Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 33
FRJALS VERZLUN
33
Boeing'-þota Flugfélags íslands flaug yfir mesta annatímann á s.l. ári brettán flugferðir. I áætlunarflugi
milli landa flutti félagið 56.386 farþega, en í innanlandsflugi 109.516 farþega.
muni ferðamanna og annarra
viðskiptamanna ferðaskrifstofa
með opinberum afskiptum.
Reynslan sýndi hins vegar, að
þessi ákvæði laganna frá 1964
voru ófullnægjandi. Þar var
upphæð tryggingafjár aðeins
350.000,00 kr. og aðstaða til op-
inbers eftirlits ekki nægileg til
þess að tryggja, að viðskipta-
menn og skuldheimtumenn gætu
treyst því, að ferðaskrifstofur
gætu jafnan staðið við skuld-
bindingar sínar.
Því voru seint á árinu 1968 sett
lög um breytingu á lögunum
um ferðamál frá 1964 og þar
m. a. ákveðið, að tryggingafé
það. sem setja þarf vegna ferða-
skrifstofu, skyldi hækkað úr
350 þús. kr. í 1,5 millj. kr., sem
ráðuneytið getur ákveðið að
hækka enn frekar, að fengnum
tillögum Ferðamálaráðs. Með
þessari nýju lagabreytingu var
ferðaskrifstofum einnig gert að
skyldu að senda ráðuneytinu ár-
lega reksturs- og efnahagsreikn-
ing undanfarandi árs, endur-
skoðaðan af löggiltum endur-
skoðanda og ráðuneytinu veitt
fortakslaus heimild til að aftur-
kalla leyfi, ef heildarvanskil eru
meiri en upphæð tryggingafjár-
ins nemur.
3) Er einstaklingum frjálst að efna
til hópferða innanlands með ferða-
fólk gegn auglýstu gjaldi?
Samkvæmt 8. gr. laga um ferða-
mál, ná ákvæði I. kafla laganna
um almennar ferðaskrifstofur,
hvorki til Ferðaskrifstofu ríkis-
ins, viðurkenndra ferðafélaga,
eða eigenda samgöngutækja, að
því er tekur til sölu á farseðl-
um í eigin ferðir eða með eigin
samgöngutækjum, né til hóp-
ferða, sem slíkir aðilar þannig
skipuleggja, enda þótt nsetur-
gisting fylgi.
Sé um að ræða félag, starfs-
hópa eða samtök, sem fara vill
hópferð innanlands, myndi slík-
ur hópur venjulega skipta við
eiganda samgöngutækis, þann-
ig að lögin um ferðamál tækju
ails ekki til slíkra tilvika.
4) Víða erlendis starfar sérstakt
upplýsinga- eða ferðamálaráðu-
neyti. Hvað ver samgöngumála-
ráðuneytið íslenzka miklu fé til
auglýsinga erlendis og landkynn-
ingar?
í lögum, sem nýlega voru sam-
þykkt á Alþingi um Stjórnarráð
íslands, er ekki gert ráð fyrir
sérstöku upplýsinga- eða ferða-
málaráðuneyti og veit ég ekki
til, að komið hafi til álita að
setja slíkt ráðuneyti á stofn hér.
Samkvæmt 14. gr. laga um
ferðamál skal Ferðaskrifstofa
ríkisins annast landkynningu,
vinna að því að vekja athygli
ferðamanna á landinu og kynna
það á þanni hátt, að menn fái
sem gleggsta mynd af lands- og
þjóðháttum, menningu, atvinnu-
lífi og framleiðslu.
Ferðaskrifstofa ríkisins hefur
ekki beina fjárveitingu úr ríkis-
sjóði lengur, en bæði þessi og
önnur starfsemi hennar er
greidd með tekjum skrifstof-
unnar af almennum ferðaskrif-
stofurekstri, svo og tekjum af
minjagripaverzlunum skrifstof-
unnar í Reykjavík og á Kefla-
víkurflugvelli.
Samkvæmt reikningum
Ferðaskrifstofu ríkisins 1967,
varði hún það ár um 1,3 millj.
kr. til landkynningar. Ferða-
skrifstofa ríkisins er þátttak-
andi í sameiginlegum upplýs-
ingaskrifstofum Norðurlanda í
ýmsum borgum erlendis.