugt getur
líka verið að dveljast á hótelum
og tjöldum á víxl. Ef fólk vill
borða ódýrt, er góð regla að velja
sams konar rétti og innfæddir,
því að allur óvenjulegur matur
er dýrari. Veitingamenn og þjón-
ar eru venjulega mjög fúsir til
að gefa ráðleggingar og ábending-
ar í þeim efnum.
UM VOR
EÐA HAUST
Hér hefur verið drepið á ýmis
atriði. er varða þá ferðalanga, sem
aka í eigin bíl. Heppilegasti ferða-
tíminn er að sjálfsögðu um vor
og haust, vegna þess að þá er flóð-
bylgja ferðamanna ekki á hástigi,
hitinn þægilegur fyrir íslendinga,
umferð á vegum tiltölulega lítil
og víðast hvar auðvelt að fá her-
bergi á gistihúsum. Eftir að hægri
handar umferð tók gildi hér á
landi, er mun vandaminna fyrir
íslenzka ferðamenn að aka á meg-
inlandinu og þar eru þjóðvegirnir
ólíkt betri en við eigum að venj-
ast. Ef menn kæra sig ekki um
að hætta sér inn á aðalumferðar-
æðar stórborganna, geta þeir lagt
bílnum sínum í úthverfum þeirra
og notað almenningsvagna til að
komast leiðar sinnar, þar sem um-
ferðin er þéttust.
FLUTNINGSGJALD
Samkvæmt upplýsingum Eim-
skipafélags íslands kostar það 1302
krónur að flytja bifreið allt að
4,25 metrum að lengd með Gull-
fossi til Leith eða Kaupmanna-
hafnar, hvora leið, ef fjórir far-
þegar eru um bílinn. Verður flutn-
ingsgjald fyrir bifreiðina hærra
eftir því, sem farþegarnir eru
færri. Gjaldið er nokkx-u hærra
fyrir stærri bifreiðir.
Á Gullfossi er hægt að flytja
16 til 20 bíla í hverri ferð og einn-
ig tekur Kronprins Frederik bíla
í ferðum sínum. Þá er og hugsan-
legt, að fai-þegar með Gullfossi
geti fengið bíla sína flutta með
einhverju af vöi’uflutningaskipum
Eimskipafélagsins til hafna á
Norðurlöndum fyrir sama verð og
um flutning með Gullfossi væri
að ræða.
í verði því, sem greint var frá
að ofan, er allt innifalið, þ. e. a. s.
útskipun og afskipun. Séu hins
vegar engir farþegar með bifreið-
inni á skipinu verður flutnings-
gjald hennar miklu hærra og
reiknast eftir rúmmáli. Við það
bætast svo ýmis önnur gjöld.