Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Síða 32

Frjáls verslun - 01.07.1970, Síða 32
30 Að starfi: Einkaritarar frja'ls verzlun Fjölbreytt og skemmtilegt starf með ívafi af ánauð og áhyggjum Sum störf hafa yfir sér ævin- týrablæ. Um þau hafa spunn- izt margar skringilegar sögur, kímnisögur og kersknisögur. Hver kannast ekki við skrítluna um einkaritarann og forstjór- ann? Þessi skáldskapur er kannski iðkaður af minna raunsæi en margur annar. Og það var ekki til þess að leita að skrítlum, sem FV fór á stúf- ána til þess að hitta að rnáli einkaritara þeirra manna, sem stjórna einhverju mesta ævin- týri íslenzks athafnalífs. Á yfirlætislausum skrifstof- um Flugfélags íslands í Bænda- höllinni, situr Guðrún Kristins- dóttir, einkaritara Arnar John- sen, forstjóra, innst á gangin um, á skrifstofu, framan við kontór forstjórans. Skrifborðið ber þess greinileg merki, að hún hefur nóg að starfa. Það eru ólíklegustu verkefni, sem geta beðið einkaritarans, þegar til vinnu er komið að morgni. Og það þarf að halda vel á spöðunum, ef öllu á að vera lokið fyrir kvöldið. FV: Hvað telur þú hentug- ustu menntun fyrir einkarit- ara? Guðrún: Starfið er alltaf bezti skólinn. Ég lauk verzlun- arprófi og fór síðar á einkarit- araskóla í Englandi. Ég reikna með að verzlunarmenntunin sé orðin mun fullkomnari núna, heldur en þegar ég var þar. Auk þess sem farið er að halda hér námskeið í hraðritun, vél- ritun og ýmsu öðru, sem nauð- synlegt er fyrir einkaritara að kunna. Þetta hefur allt breyzt svo mikið, síðan ég byrjaði hérna hjá Flugfélaginu 1952. Þá var flogið einu sinni í viku milli landa. Nú eru 14 ferðir til út- landa á viku. Fyrirtækið hefur vaxið svo gífurlega og óneitan- lega hefur maður fylgzt með því af lífi og sál. Starfið hefur skapað mann að talsverðu leyti. FV: Er einkaritari ekki bund- inn þagnarskyldu. Nú hlýtur hann að öðlast margs konar vitneskju um mikilvæg og við- kvæm málefni fyrirtækisins. Vitneskju, sem ekki er fyrir alla? Guðrún: Vissulega er margt, sem fer um okkar hendur, alls ekki þannig vaxið að það megi hrópa það á torg. Ýmislegt af því sér kannski aldrei dagsins ljós einu sinni. Við erum að vísu ekki eiðsvarin eins og klerkar. Hins vegar er ekki tii þess ætlazt að við séum að blaðra um margt, sem við kom- umst óneitanlega að. Enda er stundum lagt að manni, þegar stórar spurningar liggja í loft- inu og sagt sem svo: „Ja, þú hlýtur að vita það,“ og þá er eins gott að kunna að þegja. FV: Það er sem sagt eitt af boðorðum einkaritarans að kunna að þegja? Guðrún: Já, eitt af fyrstu boð- orðunum. FV: Hverfa áhyggjurnar af starfinu um leið og þú hallar aftur skrifstofuhurðinni, eða berðu eitthvað af þeim heim með þér. Guðrún: Ojá, stundum ber maður eitthvað af þeim heim með sér. Það getur ekki farið hjá því, þegar fyrirtæki vex svona ört, að maður finni sjálf- ur eitthvað af vaxtarverkjun- um. Starfsdagurinn er stund- um langur og hefur oft verið það. En stundum er þetta ósköp rólegt. Það er fjölbreytt að því leyti að minnsta kosti. FV: Og í hverju er starfið helzt fólgið? Guðrún: Ég annast öll bréfa- skrif, sem fara frá forstjóra. Auk þess annast ég símaþjón- ustu fyrir hann. Ég hef stund- um verið kölluð varðhundur- inn. Oft er það þannig, að hann vill ekki láta trufla sig, til dæmis þegar hann er með menn inni hjá sér, eða er að sinna mikilvægum verkefnum. Þá verður maður að vísa fólki kurteislega frá. Þannig mæðir óneitanlega nokkuð af þeirri ánauð, sem forstjórastarfinu fylgir, á einkaritaranum. FV: En hefur þig aldrei dreymt um að setjast í sæti forstjórans? Guðrún: Nei, því fer fjarri. Það hefur aldrei hvarflað að mér. Ég hef aldrei verið svo framgjörn. FV: Er eitthvað til í skrítlun- um, sem frægar eru um sam- band forstjóra og einkaritar ans? Guðrún: Ég hef ekki orðið vör við það í mínu starfi. Ég ef- ast ekki um að Örn hlær hátt og snjallt, þegar hann les þetta. FV: Hvað gerirðu helzt til þess að hvíla þig frá starfinu — í frístundunum? Guðrún: Ferðalög verða ó- sjálfrátt ofarlega á baugi, þegar maður vinnur hjá svona fyrir- tæki. Maður fær þetta einhvern veginn inn í blóðið. Nú, ég fer mikið í sund og svo spila ég golf. — Ég geri það til þess að vera úti, annars færi maður aldrei út fyrir dyr. FV: Hvers vegna golf? Guðrún: Það gekk einu sinni yfir einhver golfalda hjá Flug- félaginu. Það var fenginn kenn- ari og allir fóru að hamast í golfi. Ég hef haldið því áfram síðan. Það er orðið mjög mikið um það að konur spili golf. Ég hugsa að þær séu oft engu færri en karlmennirnir á vellinum uppi í Grafarholti, hjá Golffé- lagi Reykjavíkur. FV: Og þú ert sjálfsagt búin að ferðast á öllum leiðum Flug- félagsins?

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.