Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 47 gjafar, þar sem samræmi verði milli hlutanna. SJÓNHVERFINGAR í V ÖRUDREIFIN GU FV: Nú er verkaskiptingin vafalítið ekki aðeins vandamál milli greina smásöluverzlunar- innar. Er hún ekki einnig vandamál t. d. milli heild- verzlunar og smásöluverzlun- ar? Óskar: Mikil ósköp, og fleiri aðila, t. d. framleiðenda og jafnvel þess opinbera. Auðvit- að getur sami aðili verið fram- leiðandi, heildsali og smásali, en ætti þó að vera mjög sitt með hverjum hætti. Um þetta þarf miklu skýrari ákvæði. Nú er t. d. í tízku, að reka pöntunarfélög í fyrirtækjum og stofnunum, og forráðamenn þessara fyrirtækja og stofnana, leggja gjarnan til aðstöðu, jafn- vel einnig starfskraft að meira eða minna leyti og aðra að- stoð. Pöntunarfélögin eiga, að mér skilst, yfirleitt að vera fyrir starfsfólk á viðkomandi vinnustöðum, en oftast munu þau ná miklu lengra, enda auð- velt að færa starfsemi þeirra út að vissu marki. Til þess að gera myndina einfaldari, skul- um við hugsa okkur pöntunar- félag í ríkisstofnun. í því eru flestir starfsmenn stofmmar- innar og nokkrir aðrir, og þessi hópur kaupir svo gjarnan fyr- ir ættingja og kunningja í ein- hverjum mæli. Stofnunin leyf- ir afnot af húsnæði, sem að vísu þarf ekki að vera merki- legt, og hún leyfir, að tiltek- inn starfsmaður vasist í inn- kaupum fyrir félagið og annist afhendingu vörunnar til kaup- endanna. Hann gerir jafnvel ekki mikið annað í stofnun- inni. Þarna hefur þetta pöntun- arfélag tekið að sér hlutverk kaupmanns eða smásöluverzl- unar. En það þarf ekki að upp- fylla fjölþættar kröfur sem krafizt er af smásöluverzlun- inni og vinnulaunin eru falin gagnvart pöntunarfélaginu, þótt þau komi fram í óarðbær- um starfsmanni fyrir stofnun- ina. Með þessum hætti er í stór- um stíl gengið fram hjá smá- söluverzluninni, sem verður þó engu að síður að veita óbreytta þjónustu með sama kostnaði. Starfsemi pöntunarfélagsins er rekin sem eins konar sjón- Óskar: Mér virðist skorta póli- tískt hugrekki til jafn róttækra aðgerða og þörf er á .. . hverfing, Stofnunin hefur tek- ið á sig dreifingarkostnaðinn, sem annars hefði orðið að leggja á vörurnar. Og af því þetta er ríkisstofnun, má segja, að ríkið greiði vörurnar niður. Jafnframt tapar ríkissjóður verulegum mismun í söluskatti og öðrum sköttum. Og loks hef- ur stofnunin átt þátt í að skerða rekstursgrundvöll smá- söluverzlunarinnar. Hér hefur verið farið út á hættulega braut og algerlega óraunhæfa. Kostnaður af vörudreifingu er óumflýj anlegur í neyzluþjóð- félagi. Hann minnkar ekki við „hagræðingu“ af því tagi, sem við höfum rætt um hér, þvert á móti. Með þessu er ekki sagt, að pöntunarfélög geti ekki þrifizt að sínu leyti og verið gagnleg. En þá er það með öðrum hætti, t. d. samningar um afslætti gegn viðskiptatryggingu eða eitthvað þ. u. 1. SKORTIR PÓLITÍSKT HUGREKKI? FV: Það er sem sé víða úr- bóta vant í verzlunarmálunum. En hvaða vonir eru um úrbæt- ur? Óskar: Það er alveg rétt, og af því sem við höfum rætt má sjá, að raunverulega þarf að byggja upp frá grunni for- sendur fyrir eðlilegri og þjóð- hagslega hagkvæmri verzlunar- þjónustu. Við höfum dregizt þetta langt aftur úr, bæði mið- að við aðra atvinnuvegi í land- inu og þróun verzlunar í heim- inum yfirleitt. Ég veit varla hvað segja skal um vonir verzl- unarinnar. Þetta ástand er orð- ið langvinnt og lítið hefur gerzt fram yfir hugleiðingar og hug- myndasmíði. Mér virðist skorta pólitískt hugrekki til jafn rót- tækra aðgerða og þörf er á, og vísa þá til þess, sem ég sagði áðan um áróðurinn gegn verzluninni allt frá tímum ein- okunarinnar, sem hefur villt um fyrir almenningi og mótað rangt álit á hlutverki og þýð- ingu verzlunar fyrir þjóðfélag- ið. Þjóðin sem heild hefur lent á villigötum í verzlunarmálun- um, vegna harðsnúinnar bar- áttu tiltölulega fárra manna með afskaplega þröngan sjón- deildarhring. Það má e. t. v. finna einhverja sök hjá verzl- uninni sjálfri fyrir að rísa ekki upp til harkalegrar baráttu, eins og flestar aðrar stéttir þjóðfélagsins. En það á sínar skýringar, og við getum ekki neitað því, að völdin eru í höndum stjórnmálamannanna og stjórnvalda á hverjum tíma. Hjá þeim fyrst og fremst ráð- ast úrslit þessara mála, sem annarra. Ég vil svo enda þetta viðtal með því að vitna til orða Jóns Sigurðssonar forseta: „Verzlun- in er undirrót til velmegunar lands og lýðs, þegar hún er frjáls“. í þessari stuttu, en gagnorðu setningu felast þau sannindi, sem verzlunin byggir á vonir um að fá tækifæri til að gegna hlutverki sínu með eðlilegum hætti þjóðarhag til eflingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.