Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 53
FRJALS VERZLUNf
53
er himnan skorin utan af með einu
hnífsbragði og flöskunum komið
fyrir í ísskápnum.
Vélin, sem framleiðir Mecaplast,
er kölluð MSC 10, og er hún hönn-
uð eingöngu með mjólkuriðnaðinn
í huga, en auðvitað skapast hér
möguleiki á pökkun hvers konar
fljótandi efna, og er nú verið að
gera tilraunir fyrir Mecaplast S/F
á pökkun meðalalýsis í slíkar um-
búðir.
F. V.: Hvernig lítur kostna'ðar-
hliðin út, miðað við íslenzkar að-
stæður?
Vigfús: Ein vélasamstæða af
MSC 10, sem framleitt getur alit
að 25 þús. flöskur miðað við 10
klst. vinnudag, eða 60 þúsund
flöskur á sólarhring skilar, þegar
allur kostnaður er tekinn með í
reikninginn, lítra mjólkurflösku á
1.33 kr. ísl. tilbúinni til sölu. Inni-
falið í öllum kostnaði er:
1. Hráefnið (Plast).
2. Rafmagnskostnaður og önnur
nauðsynleg hjálparefni.
3. Öll vinnulaun.
4. Afskriftir af öllum vélum og
tilheyrandi tækjum (20% á ári
í 5 ár).
F. V.: Hafið þér rætt við ís-
Ienzka mjólkurframleiðendur um
þessa nýju tækni?
Vigfús: Nei, ekki ég sjálfur, en
ég veit, að Mjólkursamsalan í
Reykjavík fékk fyrir nokkru til-
boð í þennan tækjabúnað, og ég
tel víst að hún hljóti að hafa mál-
ið til mjög ýtarlegrar athugunar
einkum með tilliti til hinnar já-
kvæðu reynslu, sem fengizt hef-
ur með notkun Mecaplast-umbúð-
Hægt er að pakka MECAPLAST
inn í plastliimnur eftir þörfum.
anna í nágrannalöndum okkar.
Og þá ekki síður, ef litið er á hina
miklu óánægju íslenzkra neytenda
með ríkjandi fyrirkomulag í
mjólkurumbúðamálum hér á
landi.