Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Side 82

Frjáls verslun - 01.05.1969, Side 82
frá ritstjórn EFLA ÞARF LANDKYNNINGU OG FJÖLGA GISTIHÚSUM Það eru ekki ýkja mörg ár, síðan komur kaupskipa að utan þóttu umtals- verðar á íslandi fyrir það eitt, að yfir siglingum til fjarlægra landa hvíldi einhver ævintýraljómi. Fyrir 20 árum birtist jafnaðarlega listi í dagblöðum yfir þá, sem tóku sér far til útlanda með flugvélum. Þess háttar ferðalag þótti stórviðburður. Útlendingar, sem til íslands komu í einhverjum erinda- gjörðum, gáfu líka tilefni til umtals vegna stórmannlags, framandi litar- háttar eða tungu. Viðhorf íslendinga til þessara hluta hafa gjörbreytzt á mjög skömmum tíma. Mikill hluti landsmanna hefur átt þess kost að gista önnur lönd og útlendum gestum á íslandi hefur fjölgað stórlega á hinum síðustu árum. Þessi þróun hefur orðið undirstaða að nokkrum atvinnurekstri hérlendis á sviði ferða- mannamóttöku og þjónustu við íslendinga, sem utan fara. Til skamms tíma naut Ferðaskrifstofa ríkisins einokunaraðstöðu í ferðamálum á íslandi, en fyrir nokkrum árum var reglugerð um ferðaskrifstofurekstur breytt, þannig að einkaaðilum var gert kleift að heyja eðlilega samkeppni við ríkisstofnun- ina og veita henni nokkurt aðhald. Að vísu má segja, að í þessu efni, sem svo mörgu öðru, hafi ekki verið gætt nægilegrar forsjár, enda sýna dæmi, að ferðaskrifstofurekstur er áhættusamt fyrirtæki og getur aldrei gengið, nema aðgát sé höfð á jafnþröngum markaði og hér á íslandi. Samkvæmt reglugerðarákvæðum átti Ferðaskrifstofa ríkisins að annast land- kynningu erlendis fyrir hönd hins opinbera. Nú hefur komið í ljós, að for- ráðamönnum þeirrar stofnunar hefur ekki verið treyst til að gegna landkynn- ingarhlutverki sínu og sérstök fjárframlög T-íkissjóðs til þeirrar starfsemi verið felld niður á fjárlögum. Engin endurskoðun á starfsháttum Ferðaskrifstofu ríkisins hefur þó farið fram og ekki er ljóst, hvert stefnt er eða hver ræður ferðum. Ferðaskrifstofan heyrir undir menntamálaráðherra. Ferðamálaráð er önnur stofnun, sem um ferðamál fjallar á vegum hins opin- bera. Ráðið heyrir undir samgöngumálaráðherra og sitja í því fulltrúar sam- göngufyrirtælcja, gistihúsaeigenda og ferðaskrifstofa, þar á meðal forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. Á vegum ferðamálaráðs starfar einn maður. Ferða- málaráð hefur átt að stuðla að eflingu ferðamálanna og þó verið máttlaust og litlu fengið á orkað. Má þar eflaust kenna ýmsu um, en ríkisvaldið hefur óneitanlega gert því illfært að starfa, eins og til var ætlazt, því ferðamála- sjóður hins opinbera, sem ráðinu hefur átt að veita fé úr, er nú tómur. Framhald á bls. 72.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.