Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 7
FRJÁLB VERZLUN
!Z
SKIPASMÍÐAR
SKEMMTIBÁTASMÍÐAR
Er smíði skemmtibáta íyrir erlendan markað lausn á verkefna-
skorti íslenzkra skipasmíðastöðva?
FRJÁLS VERZLUN frétti fyr-
ir skömmu, að fyrirtækið Hita-
tæki hf. í Reykjavík hefði á und-
anförnum mánuðum látið gera all
víðtæka könnun á möguleikum
íslendinga á smíði og útflutningi
skemmtibáta til Bandáríkjanna.
Eins og kunnugt er, hafa íslenzkar
skipasmíðastöðvar átt mjög í vök
að verjast á siðústu árúrri, einmitt
er nýlokið var - mikilli uppbygg-
ingu þessa iðnaðar í landinu. Hafa
nokkrar filráúriif véfið g'erðar' til
að útvega íslenzkum skipasmíða-
stöðvum verkefni erlendis, en án
árangurs. Ásgeir Höskuldsson,
framkvæmdastjóri Hitatækja hf.,
varð góðfúslega við beiðni FV um
að skýra frá þessari könnun, og er
greinin byggð á viðtali við Ásgeir,
svo og greinargerð sem fyrirtækið
hefur samið um þetta mál.
Markaðurinn í USA.
í greinargóðu yfirliti í fagtíma-
ritipu . „The Boating Business
1968“, er að finnaýtarlegar upplýs-
ingar um stærð bandaríska mark-
aðsins fyrir skemmtibáta. Þar
kemur fram, að á árinu 1967 voru
samtals 8.275.000 skemmtibátar af
öllum stærðum og gerðum í notk-
un í Bandaríkjunum, og um 40
milljónir manna sigldu með þess-
um bátum. Þá er talið, að Banda-
ríkjamenn hafi eytt um 3 milljörð-
um dala í tæki, þjónustu, legu-
rými, eldsneyti, sjósetningargjöld
og félagsgjöld í bátaklúbbum.
Bandaríkjamenn smíða sjálfir
mestan hluta bátaflota síns, en
engu að síður flytja þeir mikið
inn, og hefur sá innflutningur vax-
ið ár frá ári og nam árið 1967 um
1 milljarði ísl. kr. Norðurlöndin
4 hafa sýnt markaði þessum mik-
inn áhuga, og seldu þau t. d.
skemmtibáta af ýmsum stærðum
og gerðum til USA árið 1966 fyr-
ir um 95 milljónir ísl. kr.. Norð-
menn hafa þarna komið mest við
sögu, en þeir leggja nú æ meiri á-
herzlu á smíði skemmtibáta.