Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 29
FRJÁLS VERZLUN 29 SJÁVARÚTVEGUR Vaxandi fiskframleiðsla Rússa Dr. Donld E. Bavan, aðstoðar- forseti fiskveiðideildar háskólans í Washingtonfylki í Bandaríkjun- um, heldur því fram, að Rússar muni innan fárra ára geta full- nægt sjálfir fiskþörf sinni og muni síðan snúa sér að útflutningi. Dr. Bavan hefur dvalizt langdvölum í Sovétríkjunum og talinn kunn- ugri fiskveiðum og fiskiðnaði þar í landi en nokkur annar Banda- ríkjamaður. Segir hann, að allar líkur séu á því, að Rússar fullnægi heima- markaði árið 1970 eða 1971. Hann bendir einnig á það, að Rússar hafi gert víðtækari rannsóknir á nýtingu fiskafurða en flestar aðr- ar þjóðir. Sérstaklega hafi þeir prófað sig áfram með notkun ým- issa fisktegunda til manneldis, sem ekki hafi áður tíðkazt að borða. Telur dr. Bavan til dæmis, að Rússarnir viti þegar meira um nytjafiska við Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna, en Bandaríkja- menn sjálfir, enda hafa Rússar þar mikinn fiskiflota allt árið. Hér er bersýnilega um uggvæn- lega þróun að ræða fyrir okkur fslendinga og vonandi að markaða verði leitað annars staðar í tíma. Við megum ekki við því, að svona lagað komi okkur á óvart. Steinbíts- rækt Ræktun á steinbít er orðin að milljónaiðnaði í Bandaríkjunum. Árið 1963 var þessi fiskirækt í mjög smáum stíl og aðeins rækt- uð fá tonn á ári. Á skömmum tíma hefur framleiðslan vaxið í tugi þúsunda tonna. Ræktun þessi fer fram við Miss- isippi fljótið í Arkansas, Missouri, Missisippi, Louisiana og fleiri ríkj- um í sunnanverðum Bandaríkjun- um. Enn sem komið er, er fram- leiðslan seld nær eingöngu sem dýr sérréttur á veitingahúsum, en þegar framleiðslan vex, má vænta þess, að einnig verði selt í almenn- um matvörubúðum. Hvernig skyldi okkar steinbítur koma út í samkeppni við þennan? Er hann seldur sem „Gourmet“ sérréttur? Rússar reyna nýjar veiðlaðferðir Rússar gera nú tilraunir með ljós og tæki, sem gefa frá sér hljóð, til að draga að sér fisk. í sumum tilfellum draga þau fisk- inn að öngli eða neti, en í öðrum tilfellum eru hljóð eða Ijós notuð til að reka fisktorfur inn í net eða á hentugra dýpi til veiða. Tilraunir þessar eru ekki langt komnar enn, en margt bendir til, að hljóð geti verið gagnleg, og hafa þau tæki þegar þrefaldað til fimmfaldað afla á sumum stöðum. AMERÍSKIR VERKSMIDJUTOCARAR í Baltimore í Maryland er verið að Ijúka smíði fyrstu tveggja verk- smiðjutogaranna, sem smíðaðir eru í Bandaríkjunum. Nefnast þeir Seafreeze Atlantic og Seafreeze Pacific. Þeir eru byggðir af Mary- land Shipbuilding and Drydock Company fyrir American Stern Trawlers Inc. í New York. Bygg- ing togaranna er ríkisstyrkt og kostar hvor þeirra eigendurna um 230 milljónir króna. Þeir geta unn- ið úr fimmtíu tonnum af fiski á dag og geymslurými er fyrir þús- und tonn í frystigeymslum. Hvort skip hefur sex troll, sem sögð eru þau stærstu, sem gerð hafa verið til þessa, og voru keypt í Vestur- Þýzkalandi. Kostaði hvert þeirra um 300 þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.