Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 82
frá ritstjórn EFLA ÞARF LANDKYNNINGU OG FJÖLGA GISTIHÚSUM Það eru ekki ýkja mörg ár, síðan komur kaupskipa að utan þóttu umtals- verðar á íslandi fyrir það eitt, að yfir siglingum til fjarlægra landa hvíldi einhver ævintýraljómi. Fyrir 20 árum birtist jafnaðarlega listi í dagblöðum yfir þá, sem tóku sér far til útlanda með flugvélum. Þess háttar ferðalag þótti stórviðburður. Útlendingar, sem til íslands komu í einhverjum erinda- gjörðum, gáfu líka tilefni til umtals vegna stórmannlags, framandi litar- háttar eða tungu. Viðhorf íslendinga til þessara hluta hafa gjörbreytzt á mjög skömmum tíma. Mikill hluti landsmanna hefur átt þess kost að gista önnur lönd og útlendum gestum á íslandi hefur fjölgað stórlega á hinum síðustu árum. Þessi þróun hefur orðið undirstaða að nokkrum atvinnurekstri hérlendis á sviði ferða- mannamóttöku og þjónustu við íslendinga, sem utan fara. Til skamms tíma naut Ferðaskrifstofa ríkisins einokunaraðstöðu í ferðamálum á íslandi, en fyrir nokkrum árum var reglugerð um ferðaskrifstofurekstur breytt, þannig að einkaaðilum var gert kleift að heyja eðlilega samkeppni við ríkisstofnun- ina og veita henni nokkurt aðhald. Að vísu má segja, að í þessu efni, sem svo mörgu öðru, hafi ekki verið gætt nægilegrar forsjár, enda sýna dæmi, að ferðaskrifstofurekstur er áhættusamt fyrirtæki og getur aldrei gengið, nema aðgát sé höfð á jafnþröngum markaði og hér á íslandi. Samkvæmt reglugerðarákvæðum átti Ferðaskrifstofa ríkisins að annast land- kynningu erlendis fyrir hönd hins opinbera. Nú hefur komið í ljós, að for- ráðamönnum þeirrar stofnunar hefur ekki verið treyst til að gegna landkynn- ingarhlutverki sínu og sérstök fjárframlög T-íkissjóðs til þeirrar starfsemi verið felld niður á fjárlögum. Engin endurskoðun á starfsháttum Ferðaskrifstofu ríkisins hefur þó farið fram og ekki er ljóst, hvert stefnt er eða hver ræður ferðum. Ferðaskrifstofan heyrir undir menntamálaráðherra. Ferðamálaráð er önnur stofnun, sem um ferðamál fjallar á vegum hins opin- bera. Ráðið heyrir undir samgöngumálaráðherra og sitja í því fulltrúar sam- göngufyrirtælcja, gistihúsaeigenda og ferðaskrifstofa, þar á meðal forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. Á vegum ferðamálaráðs starfar einn maður. Ferða- málaráð hefur átt að stuðla að eflingu ferðamálanna og þó verið máttlaust og litlu fengið á orkað. Má þar eflaust kenna ýmsu um, en ríkisvaldið hefur óneitanlega gert því illfært að starfa, eins og til var ætlazt, því ferðamála- sjóður hins opinbera, sem ráðinu hefur átt að veita fé úr, er nú tómur. Framhald á bls. 72.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.