Frjáls verslun - 01.08.1969, Blaðsíða 21
FRJALS VERZLUN
21
að aukningu ferðamanna með kynningarstarfsemi,
þar á meðal landkynningu. En á því leikur varla
nokkur vafi, að engin þjóð hefur reitt sig svo mik-
ið á flugfélögin sem íslendingar, til þess að haida
uppi landkynningunni í heild. Kostnaðurinn við
slika starfsemi eða stofnun, sem ég nefndi, yrði
vitaskuld hár, en kostnaðurinn ætti að haldast í
hendur við gjaldeyristekjurnar af ferðamönnum.
Þótt flugfélögin og ferðaskrifstofurnar eigi miklar
þakkir skilið fyrir sina landkynningu má gera bet-
ur, og meginkostur slíkrar stofnunar er samræm-
ingin, nýta krafta okkar til fullnustu.
F.V.: Svo aS viS rœðum aðeins um aðstœSurn-
ar heima á íslandi...
S. C.: Já, í fyrsta lagi vildi ég vara við því að
skattleggja ferðamenn. Slík skattlagning er fárán-
leg hjá þjóð, sem er'að reýna að vinna sér séss á
alþjóðlegum ferðamarkaði. Þá er verðlagið hátt
miðað við Evrópu, sé Sviþjóð undanskilin. Hyggi-
legt væi'i að slá svolítið af á vissum árstímum.
Reynandi væri að láta stóra ferðamannahópa fá
afsláttarkort.
Útlendingum finnst mörgum erfitt að átta sig á
þjónustu strætisvagna og langferðabíla. Úr þessu
mætti bæta með auknum merkingum á ensku, enda
þótt mig gruni, að margir íslendingar yrðu lítið
hrifnir af slíku. Slíkt myndi í það minnsta spara
útlendingum að eyða stórfé í leigubíla í Reykjavík.
Og svo að ég haldi áfram í sama dúr, hvers vegna
setja verzlunareigendur ekki upp smá spjöld í búð-
argluggum, svo að t- d. ferðamenn, sem aðeins eru
fransk- eða þýzkmælandi, geti áttað sig á því,
hvort þeim sé óhætt að fara inn?
Óhætt er að mæla með flestum hótelum á ís-
landi og húsnæði yfirleitt. Húsnæði kemur þó til
með að vanta, verði veruleg aukning ferðamanna.
Þetta er nokkurt vandamál, þar sem ferðamanna-
tíminn er stuttur. En á íslandi eru margir lítið
notaðir sumarbústaðir, og ég bind miklar vonir við
tilraunir Flugfélagsins í þessum efnum.
F.V.: íslendingar segja gjarnan, að „glöggt sé
gests augað", og ferSamálafrömuðir íhuga von-
andi þessar þörfu ábendingar ySar.
S. C.: Þakka yður fyrir, en syndalistanum er ekki
lokið enn.
Útlendir ferðamenn hafa kvartað undan því, —
sérstaklega í Reykjavík, — að lítið sé að gera á
kvöldin, þegar þeir hafa þrammað um bæinn þver-
an og endilangan. Nokkur bót yrði að því, að taka
saman yfirlit yfir skemmtistaði í Reykjavík og
skýra frá því, hvað þeir hafa upp á að bjóða. Einn-
ig vantar stað, sem framreiði íslenzkan mat við
hóflegu verði og hafi íslenzka skemmtikrafta á
sínum vegum.
Afstöðu ykkar fslendinga í bjórmálinu hef ég
aldrei fyllilega skilið, og varla breytti það neinu,
þótt ég segði nokkur vel valin orð.
F.V.: Og aS lokum ..:
S. C.: Því hefur löngum verið haldið fram, að til
íslands leiti einkum menn með sérstæð áhugamál,
t. d. fugla- og náttúruskoðarar. Þessir dagar hljóta
að vera liðin tíð. Að vísu er ekki á íslandi allt það
að finna, sem flestir ferðamenn sækjast eftir- En
óþarfi er að afskrifa landið sem ferðamannaland
fyrir þvi. Ég vil að endingu nefna þrjú atriði:
Stóraukið átak þarf að gera til þess að laða ungt
fólk til landsins, jafnvel hið svokallaða bakpoka-
fólk. Hér er ekki verið að hyggja að líðandi stund,
heldur framtíðinni.
Heilar fjölskyldur gera yfirleitt lítið af því að
heimsækja fsland. Foreldrarnír, og kannski eldri
börnin, hefðu áhuga á því að fara til íslands, en
of lítið er að gera fyrir þau yngri. Þetta atriði þyrfti
að kanna rækilega.
Ferðamannatíminn á íslandi er of stuttur. Mjög
þarf nú að efla aðstöðuna til vetraríþrótta. Þá má
ekki gleyma því, að ráðstefnuhald fer mjög í vöxt,
og ættu íslendingar að geta notið góðs af. Kannski
er ráðstefnuhald á íslandi ekki meira en raun ber
vitni, vegna þess, að útlendingum eru ekki kunn-
ar aðstæður þar eða óttast jafnvel slæman aðbún-
að. Hægur vandi er að ráða bót á þessu.