Frjáls verslun - 01.07.1970, Side 14
12
FRJÁLB VERZLUN
Kjaramál
Skiptir litlu, hvort kjara-
rannsóknarnefnd er til ....
Kjararannsóknarnefnd var stofnuð 1963, en hefur aldrei hlotið traust
aðila að vinnumarkaðnum... tveir af þrem fulltrúum launþega liafa
aldrei haft tengsl við verkalýðshreyfinguna.
Fyrir nokkru leitaði ríkis-
stjói’nin eftir því við samtök
atvinnurekenda og launþega,
að þessir aðilar ræddust við um
leiðir til úrbóta varðandi kjara-
ákvarðanir, til þess að skapast
megi meiri vinnufriður og
traustari þróun í kjara- og
verðlagsmálum. Þessar við-
ræður eru hafnar, en enginn
veit hvort þær hafa nokkra
þýðingu, enda þótt allir hafi
viðurkennt, að úrbóta sé þörf.
f umræðum um þessar viðræður
hefur það að mestu legið á
milli hluta, að nú þegar hefur
staðið yfir tilraun til samstarfs
milli atvinnurekenda og laun-
þega, sem ætlað var að ná þess-
um framangreindu markmið-
um. Kjararannsóknarnefnd
hefur starfað í 7 ár, skipuð
þrem fulltrúum frá hvorum pól.
En samkv. þeim upplýsingum,
sem FV hefur aflað sér og fara
hér á eftir, hefur nefndin ann-
að hvort aldrei hlotið traust að-
ila eða verið sniðgengin. Meg-
inorsökin virðist vera sú, að
formgalli hafi verið á skipun
nefndarinnar í upphafi, en
hann hefur loðað við hana alla
tíð síðan. Tveir af þrem full-
trúum launþega hafa aldrei
haft tengsl við verkalýðshreyf-
inguna . . .
STOFNUN OG
STARFSSSVIÐ
Kjararannsóknarnefnd var
stofnuð árið 1963 með sam-
komulagi milli samninganefnda
Alþýðusambands ísl., Vinnu-
veitendasambands fslands og
ríkisstjórnarinnar. Ástæður
fyrir því, að nefndinni var
komið á fót, voru fyrst og
fremst deilur um raunveruleg
kjör verkamanna og iðnaðar-
manna og var markmiðið með
stofnun nefndarinnar að fylgj-
ast með kjörum þessara stétta
á hverjum tíma í því skyni að
reyna að fyrirbyggja og greiða
fyrir lausn vinnudeilna. Kostn-
aðurinn af starfi nefndarinnar
skyldi greiddur af Atvinnuleys-
istryggingarsjóði.
Ákveðið var í þessu sam-
komulagi, að í nefndinni skyldu
vera sex menn þrír frá Alþýðu-
sambandinu og þrír frá at-
vinnurekendum, þ. e. einn frá
Vinnuveitendasambandi ís-
lands, einn frá Félagi ísl. iðn-
rekenda og einn frá Vinnu-
málasambandi samvinnufélag-
anna.
Kjararannsóknarnefnd tók
að nokkru leyti við störfum
Vinnutímanefndar, sem til-
nefnd hafði verið af Alþingi og
hafði það hlutverk að kanna
vinnutíma verkafólks og benda
á leiðir, sem leitt gætu til stytt-
ingar vinnutímans.
Kjararannsóknarnefnd tók
þó ekki við nema einstökum
verkefnum Vinnutímanefndar-
innar. Meginverkefni Kjara-
rannsóknarnefndar hefur frá
upphafi verið að semja skýrsl-
ur um kaup og kjör verka-
manna og iðnaðarmanna. í upp-
hafi var nær eingöngu stuðzt
þar við skattaframtöl, en frá
ársbyrjun 1966 hefur verið
stuðzt við upplýsingar frá um
60 fyrirtækjum í Reykjavík,
sem hafa í þjónustu sinni um
4000 verka- og iðnaðarmenn.
Það eru breytingar á kjara-
samningum, hvert skráð kaup-
gjald er á hverjum tíma ásamt
heildar vinnuaflskostnaðinum,
sem nefndin beitir sér einkum
að, þ. e. hvernig þetta breytist
og hvernig samsetning þess er.
Þá hefur nefndin stuðlað að
því, að fylgzt verði með at-
vinnuleysi um land allt og birt
opinberlega skýrslu um það, en
upplýsingasöfnunina hefur fé-
lagsmálaráðuneytið haft með
höndum frá árinu 1969. Einnig
hefur nefndin gert athugun á
því, hversu margir vinnudagar
hafa tapazt sökum verkfalla á
sl. áratug o. fl.
Þá er það ekki minnsta hlut-
verk nefndarinnar, að hún læt-
ur vinna sérstök verkefni, þeg-
ar vinnudeilur eiga sér stað, til
lausnar slíkum deilum svo sem
gagnasöfnun og skýrslugerð og
auk þess taka starfsmenn
nefndarinnar beinan þátt í
fundum sáttasemjara með deilu-
aðilum í vinnudeilum, einkum
til þess að útskýra skýrslur,
sem þar hafa verið lagðar
fram til þess að sinna verk-
efnum, sem einstakir fundar-
menn telja nauðsyn á, að unn-
in séu til þess að flýta fyrir
lausn deilunnar hverju sinni.
Úrdráttur úr skýrslugerð
nefndarinnar er birtur í frétta-
bréfi, sem gefið er út öðru
hverju
Þá tíðkast það mjög, að alls
konar aðilar leiti til Kjara-
rannsóknarnefndar varðandi
margvíslegar upplýsingar, sem
þá er reynt að láta í té, eftir
því sem frekast er kleift.
ÁRANGUR
Ekki er unnt að' segja, að
Kjararannsóknarnefnd hafi
með störfum sínum tekizt að
koma í veg fyrir vinnudeilur,
sem þó var höfuðverkefni henn-
ar. Hins vegar má segja, að
hún hafi lagt grundvöllinn að
breyttum vinnubrögðum og við-
horfum í þessu tilliti.
Nefndin getur ekki knúið
neinn aðila til þess að nota þær
upplýsingar, sem hún hefur