Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 9
FRJÁLS VERZLUN, NR. 2 1971 ISLAND 9 Fjarskipti 50 milljóna endurnýjun? Á 10 ára tímabili, 1973-1983, verða miklar breytingar á sviði fjarskipta í heiminum, þegar teknar verða í notkusn talstöðv- ar með einu hliðarbandi í stað tveggja, sem nú tíðkast. Um þetta hefur verið gerð alþjóða- samþykkt, og með breyting- unni er stefnt að því, að koma í veg fyrir þrengsli á þessu sviði fjarskipta. Það er svoköll- uð burðaralda, sem tengir sam- band milli þessara talstöðva, en á burðarölduna tenajast nú tvö svokölluð hliðarbönd, sem flytja talið á milli. Svigrúm talstöðva af þessari gerð er nú nær því fullnvtt, en með því að taka udd aðeins eitt hliðar- band í stað tveggja eykst svig- rúmið um helming frá því sem nú er. Hér á landi eru þessar tal- stöðvar mikið notaðar við fjar- skipti, einkum í skipum og langferðabifreiðum. svo og auð- vitað fjarskiptamiðstöðvum. En jafnframt eru í notkun aðrar talstöðvar, einkum í leigubif- reiðúm, og verða þær óbreyttar, þar sem þær notast á örbylgju- sviði. Þær talstöðvar eru fleir- um gagnlegar en leigubifreiða- stjórum, raunar öllum, sem hafa þuría loftskeytasamband um svæði, þar sem fjöll hindra ekki, en svo langt sem þær draga eru þær að mestu ónæm- ar fyrir truflunum, sem hins vegar hrjá iðulega notendur hinna talstöðvanna. Ekki liggur fyrir, hver þörf verður fyrir endurnýjun tal- stöðva hérlendis, þegar hún hefst 1973. Þörfin mun verða einhvers staðar á bilinu 1.000- 1.300 stöðvar. Ekki er heldur vitað hvað nýju talstöðvarnar muni kosta. þar sem fjölda- framleiðsla þeirra er enn á byrjunarstigi. En með hliðsjón af verði talstöðva nú, og að nýju talstöðvarnar verða flókn- ari. má gizka á að hver tal- stöð kosti minnst um 40 þús- und krónur. Endurnýjun tal- stöðva hér á landi mun því að líkindum kosta minnst 40-52 milljónir króna, en sem fyrr segir dreifist hún yfir 10 ára tímabil. Akureyri Lausn húsnæðis- vandans aðal- málið Eins og kunnugt er, hefur staðið yfir síðustu misserin veruleg uppbygging í atvinnu- lífi Akureyrar, og nægir þar að minna á Slippstöðina hf. og aukin umsvif verksmiðja SÍS, ásamt umbótum í hafnarmál- um og stofnun Almennu toll- vörugeymslunnar hf. Áhrif þessara aðgerða eru nú smám saman að koma í ljós, og þá jafnframt, að það stendur veru- lega í veginum fyrir fullum árangri, að mjög tilfinnanleg- ur skortur er á húsnæði fyrir það starfsfólk. sem nauðsyn- legt er að halda í bænum eða fá þangað. Akureyringum hef- ur nú í tvö ár fjölgað verulega umfram meðaltal, 1969 þrefalt á við meðaltalið og 1970 held- ur meira. Að vísu ber að hafa það í huga, að fólksfjölgun í landinu hefur verið með minna móti þessi ár. Það er ljóst, að fólki hefði fjölgað á Akureyri enn meira, ef húsnæði hefði ekki skort. Og skv. athugun, sem gerð var í sambandi við Framkvæmdaátælun bæjarins nú nýverið, vantar 100 íbúðir strax til að fullnægja þeirri þörf sem fyrir er, og síðan jafnframt eðlilega íbúðafjölg- un. Bjarni Einarsson bæjarstjóri kvað þetta alvarlegt mál, raun- ar aðalvandamál bæjarfélags- ins, þar sem það hefði úrslita- þýðingu við atvinnuuppbygg- inguna, að nægilegt starfsfólk fengist. Um 70% af íbúðabygg- ingum í bænum hefðu verið á hendi byggingarfyrirtækja og meistara, sem hefðu náð góðum árangri og seldu íbúðir á hag- kvæmu verði. En þessa aðila skorti fé til stærri átaka, eink- um og sér í lagi þar sem eftir- spurn kæmi eftirá en væri ekki fyrir hendi, eins og á Reykja- víkursvæðinu. A. m.. k. þrír aðilar væru reiðubúnir að auka verulega byggingarstavfsemi sína, ef fjármagn fengist, og væri þá vart í önnur hús að venda en til Húsnæðismála- stjórnar og annarra opinberra aðila. Bæjarstjórnin sagði enn- fremur, að lausn húsnæðis- vandans á Akureyri heyrði jafnt og atvinnuuppbyggingin undir það markmið, sem nú væri keppt að í byggðaþróun, og því yrði að hafa skjót við- brögð til úrslausnar. Eqilsstaftir 150% fjölgun Talstöðvar eru víða mikilvæg tæki, en óvíða eins nauðsynlegar og hér á landi. Nú þarf að endurnýja þær flestar. á 10 árum Mesta fjölgun í sveitarfé- lagi 1960-1970 var í Egilsstaða- hreppi á Völlum austur, og má raunar segja að Egilsstaðakaup- tún hafi ^byggzt upp á þessu tímabili. í hreppnum voru 280 íbúar 1960, en voru orðnir 712 1970. Fjölgunin var því 432 eða 154.3%. Þessi mikla fóiksfjölgun á Egilsstöðum stafar af vaxandi hlutverki kauptúnsins, sem miðstöðvar austfirzkra byggða, þótt það hafi verið og sé enn- þá umdeilt að vissu marki. Ör- lög tímans hafa tekið í taum- ana, burtséð frá öllum deilum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.