Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.07.1970, Qupperneq 13
FRJÁLS VERZLUN 11 Ostaðfestar fregnir Á FLAKKI Lokunarvandamálið óleysanlegt? Lokunartími matvöruverzlana í Reykjavík og í næsta nágrenni hefur sem kunnugt er farið mjög úr skorðum. Ýmislegt hefur leitt til þess, m. a. að matvörukaupmönnum hefur þótt kvöld- söluverzlanir fara óhóflega inn á verksvið mat- vöruverzlana og að ekki hefur fundizt grund- völlur fyrir verkaskiptingu og skipulagningu á þjónustu matvöruverzlananna utan venjulegs sölutíma. Þá hafa aðilar í nágrannasveitarfélög- um Reykjavíkur haft mikil áhrif í þessu efni með því að heimila og reka verzlun með hvers konar matvörur jafnvel allan sólarhringinn. Einmitt það virðist nú ætla að verða í veginum fyrir því að skipulag komist á þessa þjónustu í Reykjavík. Alþýðublaðið í enn einni klípu Æði mikið hefur verið rætt um fjárhagserfið- leika íslenzku dagblaðanna, og er út af fyrir sig litlu við það að bæta. Þessir erfiðleikar eru þó ekki einhlítir, bæði Morgunblaðið og Vísir komast vel og sæmilega af, eða þau blöð, sem rekin eru sem fyrirtæki fyrst og fremst, en ekki einlitar pólitískar málpipur. Tíminn nýtur kerfisins, sem Framsóknarflokkurinn hefur um áratugaskeið byggt á völd sín í samvinnuhreyx- ingunni, og eru auglýsingar samvinnufélaganna Tímanum mikill styrkur. Þó á hann við nokkra erfiðleika að stríða. Alþýðublaðið og Þjóðviljinn eru lakast stöddu blöðin, og Alþýðublaðið þó sýnu verst. Nú hefur öllu starfsliði Alþýðu- blaðsins verið sagt upp. Er það að vísu ekki alveg nýtt, en nú munu nokkrir starfsmenn hættir eða ákveðnir að hætta, þótt málum veröi bjargað eins og áður, sem ekki er enn séð hvort tekst. Borgað með auglýsingunum? Sú stefna, sem virðist ríkjandi hjá dagblöð- unum í meira eða minna mæli, að undanskyldu Morgunblaðinu, varðandi auglýsingaverð, stang- ast óneitanlega á við rök fyrir ríkisstyrk til dagblaða, en ríkisstyrkurinn er vissulega stað- reynd, þótt hann sé kallaður hitt og þetta. Mörg dæmi hafa spurzt um hlægilega lágt gjald, sem dagblöðin taka, sé viðskiptavinurinn ekki óð- fús til viðskiptanna — öll nema Mbl., sem heí- ur algera sérstöðu í þessu efni. Stefna af þessu tagi, eða undanlátssemi, veldur því mjög greini- lega, að auglýsendur ganga á lagið i vaxandi mæli og auglýsingatekjur viðkomandi dagblaða hrapa, en rúmi blaðanna er eytt til ónýtis í stað þess að hafa meira af seljanlegu efni, en efnis- magn einmitt þessara sömu blaða er oft af ákaflega skornum skammti. Tapið virðist í flest- um tilfellum augljóst og spurning, hvort a. m. k. þau blaðanna sem lengst ganga, borga ekki hreinlega með auglýsingunum. Stefnt að klofningi Sjálfstæðisflokksins? Eftir hið sviplega og hörmulega fráfall dr. Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hefur skapazt mikill vandi í Sjálfstæðisflokknum, sem virðist þó fyrst og fremst sprottinn af misskiln- ingi eða jafnvel óskhyggju um klofning innan flokksins og út á við. Daginn eftir fráfall dr. Bjarna o^ aftur viku síðar, mun varaformaður flokksins, Jóhann Hafstein forsætisráðherra, hafa lýst því yfir, að hann sæktist ekki eftir formennsku í flokknum. Þótti þessi yfirlýsing lýsa skilningi og stórmannlegri lund, en sem kunnugt er hafa ýmis atvik orðið til að skapa Jóhanni mikla erfiðleika sem pólitískum for- ingja. Með þessu virtist Jóhann myndi fara af vettvangi með mestu sæmd, en einsýnt að Geir Hallgrímsson borgarstjóri og Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra tækju við formennsku og varaformennsku. Síðan mun einkum eitt afl haía beitt sér fyrir því, að Jóhann gæfi samt sem áður kost á sér, en hann hefur sem kunnugt er gert það. Með þessu hafa málin snúizt mjög, og er nú ríkjandi upplausnarástand innan flokks- ins og enginn af því sæmdur. Skipulagsbreytingar til umræðu meðal kaupmanna Samtök kaupmanna hafa yfirleitt ekki þótt sterk í stéttarlegri uppbyggingu og baráttu, og hefur m. a. virzt svo, að sérhagsmunir ákveð- inna hópa væru meira metnir en kaupmanna, sem heildar. Hvað sem um það má segja, er það staðreynd, að kaupmenn starfa í tveim alger- lega aðskildum fylkingum, og loks kemur við sögu þriðja aflið, sem er Verzlunarráðið. Þar sem kaupmannastéttin hér á landi er eðliJega ekki risavaxin, virðist það næsta furðulegt að ekki skuli vera um samræmdari og hagkvæmari samvinnu að ræða en raun ber vitni. Af og til heyrast þó raddir um að slíkt beri að athuga, og einmitt nú eru þær raddir á lofti í sambandi við framkvæmdastjóraskipti í Kaupmannasamtök- unum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.