Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 63
trjáls verzlun
55
SÓLARLÖND
Costa del Sol og Mallorka vinsælustu
ákvörðunarstaðirnir
SUNNA og ÚTSÝN bjóða enn ódýrar utanlandsferðir.
Vegna hækkunar flugfargjalda
og ferðakostnaðar til útlanda al-
mennt í framhaldi af gengislækk-
un íslenzku krónunnar, verða
það sennilega mun færri, sem
leggja land undir fót í sumar en
verið hefur á undanförnum árum.
Þó bjóðast enn tækifæri til þess
að ferðast ódýrt utanlands og þeir,
sem á annað borð hyggja á utan-
landsferðir í sumar, munu eflaust
velja einhverja hópferðina, sem
ferðaskrifstofurnar bjóða upp á
og þá einkanlega suður á sólar-
strendur Spánar eða Mallorka.
MIÐJARÐARHAFSFERÐIR
Tvær íslenzkar ferðaskrifstofur,
Ferðaskrifstofan Útsýn og Ferða-
skrifstofan Sunna, skipuleggja ó-
dýrar hópferðir með leiguflugi
beint suður í sumar og sól. Með
því sparast háar fjárupphæðir og
verður ferðalagið með uppihaldi
þar syðra í hálfan mánuð mun
ódýrara en venjulegt flugfargjald
milli Reykjavíkur og Miðjarðar-
hafslandanna. Þess ber þó að geta
í þessu sambandi, að á síðustu
fargjaldaráðstefnu alþjóðasam-
bands flugfélaga, IATA, voru sam-
þykkt sérfargjöld, sem í gildi eru
milli íslands og Spánar eða Portú-
gals á tímabilinu frá 1. apríl til
31. október. Verður nánar vikið
að þeim síðar.
ÚTSÝNARFERÐIR
TIL SPÁNAR
Það eru liðin ellefu ár frá því,
að Ferðafélagið Útsýn efndi til
fyrstu Spánarferðarinnar, með
leiguflugi beint frá íslandi. í ár
hefur Útsýn boðið nýjung, sem
tekur mörgu öðru fram, er áður
hefur þekkzt á íslenzkum ferða-
markaði, það er að segja þotuflug
með þotu Flugfélags íslands beint
á sólarströnd Spánar, Costa del
Sol. Og með gistingu á góðum hót-
elum í 15 daga er verðið aðeins
helmingur þess, sem venjulegt far-
gjald kostar sömu leið.
Fáir baðstaðir Evrópu geta
keppt við Costa del Sol, Miðjarð-
arhafsströnd Andalúsíu. Þar er
eitt bezta loftslag álfunnar, nátt-
úrufegurð, sem óvíða á sinn líka,
góð hótel, ódýrt og fjölbreytt
skemmtanalíf og verzlanir, og af-
ar margir ferðamöguleikar fyrir
þá. sem ekki vilja aðeins njóta
sólar og skemmtunar, heldur einn-
ig kynnast töfrum þessa sólbjarta
lands. sögu þess. siðum og þjóð-
lífi í þeim hluta þess, sem er sér-
kennilegastur, fegurstur og sögu-
frægastur. Af öllu spönsku er ekk-
ert sagt jafn spánskt og Andalús-
ía og íbúar hennar.
Á strönd Andalúsíu reistu Már-
arnir skrauthallir sínar og
skemmtigarða til forna og þar er
flamenkodansinn upprunninn og
skáldskapur, söngur og dans sam-
ofin lífi fólksins. Á aðra hönd er
að sjá hafið og sendna sti'önd, síð-
an taka við pálmatré, sem sveigja
krónur sínar fyrir hafgolunni, en
vínekrur, appelsínu- og sítrónu-
lundir teygja sig upp fjallshlíð-
arnar. Skammt er upp í kyrrlát
fjallaþorpin, sem varðveita alda-
gamla siði og þjóðvenjur, ósnort-
in af erli nútímans. Óvíða eru há-
tíðahöld Spánverja með meiri
gleði og glæsibrag, og í ágústmán-
uði þyrpast ferðamenn hundruð-
um þúsunda saman til að sjá há-
tíðahöldin í Malaga, Merie og
fleiri borgum á Costa del Sol.
Matargerðarlistin stendur á háu
stigi í Andalúsíu og vínin eru ljúf-
feng og fræg um allan heim enda
eru þar einhverjar elztu vínekrur
heimsins, allt frá dögum Fönikíu-
manna.
JBEINT
TIL MALAGA
Útsýn efnir í sumar til fimm
leiguferða með þotu FÍ beint frá