Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 39
FRJÁLS VERZLUN 39 HAFNARFJORÐUR Verzlunarstaður írá upphafi 15. aldar. Hafnarfjörður á sér langa sögu sem verzlunarstaður. Þegar i upp- hafi 15. aldar var þar ensk verzl- unarhöfn, og svo var, þar til Þjóð- verjar náðu yfirhöndinni, eftir harða orrustu við Englendinga. í kjölfar þessa varð Hafnarfjörður að ,,Hansakaupstað“ og var aðal- höfn þýzkra kaupmanna á Islandi alla 16. öldina. í byrjun 17. aldar hófst svo tímabil dönsku einokunarverzl- unarinnar, og var Hafnarfjörður þá ein mikilvægasta verzlunar- miðstöð landsins- Brautryðjandi íslenzkrar verzl- unar í Hafnarfirði var Bjarni ridd- ari Sivertsen ,og hefur hann oft verið kallaður „faðir Hafnarfjarð- ar“. Auk verzlunarinnar rak Bjarni umfangsmikla útgerð í Hafnarfirði og kom þar á fót skipasmíðastöð. Árið 1950 var Bjarna reistur veglegur minnis- varði í lystigarði Hafnfirðinga, Hellisgerði. KAUPSTAÐARRÉTTINDI. Þáttaskil urðu i sögu Hafnar- fjarðar 1. júní árið 1908, en þá lauk langri baráttu bæjarbúa fyr- ir því, að bærinn fengi kaupstað- arréttindi. Hafði frumvarp um bæjarstjórn í Hafnarfirði verið fellt tvisvar á Alþingi, áður en það náði fram að ganga 1907. Frá þessum tíma hefur Hafnar- fjörður verið ört vaxandi kaup- staður, og er nú íbúatala bæjarins orðin rúmlega 9000. Eru aðeins tveir kaupstaðir landsins, Kópa- vogur og Akureyri, fólksfleiri. Til glöggvunar um hinn öra vöxt Hafnarfjarðar má nefna, að árið 1870 voru íbúar þar 363 og árið 1900 voru þeir 374. BIUGGU AÐ SÍNU. Lengi framan af bjuggu Hafn- firðingar að sínu. Þrátt fyrir að kaupstaðurinn væri í nágrenni Reykjavíkur, var samgöngum þannig háttað, að ógerlegt var fyrir Hafnfirðinga að stunda vinnu í Reykjavík, ef þeir ætluðu heim að kvöldi. Á þessu varð mikil breyting á og eftir seinni heims- styrjöld. Með tilkomu greiðari samgangna fóru margir Hafnfirð- ingar að stunda atvinnu sína í Reykjavík, og nú á síðari árum hafa risið upp heil bæjarhverfi í Hafnarfirði, þar sem flestir fjöl- skyldufeður stunda vinnu í höfuð- borginni- Fyrir þessu eru ýmsar ástæður, ekki sízt þær, að um tíma var auðveldara að fá lóðir fyrir íbúð- arhús í Hafnarfirði og íbúðarverð þar var öllu lægra en í höfuð- borginni. Aðeins 15—20 mínútna akstur er á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, og þætti það ekki mikið í stórborgum erlendis, þar sem menn verða oft að ferðast klukkustundum saman milli heim- ilis og vinnustaðar. UTGERÐIN. Undirstaða atvinnulífs Hafnar- fjarðar hefur verið og er reyndar enn, fiskveiðar og sá iðnaðm’, er þeim fylgir. Þótt hlutur Hafnar- fjarðar hafi minnkað í saman- burði við ýmsar mestu verstöðvar landsins, þá er þar mikil útgerð og stór fiskvinnslufyrirtæki. Höfn- in í Hafnarfirði er mjög góð frá náttúrunnar hendi, og þar hafa verið gerð mikil hafnarmannvirki. Stærstu kaupskip, sem flutt hafa vörur til íslands, hafa ekki getað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.