Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 61
FRJALS VERZLUN 53 AÖalhlutverk matardeildarinnar er að koma vörum Sláturfélagsins til neytenda. nákvæmlega eins mat. Þú getur farið í mat á einhverju ágætis- heimili og fengið þar einhvern til- tekinn kjötrétt. Daginn eftir get- ur þú farið á annað heimili og fengið sama kjötrétt eða réttara sagt kjötrétt, sem heitir sama nafni. En bragðið er allt annað. Það er vegna þess, að hann er öðruvísi framreiddur, notuð önn- ur krydd o. s. frv. Svo eru líka alltaf að koma nýj- ar og nýjar vörur á markaðinn. Ég hef það fyrir reglu að segja aldrei nei, þegar mér er boðin ein- hver ný vörutegund til reynslu. Ég tek sýnishorn og bið umboðs- manninn að hafa samband við mig seinna. Á þeim tíma sjáum við svo, hvernig varan gengur, hvort fólki líkar hún eða ekki. Kaup- endurnir eru að sjálfsögðu þeir einu, sem geta skorið úr um, hvort einhver tiltekin vörutegund ,,lifir af“ eða ekki.“ ,,En sprengir þetta ekki utan af sér húsnæðið? Það er galli á mörg- um gömlum verzlunum, að þar er allt of lítið pláss, og öllu hrúg- að saman í eina bendu.“ „Ég verð að viðurkenna, að við höfum ekki eins mikið pláss og ég myndi óska eftir. Ekki nógu mikið til að við getum gert ein- hver listaverk í útstillingum. En þetta er nú samt stórt og gott hús- næði, og við erum ekki á neinum hrakhólum, enn sem komið er. Við erum a. m. k. reiðubúnir að bæta við stórum kæli, ef við fáum leyfi til að selja mjólk.“ „Er eitthvað því til fyrirstöðu?“ „Það hlýtur að vera, a. m. k. var okkur synjað um leyfi. Við sóttum um það á þeim forsend- um, að það er í rauninni engin mjólkurbúð hérna í miðbænum, og við gátum vel hugsað okkur að bæta úr því. En það gekk sem sagt ekki.“ „Hvernig hefur reksturinn geng- ið?“ „No, hann hefur gengið ágæt- lega hingað til, en nú er líka að syrta í álinn svo um munar. Velt- an hefur verið mikil í ár og salan gengið ágætlega. Gallinn er bara sá, að allar vörur hafa hækkað mjög mikið. Jafnframt hækkar kostnaðurinn, sem við höfum af dreifingu, og öllu, sem viðkemur verzlunarrekstri. Álagningin fer hins vegar 1 þveröfuga átt, og ég held, að það sé nokkuð sama, hvað við seljum mikið núna, við fáum endana ekki til að ná saman! Við verðum bara að vona að úr ræt- ist, áður en fyrirtæki og verzlan- ir verða komnar á kaldan klaka.“ „Þú ert þá ekkert svartsýnn?" „Nei, hamingjan sanna! ég er allt of ungur til þess. Ég geri mér að vísu grein fyrir, að nú steðja miklir erfiðleikar að okkur, ég sé það á hverjum einasta degi í verzl- unarrekstrinum. En ég held ekki, að við séum komnir á kné enn þá. Og erfiðleikarnir eru til að sigr- ast á þeim.“ ,,Þú ert þá ekkert að hugsa um sólina í Ástralíu?“ „Nei, alls ekki. Ég hef í fyrsta lagi engan áhuga á að flytjast frá íslandi, og svo myndi mér finn- ast ég vera að skorast undan merkjum, ef ég færi meðan við eigum í erfiðleikum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.