Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 31
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 31 íslandsdeildin á Kaupstefnnnni Scandinavian Furniture Fair 1970, í Kaupmannahöin. IsienzKU húsgögnin vöktu sum hver mikla athygli og viðurkenningu. Iðnaður Utflutningsmiðstöð stofnuð í >* stað Utflutningsskrifstofu Fll Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins, sem hefur þann tilgang að sameina viðkomandi aðiia til fyrir- greiðslu við útflutningsiðnað og efla hann. Skv. frumvarp- inu eiga Félag íslenzkra iðn- rekenda, Landssamband iðnað- armanna, SÍS og viðskipta- ráðuneytið fyrir hönd ríkisins, að tilnefna stjórn Útflutnings- miðstöðvarinnar. Hún á að vera sjálfstæð stofnun, undan- þegin opinberum gjöldum. Fyrst um sinn er gert ráð fyr- ir, að reksturskostnaður greið- ist af fjái'veitingu á fjárlögum ríkisins og með framlagi ann- arra, er að miðstöðinni standa. En heimilt skal að taka þóknun fyrir þjónustu hennar. í stað Útflutningsskrifstofu FÍI. Fyrir rúmum tveim árum setti Félag íslenzkra iðnrek- enda á stofn Útflutningsskrif- stofu til þess að greiða fyrir og örfa útflutning iðnaðarvara. Á þeim tíma var verið að undix-- búa inngöngu í EFTA, og fékk skrifstofan stuðning iðnaðar- ráðuneytisins. Framkvæmda- stjóri var ráðinn Úlfur Sigui'- mundsson hagfræðingur. Starfsemi skrifstofunnar hef ur vaxið ört og er hún oi'ðin verulegur þáttur í útflutnings- viðleitni okkar íslendinga. Frá öndverðu hefur ríkt mik- ill einhugur innan FÍI um skrif- stofuna, og má rekja árangur- inn til þess. svo og hins, að stjórn Útflutningsskrifstofunn- ar hefur beitt sér fyrir því, að þjónustan stæði opin öðrum, sem framleiða til útflutnings. Loks hefur stuðningur ríkis- valdsins verið mikilvægur. Segja má, að starfsemi Út- flutningsskrifstofunnar hafi þegar mótazt í þá átt, sem gert er ráð fyrir að Útflutningsmið- stöð iðnaðarins stai'fi í. Var enda í upphafi tekið mið af starfsemi sambærilegrar þjón- ustu á Norðui’löndum, en þó tekið fullt tillit til sérstakra að- stæðna. Iðnfyrirtæki hér á landi ei'u yfirleitt minni, og því hefur verið lögð sérstök áhéi'zla á eflingu einstakra iðn- greina, fremur en að nýta í heild einstaka útflutningsmark- aði. í þjónustu skrifstofunnar hefur verið lögð mikil áherzla á að fyrirtækin legðu sitt af mörkum, þannig að samvinna yrði raunhæf, enda standa og falla útflutningsmálin jafnan að endingu með fyrirtækjunum sjálfum. Útflutningsmiðstöð iðnaðar- ins á að taka við þessari starf- semi. en með því að grundvöll- ur hennar er breiðari, og fonn- ið fest í lögum, má vænta þess, að starfsemin geti enn eflzt til muna. Einstakar að^erðir. Ef benda ætti á einstaka liði í þjónustu Útflutningsmiðstöðv- ar, eins og þeir hafa þróazt hjá Útflutningsskrifstofu FÍI, má nefna eftii’farandi: Öflun sambanda erlendis, uoplýsingaöflun um umboðs- menn og innflytjendur, aðstoð við mat á samningum. Skipu- lagning ferða til útlanda i sama tilgangi. Ábendingar um end- urbætur á hönnun framleiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.