Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 43
FRJÁLB VERZLUN '43 VERKFÖLL EKKI ER ALLT MEÐ FELLDU í BRETLANDI • Fyrir tveimur árum keypti bandaríska Chrysler-fyrirtœkiS meirihlutann í brezku Rootes-bílaverksmiðjunum. Rootes var fjölskyldufyrirtœki og á margan hátt dœmigert fyrir hið staðn- aða brezka efnahagskerfi. • Chrysler tókst að sigrast á mörgum þeim vandamálum, sem hrjáðu Rootes. Ennþá eru þó mörg ljón á veginum. Þeirra ill- vígast er sú verkalýðspólitík, sem Wilson og stjórn hans reyndu að takast á við, með setningu nýrrar vinnulöggjafar. Sú tilraun fór út um þúfur. • Hér segir frá nokkrum algengum vandamálum brezks iðnaðar og furðulegu verkfalli, sem lamaði starfsemi Rootes í maí s.L HJÓL OG VERKFALL Loksins hafði tekið að rofa smá- vegis til fyrir hinu brezka dóttur- fyrirtæki Chryslers. Rootes-verk- smiðjurnar voru byrjaðar að skila ágóða — að vísu örlitlum, en samt sem áður ákaflega hughreystandi eftir þrjú ár vonbrigða og tap- rekstrar. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Ólánið elti Chrysler; 900 verkamenn í hinum nýtízkulegu verksmiðjum, nærri Glasgow á Skotlandi, lögðu niður vinnu. Til viðbótar olli verk- fallið síðan vinnustöðvun hjá 2. 800 manns. Framleiðslutapið varð 1.000 bifreiðar á viku. Orsök þessarar vinnudeilu líkt- ist einna helzt þeirri, sem brezki gamanleikarinn Peter Sellers gerði fræga í kvikmyndinni „Allt í lagi Jack“. Hrakfallakómedía Rootcs hófst með því, að fyrirtækið afréð að koma fyrir hjólum á bökkum, sem notaðir eru undir mælaborð. Hingað til hafði sá, er hlóð bakka, þurft að bíða eftir því, að lyftari flytti bakkana úr stað, áður en tekið var til við nýjan. Nú myndi þeim sama kleift að ýta bakkan- um með handafli inn í hliðargang og byrja strax á þeim næsta. William E. Rootes, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Óreiða, fyrir- hyggjuleysi og stífni yfirvalda kom fjölskyldufyrirtækinu á kald- an klaka. Rootes lézt arið, sem Chrysler keypti upp fyrirtækið. Tímasparnaður? Jú, vissulega, en það skipti litlu máli. Starfs- mennirnir, sem hlaða bakkana eru félagar í Sameinaða málmiðnaðar- sambandinu. Einn þeirra, trúnað- armaður Sambandsins, harðneit- aði að hreyfa sinn bakka. Ástæð- una sagði hann þá, að bakkinn væri nú á hjólum og því í verka- hring félaga úr Sambandi flutri- ingaverkamanna að ýta honum frá! Manni þessum var sagt upp starfi, en það kostaði samúðar- verkfall verkamannanna níu hundruð. Afleiðingin af verkfall- inu varð sú, að öll vinna stöðvaðist hjá 800 verkamönnum í yfirbygg- ingarsmiðjunni og hjá 2000 verka- mönnum, sem unnu að samsetn- ingum. Rootes-fyrirtækið er sannarlega verðugt viðfangsefni þeirra, sem vilja kynna sér vandkvæði brezks efnahagslífs. Þegar Chrysler tók við rekstrinum fyrir tveim árurn, riðaði Rootes á barmi gjaldþrots. Ekki var þvergirðingshætti verka- lýðsfélaga einum um að kenna. Stjórn fyrirtækisins og ríkisstjórn jafnaðarmanna höfðu lagt fram sitt að mörkum til ófarnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.