Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 44
44
FRJÁLS VERZLUN
AUMUR REKSTUR
Rootes var áður fyrst og fremst
fjölskyldufyrirtæki. Stofnendur
þess, bræðurnir William og Regi-
nald Rootes, voru eigendur 51%
Peter Sellers í verkfallsham í
kvikmyndinni, „Allt í lagi Jack“,
fara verkamennirnir í verkfall í
mótmælaskyni við dugnað eins fé-
laga þeirra. Chrysler fékk að finna
fyrir álíka hugsunarhætti.
af hlutafénu. Fyrirtækið fram-
leiddi nokkrar ágætar bifreiða-
gerðir, til að mynda Hillman
Minx, Hunter, auk Sunbeam og
Humber. En salan var ekki í hlut-
falli við gæðin. Hún var aðeins
200 þúsund bifreiðar á ári, og
þar með innifalinn útflutningur.
Fyrirtækið átti bílaverksmiðj-
ur, sem dreifðar voru um gjör-
vallt Bretland. En sá var galli á
gjöf Njarðar, að verksmiðjurnar
voru ekki aðeins komnar til ára
sinna og úreltar, heldur voru þær,
sem framleiddu vinsælustu gerð-
irnar, allt of litlar og dreifðar til
að anna eftirspurn.
Rootes-fjölskyldan var ekki svo
skyni skroppin, að hún skildi ekki
nauðsyn endurnýjunar. Hún ákvað
að reisa nýjar samsetningarstöðv-
ar. En þá kom ríkisstjórnin til
skjalanna. Það hefur löngum ver-
ið stefna hennar að þvinga brezk
fyrirtæki til að reisa nýjar verk-
smiðjur á kreppusvæðum. Þann-
ig skyldi atvinna aukin í þessum
héruðum, hvað sem liði legu
þeirra og óhagstæðum aðstæðum.
í anda „jafnvægisstefnunnat“
neyddi ríkisstjórnin Rootes til að
reisa nýju verksmiðjurnar í Skot-
landi. Ráðstöfunin verkaði eins og
að hella oliu á eld. Vandi fyrir-
tækisins stafaði ekki sízt af pví,
hversu gömlu verksmiðjurnar
stóðu dreift. Á þennan vanda var
nú aukið stórum með Skotlands-
verksmiðjunum. Ofan á bættist
svo það, að bifreiðagerðin, sem
verksmiðjan átti að framleiða,
Hillman. Imp, reyndist ekki sá
métsölubíll, er Rootes hafði von-
að. Imp-gerðin naut aldrei vin-
sælda að ráði.
Þegar verksmiðjan í Skotlandi
hafði verið reist, festi Rootes kaup
á stáliðjuveri í nágrenninu. Þar
voru yfirbyggingar mótaðar, og
var þetta fyrsta yfirbyggingar-
smiðja í eigu Rootes. Var henni
einungis ætlað að framleiða yfir-
byggingar fyrir Hillman Imp.
Hvað varðaði miðlungsdýrar gerð-
ir, var Rootes eftir sem áður und-
ir keppinauti sínum British Mct-
or Corp. Sama gilti um vörubif-
reiðar.
En illa skipulögð framleiðsla
var ekki eini dragbíturinn. Öll
stjórn Rootes-fjölskyldunnar á fyr-
irtækinu var í megnustu óreiðu.
Þótt ársframleiðslan væri aðeins
200 þúsund bifreiðar, var Rootes
skipt niður í 30 sjálfstæð fyrir-
tæki. Fyrirtækjamergðin gerði
það að verkum, að vinnsluvirðið
á hvern verkamann nam aðeins
rúrnum 16 þús. Bandaríkjadala.
Hjá Ford-verksmiðjunum var þessi
tala helmingi hærri. Hin litla nýt-
ing leiddi til hærra verðlags, þann-
ig að bifreiðar Rootes voru mun
dýrari en keppinautanna.
ÓREIÐA
í Rootes-verksmiðjunum fyrir-
fannst ekkert það, sem minnti á
nútíma bókhalds- og fjármála-
kerfi. Sumar verksmiðjurnar töp-
uðu fé, aðrar græddu. En stjóin
fyrirtækisins gat með engu móli
gert sér grein fyrir, hver afkoma
einstakra verksmiðja var, slík »'ar
óreiðan.
Einn af bókhöldurunum, sem
Chrysler gerði út af örkinni, til
að koma reglu á fjármálin, sagði
eftirfarandi um ástandið: „Fjár-
málavit Rootes-fjölskyldunnar
náði aldrei lengra en að fylgjast
með því, sem inn kom af peni.ng-
um. Rootes-fólkið var þess þó
mætavel meðvitandi, að í heiid
starfaði fyrirtækið með tapi. Það
hafði ekki minnstu hugmynd um,
Sendiferðabílar frá Rootes hafa verið fluttir inn hér á laiuli.