Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 17
FRJALS VERZLUN 17 gætu sennilega náð viðunandl skilmálum ef um veruleg inn- kaup væri að ræða. Slík sam- eiginleg innkaup eru þó óhugs- andi nema tryggt sé, að smiði skipanna getið gengið með eð!i- legum hraða og dragist ekki á langinn vegna dráttar á fjár- hagslegri fyrirgreiðslu frá öðr- um aðilum. SKUTTOGARAR. Um þessar mundir er verið að leita óformlegra tilboða í smíði skuttogara, en víða er mikill hugur í mönnum að íá slíka togara. Enginn vafi er á því, að innlendar skipasmiðj- ur hafa tæknilega getu til að smíða þessa togara og ætti að kosta kapps um að fá þe:m þessi verkefni. Það getur varla verið mikill munur fyrir stööu þjóðarbúsins út á við, hvort tekin eru lári erlendis til þess að fjármagna smíði skuttogar- anna hér innanlands eða hvo.’t skuttogararnir verða smíðaðir erlendis og kostnaðarverð þeirra allt tekið að láni. En það skiptir afarmiklu fyrir at- vinnuástandið hér innanlands og afkomumöguleika skipa- smiðjanna hvort skuttogararn- ir verða byggðir hér eða er- lendis. ERLENDIR MARKAÐIR. En ástæðulaust er fyrir skipasmiðjurnar að einblína á innlenda markaðinn. Vafalaur.t bíða miklir möguleikar ónýtt- ir á sviði útflutnings fiskiskipa Margt mælir með því, að is lenzk fiskiskip geti orðið sam- keppnisfær og eftirsótt á al þjóðamarkaði. Hér á landi er til staðar tæknikunnátta og verkmenning á sviði fiskveiða, sem hefur gert íslenzka fiski- menn að þeim afkastamestu í víðri veröld. Sú staðreynd get- ur áreiðanlega verið mikils virði þegar farið verður að bjóða íslenzk fiskiskip til sölu á erlendum mörkuðum. GÓÐ SAMKEPPNIS- STAÐA. Fyrir skömmu fólu samtök skipasmiðjanna bandarísku fyr- irtæki að athuga möguleika á sölu fiskiskipa í þróunarlönd- unum, en þar er víða mikili áhugi fyrir verulegri aukningu fiskveiða og að því ekki ólik- legt að hægt sé að selja is- lenzk fiskiskip. Ennþá er of snemmt að sjá nokkuð um ár- angur þessarar athugunar, en hinu er ekki heldur að leyr.a, að mikil og vaxandi samkeppni er á alþjóðlegum skipamarkaði Nýlega ákváðu helztu skipa- smíðaþjóðir innan OECD að setja reglur í þeim tilgangi að draga úr óheppilegri sam- keppni á sviði skipasmíða. Fjalla þær reglur um lág- marksútborgun, 20% af kaup- verði, hámarkslánstíma, 8 ár og lágmarksvexti, 6% p. a. af lán- um. Skipasmíðaiðnaður OECL'- landanna var í talsverðri lægð á undanförnum árum, sem leiddi til harðnandi samkeppni og vaxandi ríkisstuðnings við skipasmiðjurnar í ýmsurn myndum, m. a. útvegun lána með mjög lágum vöxtum og jafnvel beinna verðuppbóta. Augljóst var að slíkur ríkis- stuðningur var að leiða til öng- þveitis og varð því samkorru- lag um framangreindar regiur og ákveðið að færa allan opin- beran stuðning í eðlilegt horf. íslenzkar skipasmiðjur hafa þó góða samkeppnisaðstöðu að tvennu leyti, annars vegar er vinnulaunakostnaður hér á landi talsvert lægri en í öðrum OECD-löndum, en sá kostnað- arliður er afar þýðingarmikill í skipasmíðaiðnaði, hins vegar hafa skipasmiðjurnar mögu- leika á að bjóða til sölu ár- angur af reynslu íslenzkra fiski- manna, þ. e. a. s. margs kon- ar tækniútbúnað, sem hefur verið þróaður með tilliti til þeirrar reynslu, sem af honum hefur fengizt við notkun um borð í íslenzkum fiskiskipum. RANNSÓKNARSTOFNUN. Síðarnefnda atriðið minnir raunar á nauðsyn þess, að hér sé komið upp tæknilegri rann- sóknarstofnun þar sem sem kerfisbundið og stöðugt sé leit- að að hagkvæmum lausnum ýmissa vandamála er varða smíði og rekstur skipa og hag- nýtingu veiðarfæra. Segja má, að tæknideild Fiskifélags ís- lands sé vísir að slíkri stofn- un en mikil nauðsyn er að stórefla þá starfsemi sem þar fer fram, því að enn sem kom- ið er, er sú stofnun þess mjög vanbúin að leysa af hendi það viðamikla hlutverk, sem henn- ar bíður. Slík tæknileg rann- sóknarstofnun gæti orðið skipa- smíðaiðnaðinum og öllum sjávarútveginum veruleg lyfti- stöng. I stuttu máli má segja að staða skipasmíðaiðnaðarins sé þannig í dag: Hér eru til tæknilega vel búnar skipasmiðjur með þjáif- aðan mannafla, sem geta annað smíði 2500-3000 rúmlesta skipa- stól á ári. Hér á landi er stór mark- aður fyrir skip af ýmsum stærðum og gerðum. Þennan markað gætu íslenzku skipa- smiðjurnar hagnýtt, ef tryggt væri nægilegt fjármagn til skipasmíða. Margt bendir til þess að ís- lenzkar skipasmiðjur geti ver- ið samkeppnisfærari á alþjóða- markaði, einkum varðandi smíði fiskiskipa. Hér þarf að koma á fót tæknilegri rannsóknarstofnun til að leysa margvísleg vanda- mál varðandi smíði og rekstur skipa og hagnýtingu veiðar- færa. Nú starfa um 800 manns að skipasmíðum og skipaviðgerð- um. Með betri afkastanýtingu þeirra skipasmiðja sem nú þeg- ar eru til í landinu og án frek- ari fjárfestingar sem nokkru nemur, mætti auka mannafla skipasmiðjanna verulega. Allt bendir því til þess að það sé þjóðhagslega séð mjög mikilsvert að tryggja skipa- smiðjunum nægileg verkefni og nýta þá framleiðslugetu, sem þær búa yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.