Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Síða 26

Frjáls verslun - 01.07.1970, Síða 26
24 FRJALS VERZLUN Stjórnun og rekstur Stjórnun og reksturstækni eru æði langt á eftir tímanum... Breytist nú ört til batnaðar. Undirstöðuatriði að við temjum okkur að meta meira reglu og öryggi. Viðtal við Ottó A. IMichelsen forstjóra IBIVI á íslandi. Fyrir 24 árum stofnaði Ottó A. Michelsen skriftvélameistari fyrirtækið Skrifstofuvélar hf., sem hann starfrækti fyrst i Mjóstræti og síðan á Laugavegi 11 og Klapparstíg. Árið 1967 flutti fyrirtækið í núverandi húsnæði að Hverfisgötu 33, og framkvæmdastjóri þá ráðinn Sigurður Gunnarsson. Á Klapp- arstíg tók þá til starfa IBM á íslandi undir stjórn Ottós A. Miohelsen. Fyrirtækið Skrifstofuvélar hf. hefur frá upphafi annazt sölu og viðhald skrifstofuvéla, og er eitt stærsta íslenzka fyrir- tækið í þeirri grein. En frá ár- inu 1951 má í’ekja úr sögu þess heimsþekkt merki, IBM, sem allir kannast við og margir þekkja náið. Það ár tók Ottó A. Michelsen að sér umboð fyr- ir stórfyrirtækið IBM World Trade Cornoration, en það er dótturfvrirtæki Internat.ional Business Machines Cornoration og hefur með höndum alla starfsemi IBM utan Bandarfkj- anna. Þetta umboð óx hraðfara að nmsvifum, OF 1967 setti IBM World Trade Cornoration unD fniiVomið útihú hér á landi, IRM á ístandi, sem Ottó A. Michelsen st.inrnar, eins os fyrr se^ir. IBM á íslandi leigir út rafreikna og ýmis tæki þeim viðknmandi, oa annast að auki þókhald oa skýrslugerð fyrir fiölmarea aðila, auk þess að siá um menntun starfsfólks við þessi fullkomnu og hraðvirku tæki oe aút eft.i'lit oa viðhald. Friáts Verzlun heimsótti Ottó A Miohelsen forstióra IBM á fsiandi oe ræddi við hann um IBM Worid Trade Cornoration og útibúið hér, verkefni þess og hlutdeild í’afreikna í stjórn- un og rekstri íslenzkra stofn- ana og fyrirtækja, svo og vís- indastörfum íslendinga. Margt bar á góma og fer það helzta hér á eftir. ibm: F.V.: Viltu fyrst gera grein fyrir því, hvað býr í þessu fræga merki, IBM? O.A.M.: Það er tæpast hlaup- ið að því, en ég get nefnt nokk- ur atriði, sem gefa hugmyndir. Starfsemi IBM má rekja allt til upphafs aldarinnar. Aðalfyr- irtækið starfar í Bandaríkjun- um, en dótturfyrirtækið utan þeirra og rekur útibú í um 100 löndum. Uppbyggingin hefur verið stöðug og náð til æ fleiri þjóða ár frá ári. Saga IBM er tvímælalaust ríkur báttur í þróunarsöeu tæknialdarinnar, oe er dæmip-prð um þá stór- kostleeu tækniþróun sem stað- ið hefnr í árat.nei, og stefnir ákveðið að sífelldum framför- um. f þessu dæmi eru enein póljtísk landamæri. Það má seeia, að viðskinti IBM fari fram á 24 tuneumálum og í 60 teeundum gialdmiðla. í aðal- dráttum er starfsemi IBM ann- ars veear á sviði almennra skrifstofuvéla og hins veear á sviði rafreikna, sem notaðir eru bæði á sviði viðskinta og vís- inda. Til notkunar á viðskiota- sviðinu eru vélarnar rræð gevsi- hraðar lestrar- og útskriftar- einingar, en á sviði vísinda aftur á móti með stórt minni og mikla reikningseetu. Sem dæmi um það má nefna, að iítil seeulsnóla man allt upp í 8 milljón atriði. VANTAÐI FJÁRMAGNIÐ F.V.: Nú hafðir þú byggt upp umboð fyrir IBM, hvers vegna var það lagt niður og útibú stofnað í staðinn? O.A.M.: Þróunin varð ör hér á landi, eins og annars staðar. Framan af annaðist ég aðeins sölu og viðhald skrifstofuvéla. Rafreiknarnir komu ekki strax til sögunnar hér á landi, og raunar síðar en víðast annars staðar. En þegar þeir náðu fót- festu hér, breyttust aðstæður hjá umboðinu mjög mikið. Reksturinn í kring um rafreikn- ana er margfalt viðameiri en þegar um venjulegar skrifstofu- vélar er að ræða, þótt þær verði sífellt fjölbreyttari og flóknari. Ég hafði bókstaflega ekki bol- magn fjárhagslega til að reka umboðið áfram með þessari miklu aukningu. Rafreiknarnir eru mikil verkfæri og þeir krefjast gífurlegrar fjárfest- ingar bæði í tækjum og mennt- un starfsfólks við rekstur og viðhald þeirra. Stofnun útibús- ins tryggði fjárhagslegan grundvöll, og með því að verða beinn hlekkur í hinni stórkost- legu keðju IBM, tryggðum við okkur einnig betri aðgang að margháttaðri og dýrmætri Úr vélasal IBM á íslandi.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.