Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 57
FRJÁLS VERZLUN 49 BYGGINGAR PAN AMERICAN BYGGINGIN ER STÆRSTA SKRIFSTOFU- BYGGING í HEIMI Þar vinna 17 þúsund manns og 250 þúsund gestir eiga þangaS erindi daglega. Hin mikla Pan American bygg- ing í New York er stærsta skrif- stofu- og verzlunarhús í heimi. Raunar er byggingin líkari lítilli borg, með öllum þeim mismun- andi þjónustum, sem hún býður upp á. Einn munur er þó sá, að umferðin í byggingunni fer upp og niður, með mesta flutninga- kerfi, sem til er undir einu þaki. Fólk þýtur upp og niður um 59 hæðir með lyftum, sem sumar fara með 530 metra hraða á mínútu eða um tvær hæðir á sekúndu. Lyftur eru 65 og rúllustigar eru 21. í byggingunni vinna 17 þúsund manns og 250 þúsund gestir eiga þangað erindi daglega. Ekki trufl- ar þetta fólk, sem starfar í hús- inu, og telja margir hagræði að vera í svo stóru húsi, þar sem oft má ljúka viðskiptum innan húss- ins, sem annars myndu kosta tímafrek ferðalög. Fyrirtæki frá tíu erlendum löndum hafa þarna skrifstofur, auk stórra amerískra fyrirtækja eins og Westinghouse, Alcoa. Kodak, og að sjálfsögðu Pan American, sem notar fjórð- ung hússins fyrir sig. Alls eru í húsinu 222.960 fermetrar af skrif- stofurými. Til að þeir, sem í húsinu vinna, geti haft samband hver við ann- ann og umheiminn, er mikið fjar- skiptakerfi, sem tekur tvær heil- ar hæðir. Tuttugu þúsund símar eru tengdir við 80 þúsund kíló- metra af símalínum. Og þó að byggingin hafi 8 þúsund glugga. er engan þeirra hægt að opna. Hit- unar- og loftræstikerfi blæs 140 þúsund rúmmetrum af lofti á mín- útu inn í bygginguna. í húsinu eru tugir lítilla matstofa og auk þess fjögur stór veitinga- hús. Án þess að fara út fyrir dyr er hægt að leggja fé inn í banka, kaupa og selja verðbréf hjá mörg- um verðbréfasölum, fá gert við skó og filmur framkallaðar. gert við úr og keypt blóm. skartgripi og jafnvel útvörp og plötuspilara, svo nokkuð sé nefnt. I húsinu eru rakarastofur og hægt er að ná til augnlæknis og tannlæknis. í anddyrinu eru stöðugt haldn- ar listsýningar, ýmist á verkum, sem byggingin á sjálf, eða almenn- ar sýningar. Höggmynd, sem nefn- ist „Flugið“, er samansett úr þús- undum stál- og gullvíra og nær upp í gegnum þrjár hæðir. Bygging þessi hefur þótt sér- lega vel heppnuð, ekki sízt vegna þess, hvernig hún er tengd sam- göngukerfi borgarinnar. Hægt er að fara í lyftu niður fyrir götu og ná þar í neðanjarðarlestir víðs- vegar um borgina og einnig til nærliggjandi járnbrautarstöðva. Fyrir eigendurna hefur hún gef- izt vel, því að ekki hefur verið einn fermetri af óleigðu húsrými, frá því að húsið var opnað fyrir sex árum. ferðaskrifstoía bankastrætl7 simar 16400 12070 ^ Almenn ferðaþjónusta Ferðaþjónusta Sunnu um allan heim fyrir hÓRO, fyrirtæki og einstaklinga er viðurkennd af þeim fjöjmörgu er reynt hafa. Reynið Telex ferðaþjónustu okkar. Aldrei dýrori en oft ódýrari en annars staðar. \Mm\ feroirnar sem folkið velnr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.