Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 32
32
FRJAL5 VERZLUN
koma, án teljandi árangurs. Sömu
sögu er að segja af keppinautum
okkrr, Norðmönnum. Þeir hafa
ekki haft erindi sem erfiði af
markaðsleit. Eina ríkið í Afríku,
sem er kaupandi að einhverju
skreiðarmagni, utan Nígeríu, er
Kamerún. Áður en landið hlaut
sjálfstæði, flutti það árlega inn
um 3 þúsund tonn af skreið. Að
fengnu sjálfstæði var komið á
innflutningshömlum og fiskveiðar
efldar. Þetta leiddi til minnkandi
innflutnings, en hann nam þó 500
tonnum á síðasta ári frá íslandi.
Hefur salan verið á uppleið hin
síðari ár.
F.V.: Hvernig er staSan á Evr-
ópumarkaði?
B. E.: Ítalía er stærsti kaupand-
inn í Evrópu. Gæðakröfur á þeim
markaði eru miklu meiri heldur
en í Afríku. Á síðasta ári seldum
við rúm 1500 tonn af skreið til
Ítalíu og gátum ekki annað eftir-
spurn á þeim gæðaflokki, sem
ítalir fóru fram á. Árssalan þang-
að var venjulega um 3 þúsund
tonn á árunum 1961—’66. Hvað
verður í ár veit ég ekki, það velt-
ur á því, hversu mikið magn verð-
ur metið í gæðaflokk við hæfi
markaðarins. Ekki hefur veðrátt-
an verið skreiðarframleiðendum á
Suðurlandi hliðholl í sumar.
Skreiðin hefur þornað illa og ekki
gott að segja hver útkoman verð-
ur við matið,
F.V.: Rœtt hefur verið um a3
taka upp nýjar aðferðir í vöru-
kynningu á Italíumarkaði. hvað
líður þeim áœtlunum?
B. E.: Málið er á umræðustigi
ennþá. Það eru fiskinnflutnings-
samsteypurnar á Ítalíu, sem hafa
forgöngu í málinu og hafa þær
boðið fiskútflutningslöndunum til
samvinnu. Markmiðið er að halda
við fiskneyzlu og auka hana með
auglýsingaherferðum t. d. í sjón-
varpi. Fiskneyzlan hefur minnk-
að vegna tilslakana páfastóls á
fiskneyzlu og einnig vegna stór-
aukins framboðs á ódýrum kjúkl-
ingum. Hvort hin umrædda aug-
lýsingaherferð hefst í ár, veit ég
ekki enda togast þar á mismun-
andi hagsmunir og sjónarmið —
Hitt er svo annað mál, að Samlag
skreiðarframleiðenda ver stórfé á
hverju ári til vörukynningar á
íslenzkri skreið á Ítalíu, í Afríku
og annars staðar.
*