Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 65
FRJALS VERZLUN 57 Reykjavík til Malaga á suður- strönd Spánar. Verður fyrsta ferð- in farin 8. ágúst, en hin síðasta 3. okt. Eru ferðirnar yfirleitt 15 daga ferðir, en sú síðasta 21 dagur. Far- ið verður á föstudagskvöldum frá Keflavíkurflugvelli og komið tii Malaga eftir fjögurra klukku- stunda flug. Þar tekur starfsmað- ur Útsýnar á móti ferðafólkinu og að lokinni vegabréfaskoðun skipt- ist hópurinn í bila eftir hótelum og ekið er til Torremolinos og Fuengirola, um hálftíma ferð, og hverjum og einum hjálpað að koma sér fyrir til gistingar. Torremolinos er talinn einn helzti tízkubaðstaður Evrópu í dag. Skilyrðin eru þar hin ákjós- anlegustu til að njóta sólar og skemmtunar. Hótelin eru glæsi- leg, andrúmsloftið alþjóðlegt og frjálslegt. Ferðaskrifstofan Útsýn hefur gert hagstæða samninga við gistihús og matsölustaði, svo að verðið er sambærilegt við aðrar baðstrandarferðir frá íslandi, þótt fargjaldið sjálft sé örlitlu hærra í samræmi við vegalengdina. Far- þegar geta valið um tvö fyrsta flokks hótel og lúxushótel og góð- ar nýtízku íbúðir rétt við aðal- skemmtisvæði Torremolinos og skammt frá ströndinni. Gististað- irnir hafa einkabaðherbergi, sval- ir og sundlaugar. Um 15 kílómetra vestan Torre- molinos stendur blómskrýtt þorp á ströndinni, Fuengirola. Þar er kyrrlátara en í Torremolinos og naumast finnst betri staður til hvíldar. Þar er hægt að spóka sig á baðfötum daglangt, enda aðeins steinsnar niður að ströndinni og aðstaða öll hin bezta til að njóta veðurblíðunnar. Þeir, sem búa í Fuengirola, eiga kost á sömu kynnisferðum og farþegar í Torremolinos og fyrir sama verð og þjónustu fararstjóra. Farþegar Útsýnar eiga ókeypis aðgang að bezta næturklúbbnum í Fuengir- ola, en stöðugar strætisvagnaferð- ir eru til Torremolinos fyrir þá, sem heldur kjósa að leita skemmt- unar þar. ÚRVAL KYNNISFERÐA Farþegar í Útsýnarferðum njóta fulls frjálsræðis til að verja tím- anum að eigin geðþótta, eins og væru þeir einir á ferð, en aðstoð og ráðleggingar fararstjórans standa alltaf til boða og er hann því í sambandi við farþega á öll- um hótelunum daglega. Á dagskrá er fjölbreytt úrval kynnisferða, sem farnar eru undir leiðsögn far- arstjórans um héruð Andalúsíu og Costa del Sol. Fararstjórinn til- kynnir um kynnisferðir og sækir og skilar farþegunum á hótel. Hvað er svo að sjá á sólarströnd Spánar? Malaga, höfuðborgin á Costa del Sol, þrjú hundruð þúsund manna bær, er staðsett í frægu vínyrkjuhéraði, ólgandi af suð- rænu lífi og stemmningu, þar sem sjá má rústir 2000 ára gamals róm- versks leikhúss, Alka Saba, átta hundruð ára gamalt vígi Mára og kastalann Gibral Farao. Einnig þrætueplið Gíbraltar, hið forna vígi Breta við Njörvasundið. Sval- ir Evrópu nefnist svo leiðin hjá Nerja. sökum hins óviðjafnanlega útsýnis, en þar eru líka frægir kalksteinshellar. Hin heillandi Andalúsíuþorp Ronda og Mijas eða Koing, sem fræg eru fyrir app- elsínu- og sítrónurækt og fagran handiðnað. Síðasta vígi Mára á Spána, Granada, er skammt frá og ferð til Madrid þarf ekki að kosta mikið og auðvelt er að komast til Cordova Sevilla og síðast en ekki sízt að bregða sér suður yfir sund- ið til Afríku og dveljast dag í Marokkó. Ferð til Tangier í Mar- okkó kostar rúmar tvö þúsund ís- lenzkar krónur, með gistingu þar í borg eina nótt. ÞÆGILEGT LOFTSLAG Loftslag á Costa del Sol er mjög ákjósanlegt. Meðalhitinn þar í ág- úst er 20,4 stig C, í september 23,1 stig og í október 19,5. Sólardagar í ágúst eru 31 að meðaltali, 27 í september og 27 í október. Rign- ingardagur er enginn í ágúst, 3 í september og 4 í október. Meðal- hiti sjávar í ágúst er 24,2 gráður, 21,2 í september og í október 18,3. Árið 1968 voru sólardagar á Costa del Sol samtals 348. FARGJÖLD Verðlag í þessum ferðum er all misjafnt. Til þess að gefa nokkra hugmynd um það, má nefna, að í fyrstu hópferðinni, sem ráðgerð er 8. ágúst, 15 daga ferð, er lægsta verð 14.200,00 krónur, en í því er innifalið flugfar, gisting á hót- eli og morgunverður. Sé hins veg- ar leigð íbúð til gistingar í, er verðið 16.800,00 krónur eða 18,- 800,00 krónur, það fer eftir því, hvort tveir eða fjórir taka íbúð saman. í fjögurra manna íbúðum eru tvö svefnherbergi, dagstofa, bað og eldhús. Vilji menn hins vegar borga fullt fæði með gist- ingu í íbúðunum, verður verðið nokkru hærra, eða 21.300,00 krón- ur í fjögurra manna íbúð og 22.- 800,00 í tveggja manna íbúð. Gist- ing á hóteli með fullu fæði kostar 21.800,00 krónur. í næstu þremur ferðum þar á eftir er verðlagið yfirleitt þúsund krónum hærra miðað við það sem upp hefur ver- ið talið hér að framan. Og í síð- ustu ferðinni, 3. október, 1500— 2000 krónum hærra í hverjum flokki. Þeir, sem velja þann kost- inn að kaupa gistingu í íbúð, án þess að matur sé innifalinn í verði, geta keypt hjá ferðaskrifstofunni miðað við það, sem upp hefur ver- og vínum, sem kosta hver um 100,- 00 íslenzkar krónur, og er síðan hægt að framvísa þeim á matsölu- stöðum í nágrenni við íbúðirnar eða í sameiginlegum matsal í byggingunum. í framhaldi af þessu má svo geta þess, að Ferðaskrif- stofan Útsýn býður nú 25% fjöl- skylduafslátt í Spánarferðum sín- um. Greiða þá foreldrar fullt gjald, en fyrir hvert barn reikn- ast 25% afsláttur, af skráðu verði. AUKAÚTGJÖLD Verðlag er mjög hagstætt í næt- urklúbbum og skemmtistöðum á Costa del Sol og er íslenzkum ferðamönnum, sem þangað hyggj- ast fara, ráðlagt að fá yfirfærðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.