Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Side 17

Frjáls verslun - 01.07.1970, Side 17
FRJALS VERZLUN 15 ur komst að þeirri niðurstöðu, að þar sem orðið fiskimjöl væri almennt vöruheiti og firma- nafnið Fiskimjöl h.f. hefði ekki í sér fólgin nægileg sérkenni, þá væri ekki hægt að taka kröfu Fiskimjöls hf. til greina. Þegar um sérheiti er að ræða, horfir málið talsvert öðru vísi við, hvað réttarvernd firma snertir. Má þar geta Hæstarétt- ardóms frá árinu 1948, þar sem málavextir voru þannig: H.f. Leiftur í Reykjavík var skráð í firmaskrá árið 1939, Árið 1948 var stofnað í Ólafs- firði hlutafélag, er einnig var nefnt h.f. Leiftur. H. f. Leiftur í Reykjavík krafðist þess þá í dómsmáli gegn Leiftri í Ólafs- íirði, að síðarnefndu félagi væri dæmt óheimilt að bera nafnið Leiftur. Hæstiréttur tók þessa kröfu til greina á þeim grund- velli, að H.f. Leiftur í Reykja- vík hefði öðlazt lögverndaðan rétt til nafnsins gagnvart hinu stefnda félagi. Þessi niðurstaða Hæstaréttar var mjög athyglisverð og virð- ist einmitt gefa glöggt til kynna, hvernig nafni firma þurfi að vera háttað til þess, að það njóti réttarverndar. Þá kom sú skoðun jafnframt fram í þessum dómi, að ekki sé rétt að takmarka firmaverndina við kaupstað eða hrepp, eins og firmalögin þó gera. „ESJU’-MÁLIÐ Einmitt um þessar mundir er mjög athyglisvert mál af þessu tagi rekið fyrir dómi í Reykjavík. Það er mál Kex- verksmiðjunnar Esju h.f. gegn Hótel Esju, en þetta hótel er sem kunnugt er, nýtekið til starfa og því stutt síðan heiti þess var skráð í firmaskrá Reykjavíkur. Kexverksmiðjan Esja h.f. er hins vegar miklu eldra fyrirtæki og telur sig eiga lögverndaðan rétt til firma- nafnsins „Esja” með skráningu þess á sínum tíma. Hefur kex- verksmiðjan höfðað mál gegn Hótel Esju og krafizt þess, að hótelinu verði dæmt óheimilt að bera nafnið „Esja”. Hér verður að sjálfsögðu enginn úr- slitadómur lagður á þetta for- vitnilega dómsmál, en miðað við fyrri niðurstöður Hæsta- réttar í svipuðum málum, virð- ist sem Kexverksmiðjan Esja hafi réttinn sín megin og ætti að vinna málið, fyrst og fremst á þeirri forsendu, að þar sé um sérheiti að ræða og lög banni öðrum, sem ekki hafi rétt til þessa nafns, að nota það. VELJIÐ RÉTT NÖFN Einn helzti tilgangur firmans samkv. framansögðu er sá að sérgreina firmað í viðskiptum. Einkaréttur firmaeigandans til firmans byggist því að miklu leyti á hæfileikum nafnsins í þessu skyni. Það er því mjög þýðingarmikið við stofnun hvers firma, að því sé í upp- hafi valið nafn, sem til þess er fallið að aðgreina firmað í við- skiptum manna á meðal. Þetta er atriði, sem margir athuga ekki nógu vel og velja því firmum sínum nöfn, sem valdið geta örðugleikum síðar meir, t. d. fela í sér annað hvort almenn vöruheiti eða tegund atvinnunn- ar eingöngu. Má þar nefna firmanöfn eins og Gluggar h.f., Teppi h.f., Stál h. f. o. s. frv. eða firmaheiti eins og t. d. Sand- flutningar, Matvælageymslan, Prjónles o. s. frv. Allt eru þetta nöfn, sem varla geta talizt fela í sér nægileg sérkenni til þess að öðlast megi einkarétt á þessum firmum gagnvart öðrum, sem sams konar vörur vilja selja eða sams konar þjónustu vilja bjóða. Þrátt íyrir það að slík firma- nöfn sem þessi muni ekki njóta lagaverndar á einkarétti til þessara nafna, þá munu þeir vera mjög margir, sem sækj- ast einmitt eftir að skrá firmu sín með slíkum nöfnum. Þar sem firmalögin sjálf banna ekki skráningu þessara eða þvílíkra nafna, þá hefur því reyndin orðið sú, að árlega eru skráð slík firmanöfn hér, sem svo ekki duga, þegar á reynir. Á- stæðan fyrir þeirri ásókn, sem í nöfn þessi er, er að sjálfsögðu sú, að menn telja, að heppilegt sé í því skyni að ná í viðskipti að geta gefið til kynna á ein- hvern hátt, hvaða vörur fii-m- að verzlar með eða hvaða starf- semi um er að ræða. Þessi á- lyktun kann vel að vera rétt og það kann að geta skipt miklu máli að láta firmanafn gefa á- kveðna vísbendingu til þeirrar vöru, sem firmað selur eða til þeirrar þjónustu, sem það býð- ur upp á. Þetta er og fullkom- lega löglegt, en þess ber þá að gæta að til þess að geta öðlazt einkarétt til nafnsins, verður að bæta við einhverju orði, sem hefur þann hæfileika að sér- greina firmað á einhvern hátt, auk þess sem það kann að geta þjónað tilganginum líka. Hér má taka sem dæmi firmu eins og Brjóstsykursgerðin Nói h.f. og Vélsmiðjan Héðinn h.f., sem bæði virðast hafa nægileg sár- kenni í sér fólgin, en hefðu ekki haft það, ef þau hefðu aðeins verið kölluð „Brjóstsykursgerð- in“ h. f. eða ,,Vélsmiðjan“ h.f.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.