Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 47
FRJALS VERZLUM hvar skórinn kreppti, til þoss skorti alla yfirsýn.“ Sölumál Rootes voru einnig i miklum ólestri. Salan var í hönd- um 2.350 verzlana og bílasala, og gat hún engan veginn séð þeim öllum farborða. Til að skrimla, urðu bílasalarnir því að verzla með fleiri gerðir. Margir þeirra höfðu því takmarkaðan áhuga á að selja Rootes-bifreiðar, því að verlc- smiðjurnar ráku í sumum tilfell- um eigin útsölur í samkeppni við bílasalana. CHRYSLER í SPILIÐ Upphafið að eignarhlut Chrys- lers í Rootes-verksmiðjunum má rekja til ársins 1964. Þá keypti Chrysler 45% af atkvæðisbærum hlutabréfum í fyiúrtækinu og 65% hinna óatkvæðisbæru. Þremur ar- um síðar náði Chrysler endanlegu tangarhaldi á fyrirtækinu og réði þá 77% af hlutafénu. Meginástæð- an fyrir kaupum Chryslers var að tryggja fyrri fjárfestingu sína, enda var hagur Rootes þá orðinn harla bágborinn. Upphafleg hlutabréfaeign Chryslers hljóðaði upp á 25 millj. dala, og var kaupverðið 2 dalir og 70 cent fyrir hvern hlut. Árið 1967 var svo komið, að Chrysler þurfti aðeins að greiða tæpan dal fyrir hlutinn. Að kaupunum loknum hóí Chrysler miklar lífgunartilraunir á hinu hálf andvana fyrirtæki. Fyrsta skrefið var að hreinsa til að ofan, og var öll stjórnin endur- nýjuð. Nýr forstjóri var ráðinn, og var sá Gilbert Hunt, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Massey- Ferguson. Honum til fulltingis sendi Chrysler síðan marga af fær- ustu mönnum sínum. Má þar nef'ia Erwin Graham, forstjóra Evrópu- deildar Chryslers og Georges Her- eil frá franska dótturfyrirtækinu Simca. í stað gamla fjölskyldu- veldisins var sett á laggirnar 9 manna stjórnarnefnd. Dagskipan Chryslers til Hunts hljóðaði á þessa leið: „Stöðvið tapið, os. við fáum ráðrúm til athafna." Fyrsta verk Hunts var að steypa hinum 30 fyrirtækjum saman í tvö; Rootes Motor Ltd. og Rootcs Motors Scotland Ltd. Hunt lét leggja niður þær verksmiðjur, sem voru of langt úr leið til að geta borið sig. Framleiðslunni var nú þjappað saman á þremur stöðurn; í borginni Coventry í Miðlönc’.um, í Luton/Dunstable skammt norð- an London og í Skotlandi. Sam- setningarstöðvar og söludeildir í Venezuela, S-Afríku og Ástralíu voru lagðar niður og Chrysier fyrirtækið tók að sér rekstur þeirra. Hunt lagði í 10 millj. dala fjár- festingu til að reisa hönnunar- og framleiðslustöðvar í Coventry. Markmið hennar skyldi vera að 47 leggja drög að nýjum bílgerðum, sem féllu í smekk manna austan hafs og vestan. Hunt lét endurbæta yfirbygg- ingarsmiðjuna í Skotlandi, svo að hún gat tekið að sér smíði yfir* bygginga fyrir milligerðir, jafnt sem Hillman-Imp. í Dunstable var verksmiðjan stækkuð svo, að hún gat framleitt yfirbyggingar fyrir vörubifreiðar Rootes. Bílaútsölurn- ar skar Hunt niður um 600, en stækkaði jafnframt þær, sem eft- ir voru. Kortið sýnir helztu miðstöðvar iðnaðar og athafnalífs í Englandi. Efst til hægri eru skýringar á táknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.