Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 47
FRJALS VERZLUM
hvar skórinn kreppti, til þoss
skorti alla yfirsýn.“
Sölumál Rootes voru einnig i
miklum ólestri. Salan var í hönd-
um 2.350 verzlana og bílasala, og
gat hún engan veginn séð þeim
öllum farborða. Til að skrimla,
urðu bílasalarnir því að verzla
með fleiri gerðir. Margir þeirra
höfðu því takmarkaðan áhuga á að
selja Rootes-bifreiðar, því að verlc-
smiðjurnar ráku í sumum tilfell-
um eigin útsölur í samkeppni við
bílasalana.
CHRYSLER í SPILIÐ
Upphafið að eignarhlut Chrys-
lers í Rootes-verksmiðjunum má
rekja til ársins 1964. Þá keypti
Chrysler 45% af atkvæðisbærum
hlutabréfum í fyiúrtækinu og 65%
hinna óatkvæðisbæru. Þremur ar-
um síðar náði Chrysler endanlegu
tangarhaldi á fyrirtækinu og réði
þá 77% af hlutafénu. Meginástæð-
an fyrir kaupum Chryslers var að
tryggja fyrri fjárfestingu sína,
enda var hagur Rootes þá orðinn
harla bágborinn.
Upphafleg hlutabréfaeign
Chryslers hljóðaði upp á 25 millj.
dala, og var kaupverðið 2 dalir
og 70 cent fyrir hvern hlut. Árið
1967 var svo komið, að Chrysler
þurfti aðeins að greiða tæpan dal
fyrir hlutinn.
Að kaupunum loknum hóí
Chrysler miklar lífgunartilraunir
á hinu hálf andvana fyrirtæki.
Fyrsta skrefið var að hreinsa til
að ofan, og var öll stjórnin endur-
nýjuð. Nýr forstjóri var ráðinn,
og var sá Gilbert Hunt, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Massey-
Ferguson. Honum til fulltingis
sendi Chrysler síðan marga af fær-
ustu mönnum sínum. Má þar nef'ia
Erwin Graham, forstjóra Evrópu-
deildar Chryslers og Georges Her-
eil frá franska dótturfyrirtækinu
Simca. í stað gamla fjölskyldu-
veldisins var sett á laggirnar 9
manna stjórnarnefnd. Dagskipan
Chryslers til Hunts hljóðaði á
þessa leið: „Stöðvið tapið, os. við
fáum ráðrúm til athafna."
Fyrsta verk Hunts var að steypa
hinum 30 fyrirtækjum saman í
tvö; Rootes Motor Ltd. og Rootcs
Motors Scotland Ltd. Hunt lét
leggja niður þær verksmiðjur, sem
voru of langt úr leið til að geta
borið sig. Framleiðslunni var nú
þjappað saman á þremur stöðurn;
í borginni Coventry í Miðlönc’.um,
í Luton/Dunstable skammt norð-
an London og í Skotlandi. Sam-
setningarstöðvar og söludeildir í
Venezuela, S-Afríku og Ástralíu
voru lagðar niður og Chrysier
fyrirtækið tók að sér rekstur
þeirra.
Hunt lagði í 10 millj. dala fjár-
festingu til að reisa hönnunar- og
framleiðslustöðvar í Coventry.
Markmið hennar skyldi vera að
47
leggja drög að nýjum bílgerðum,
sem féllu í smekk manna austan
hafs og vestan.
Hunt lét endurbæta yfirbygg-
ingarsmiðjuna í Skotlandi, svo að
hún gat tekið að sér smíði yfir*
bygginga fyrir milligerðir, jafnt
sem Hillman-Imp. í Dunstable var
verksmiðjan stækkuð svo, að hún
gat framleitt yfirbyggingar fyrir
vörubifreiðar Rootes. Bílaútsölurn-
ar skar Hunt niður um 600, en
stækkaði jafnframt þær, sem eft-
ir voru.
Kortið sýnir helztu miðstöðvar iðnaðar og athafnalífs í Englandi. Efst
til hægri eru skýringar á táknum.