Frjáls verslun - 01.07.1970, Page 40
3B
Á markaðnum
Skrífstofu-
vélar og
húsgögn
Frjáls Verzlun hleypir nú
hf stokkunum nýjum þætti,
A markaðnum, og gerir sér
góðar vonir um gagnsemi
hans fyrir lesendur, sem og
framleiðendur, innflytjendur
og seljendur. Eru það vin-
samleg tilmæli til síðar-
nefndu aðilanna, að þeir
leggi blaðinu iið við gerð
þessa þáttar og sendi því
upplýsingar, sem þeir vilja
koma á framfæri, einkum
um nýjungar á íslenzkum
markaði, og þá ekki sízt ís-
lenzka framleiðslu. Stuttorð-
ar upplýsingar með til-
greindu verði viðkomandi
hluta og mynd af einhverju
tagi, er það sem þægilegast
er að fá til birtingar.
Þátturinn Á markaðnum
í þessu blaði er helgaður
skrifstofuvélum og tækjum,
svo og skrifstofu’húsgögnum,
og er honum ætlað að veita
hugmynd um úrval þessara
nauðsynlegu hluta. Enda
þótt meira hafi orðið úr
þessu efni, en gert var ráð
fyrir í upphafi, þar sem að-
ilar brugðust sérlega greið-
lega við, er það þó vitaskuld
ekki tæmandi, og stendur
það opið að auka við þetta
efni í næstu þáttum, ef ósk-
að verður. En að öðru jöfnu
mun þátturinn hér eftir ekki
endilega verða helgaður sér-
stöku efni, heldur tekinn úr
ýmsum áttum — fyrst og
fremst um nýjungar.
Hjá Einari J. Skúlasyni
kennir margra grasa í skrif-
stofuáhöldum, enda hefur
FRJÁLS VERZLUN
Einar stundað sölu og við-
gerðir á skrifstofuvélum
hvers konar í ein 30 ár. í
spjalli við Einar kom fram,
að hann hvetur alla, sem eru
að kaupa skrifstofuvélar, til
að gefa sér góðan tíma við
val. á tækjum; kaupa ekki
of flókin tæki, ef þess er
ekki þörf og öfugt. Hann
bendir líka á, að margir átta
sig ekki á, að mikið álag er
á fyrirtækjum þeim, sem
framleiða skrifstofuvélar, og
því lengist afhendingartím-
inn fremur en hitt. Vél, sem
þarf að sérbyggja á einhvern
hátt eða laga að sérstökum
aðstæðum, þarf að panta
með a. m. k. hálfs árs fyrir-
vara. Fyrirtækið reynir að
sjálfsögðu að vera með allar
almennar vélar á lager, en
ræður ekki við að liggja
með afbrigði, eins og gefur
að skilja. Skrifstofuvélar
eru misjafnar, rétt eins og
bifreiðir, og sumir skrif-
og reiknivélaframleiðendur
ráða ekki við gagngerðar
endiurbætur á sínum tegund-
um, og eru því stöðugt að
endurbæta vissa hluti í stað
þess að byggja nýtt frá
grunni. Framleiðendur PRE-
CISA vélanna endurskipu-
lögðu sínar vélar frá grunni
fyrir nokkru, og enda þótt
það hafi kostað óhemju fé,
reyndist það margborga sig,
því að salan jókst á einu ári
eftir breytinguna um 300%.
Einar taldi þekkingu
margra þeirra, sem vinna
við flóknari skrifstofuvélar,
mjög ábótavant, og margir
hefðu ekki hugmynd um
hvað hægt væri að leysa
mörg verkefni á sumar vél-
ar. Þróunin á þessu sviði er
mjög ör, og á þessum vett-
vangi er mikil framtíð fyrir
unga og áhugasama menn,
og ætti það ekkert síður við
eyðublaðatækni, sem er ná-
skyldur liður.
Það er alls ekki létt verk
að vera sölumaður skrif-
stofuvéla, og skýrði Einar
frá einu atriði, sem varpar
ljósi á þennan vanda. PRE-
CISA 370 er mjög háþróað-
ur kalkúlator, sem gefur
feikimikla möguleika í úr*
vinnslu. Þetta er vél, sem
kostar tæplega 130 þúsund
krónUr. En þegar slík vél er
tekin til sölu, þá verður fyr-
irtækið fyrst að skuldbinda
sig til að kaupa varahluti
fyrir um 100 þúsund krónur
og senda mann til verk-
smiðjunnar til að kynna sér
viðhald og þjónustu í sam-
bandi við vélina. Þannig er
kannski ekki um neinn
hagnað að ræða af slíkri
vélasölu fyrr en seldar hafa
verið einar 20 vélar, og hver
er kominn til með að segja,
að ekki verði kcmin enn ný
gerð þegar loks hafa verið
seldar 20 vélar í þessum
verðflokki?
Þegar litið er yfir véla-
kost þann, sem Einar hefur
á boðstólum, þá er rétt að
nefna fyrst PRECISA reikni-
vélarnar, sem kosta frá kr.
12 þús. upp í kr. 129 þús.,
alls 8 mismunandi gerðir.
Mest er selt af gerðunum
164 og 166, sem kosta kr.
35.160,00 og kr. 55.475,00.
HERMES 10 er rafmagns-
ritvél, er kostar kr. 24.650,-
00. HERMES ritvélar aðrar
kosta frá kr. 7.900,00 upp í
kr, 50.000,00. Þetta er sviss-
Einar.