Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 41
FRJÁLS VERZLUN 41 KOPAVOGUR Þótt Kópavogur sé yngsti kaup- staður landsins, er hann nú þeg- ar orðinn sá stærsti. Fram eftir þessari öld var engin teljandi byggð í Kópavogi, en árið 1936 var byrjað að úthluta nýbýlalönd- um úr landi tveggja jarða á nes- inu milli Kópavogs og Fossvogs. Byggðust þar fyrst sumarbústaðir, enda samgöngunum þannig hátt- að, að þá þóttu sumarhúsin í Kópavogi hæfilega fjarri ys og þys höfuðborgarinnar. Allmargir höfðu þarna 'ýmiss konar garð- rækt og kvikfjárrækt í smærri stíl. Með greiðari samgöngum fóru menn svo að stofna heimili í Kópa- vogi, og árið 1950 voru skráðir íbúar staðarins orðnir 1650 tals- ins. Þó að Kópavogur eigi sér ekki langa sögu sem kaupstaður, er hann þó mjög sögufrægur staður. Þar var þingstaður fram eftir öld- um, og sagt er, að þar hafi danska valdsins gætt meira en á nokkr- um öðrum þingstað á íslandi, enda tæpast nema eðlilegt, ef litið er til hins nána sambýlis við höfuð- stöðvar hirðstjóranna að Bessa- stöðum- Frægur er atburður sá, er varð á Kópavogsþingi árið 1662, er Friðriki III Danakonungi var svarinn trúnaðareiður í skjóli vopnaðra hermanna dönsku krún- unnar. Atvinnu- og efnahagslíf Kópa- vogs hefur mjög mótazt af hinu nána sambýli kaupstaðarins við höfuðborgina. Sem fyrr greinir, var kaupstaðurinn til að byrja með nánast íbúðarhverfi frá Reykjavík, en smátt og smátt hafa fyrirtæki skotið þar upp kollin- um. Ýmist ný stofnuð eða gamal- gróin fyrirtæki hafa flutt starf- semi sína þangað. Gagnstætt flestum öðrum kaup- stöðum á íslandi er engin útgerð frá Kópavogi og lítil fiskvinnsla. f Kópavogi starfar reyndar eitt stórt fiskvinnslufyrirtæki, en meginþáttur starfsemi þess er nið- ursuða. Er það fyrirtækið Ora — Kjöt og Rengi h.f. Starfar fjöldi manns við það fyrirtæki, þegar allt er í gangi, en eins og fleiri fyrirtæki, er starfa á þessum vettvangi, hefur verið við örðug- leika að etja. Málningarverksmiðjan Málning h.f. hefur einnig starfsemi sína í Kópavogi, en það fyrirtæki fram- leiðir stóran hluta af þeirri máln- ingu, er íslendingar nota árlega. Hefur fyrirtækið, ásamt öðrum þeim fyrirtækjum, er framleiða málningu, reynst svo vel sam- keppnisfært við erlenda aðila, að innflutningur málningar er nán- ast enginn. Þjónustuiðnfyrirtæki eru all- mörg í Kópavogi, einkum tré- smiðjur og bifreiðaverkstæði- Eru nokkur þeirra mjög vaxandi og mætti til nefna Trésmiðju Sigurð- ar Elíassonar, sem hefur sérhæft sig í hurðarsmíði. Myndarleg hús- gagnaframleiðsla er einnig hjá Dúnu h.f., og var það fyrirtæki um skeið einn stærsti aðilinn í húsgagnaframleiðslunni. Tíðindamaður F.V. ræddi við einn forráðamann iðnfyrirtækis í Kópavogi nú fyrir skemmstu og spurðist fyrir um reksturinn. Er ekki ósennilegt, að svar hans gæti átt við flest þau fyrirtæki, er þar eru rekin: „Við njótum góðs af sambýlinu við Reykjavík," sagði hann, — ,, en segja má, að það sé að sumu leyti einnig ókostur fyrir okkur. Þegar sveiflur verða, gætir þeirra mest í Reykjavík, og eðlilega kem- ur það þá niður á okkur. Við sjá- um, að þeir, sem stunda sams kon- ar atvinnurekstur og við í kaup- stöðum utan Reykjavíkursvæðis- ins, hafa mun jafnari afkomu. Þar verða sjaldnast mikil uppgrip, en heldur aldrei eins djúpir öldudal- ir. Það er rétt, eins og skrúfað sé frá og fyrir krana hjá manni 6 stundum.“ Mörg iðnfyrirtæki eru í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.