Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 13
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 13 'AlthiNm TWi Fí to PrinT Sljc Ncto |ork Sintc)}. |§i ÍJohnton Annoancei Cuti fHSDÐfT FORIS ' Of SS-BiUion in Programs SIM SHDT UKTT lHlrlZ. u:j •> (aan L MK«. , T[_ _ _ , - -j-■— _ _ MMUtMDIHn •■>.< > : - jT- n’r.'tAiTT^ **•««■■ ***** UCm%hn jzrtjrr.z' '•»»« » NM « — NEW YORK TIMES: Eitt af 10 beztu dagblöðum í heiminum. ÚTLÖIMD Fjölmiðlar Beztu dagblöð í heimimim Nýlega kom út bók um beztu dagblöð í heiminum, eftir bandarískan prófessor, John C. Merrill. Merrill af'laði sér álits ýmissa sérfræðinga, sem reynd ust í stórum dráttum á líku máli, og gerði úr þessu safni eitt heildaryfirlit. í bókinni eru blöðin dæmd eftir því, hversu vandaður fréttaflutningur þeirra er að staðaldri, áhrifum þeirra og völdum, en ekki eftir stærð né útbreiðslu. Er þeim skipt niður í hópa, 10 í fyrsta hóp, 20 í öðr- um, 30 í þriðja og 40 í fjórða. 10 beztu. Tíu beztu dagblöð- in eru talin vera þessi: The New York Times, New York, Neue Zúricher Zeitung, Zúrich, Le Monde, París,The Guardian, London og Manchester, The Times, London, Pravda, Mosk- vu, Jen-min Jih-pao, Peking, Borba, Belgrad, Osservatore Romano, Páfagarði, ABC, Mad- rid. Það er athyglisvert, að í þessum tíu blaða hópi eru 4 blöð, sem koma út undir rit- skoðun í einni eða annari mynd. Þau eru samt talin svo mikilvæg, áhrifamikil og vönd- uð, að það réttlæti veru þeirra í þessum hópi. 20 næstbeztu. Þau tuttugu blöð, sem talin eru koma næst, eru þessi: Asahi Shimbun, Tokyo, Berlinske Tidende, Kaupmannahöfn, The Christ- ian Science Monitor, Boston, Corriera della Sera, Milano, Dagens Nyheter, Stokkhólmi, The Daily Telegraph, London, Die Presse, Vín, Die Welt, Hamborg, Excélsior, Mexico- borg, Frankfurter Allgemeine, Frankfurt, The Globe and Mail, Toronto, Izvestia, Moskvu, La Prensa, Buenos Aires, La Van- guardia Espanola, Barcelona, Le Figaro, París, O Estado Sao Paulo, Sao Paulo, Brasilíu, The Statesman, Calcutta, St. Louis Post-Dispatch, St. Louis, The Washington Post, Washington D.C., Yorkshire Post, Leeds. Eins og sjá má, eru fjögur þessara 30 blaða brezk, fjögur bandarísk, tvö sovézk og tvö frönsk. Á listanum í heild, yfir 100 blöð, eru hins vegar aðeins 6 brezk, þar af þrjú frá London, en 21 bandarískt og þar af aðeins 2 frá New York. Frá London, Moskvu, Mexicoborg og Tokyo eru þrjú blöð frá hverri borg, en tvö frá París, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Buenos Aires og Tel Aviv, sem þó eru óneitanlega æði ólíkar að stærð. Þá er það með öðru athyglisvert, að frá Suður- Afríku, eru fjögur blöð á þess- um 100 blaða lista. Af blöðum frá Norðurlönd- unum eru, auk Berlinske Tid- ende og Dagens Nyheter, Aften- posten, Oslo, Svenska Dagblad- et, Stokkhólmi, Helsingin Sano mat, Helsinki, og Information, Kaupmannahöfn. Samgöngur Þeir eru betri en hreindýr... Vélsleðar hafa á undanförn- um árum öðlazt miklar vin- sældir meðal þjóða, sem búa við snjóþunga vetur. Upphafið að vélsleðum þessum á rætur sínar að rekja til norðurhéraða Kanada, þar sem samgöngur að vetrarlagi voru mjög erfiðar og stundum útilokaðar, vegna snjóþyngsla. Laghentur bif- vélavirki tók það þá upp hjá sjálfum sér að smíða vélknúið farartæki, sem gæti leyst þenn- an vanda. Árangurinn varð snjóbíllinn, sem fljótlega sann- aði notagildi sitt, sem flutn- ingabíll, sjúkrabíll og farþega- bíll í héruðum, þar sem snjó- þyngsli eru mikil. Snjóbílarnir voru þungir í í vöfum og dýrir og það var ekki á einstakra færi að eign- ast og reka slík faratæki. Bif- vélavirkinn faðir snjóbílsins, var þó ekki af baki dottinn, og eftir nokkra mánuði við teikni- borðið var hann búinn að finna upp það sem í dag er kallað vélsleði. Nú er talið að um 1 milljón slíkra faratækja séu í notkun í Bandaríkjunum ein- um, og 6-800 þúsund meðal annarra þjóða. Vélsleðinn er tiltölulega ein- falt farartæki og svo auðveld- ur í meðferð, að barn getur stjórnað honum. Hann er smíðaður með það fyrir augum að geta farið yfir holt og hæð- ir, en ekki venjulega þjóðvegi, þótt það sé alveg eins hægt, ef snjór er fyrir hendi. Vélsleði með tveggja strokka vél, skíð- um og sæti fyrir tvo er tiltölu- lega ódýr, og kostar allt frá 60 þúsund krónum og uppúr, eft- ir því hve mikið er í hann bor- ið. í Bandaríkjunum þarf yf- irleitt ekki próf né skírteini til að aka vélsleða og því getur hver sem er setzt í sæti öku- manns. Helzti gallinn við farar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.