Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 39
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 39 Fyrir hagkvæmari innkaupin er verzlunin sektuð og gjaldeyrir hafður af þjóðarbúinu í stórum stíl. ar er vitanlega að færa á milli þau gæði, sem við viljum selja eða kaupa, gegn eðlilegri þókn- un. Þegar hvorki er vöruskort- ur né einokun, ræður eftir- spurnin úrslitum. Sé verzlunin frjáls, gildir þá ekkert annað en samkeppni um að fullnægja eftirspurn. Það er keppt í vöru- gæðum, verði og þjónustu. Haftakerfið, sem hér er, og er eins og við ræddum um áðan beitt þannig, að verzlunin er beint eða óbeint rekin með halla, stendur eins og illkleif- ur múr í veginum fyrir sam- keppninni. Að ógleymdu mis- ræminu í verðlagningu milli vörutegunda, sem veldur ýms- um skipulagslegum vandamál- um, er hin nauma prósentu- álagning bein hvatning fyrir verzlunina til að verzla með sem dýrastar vörur og dregur jafnframt úr þjónustugetunni. Ef allt væri með felldu, og verzlunin væri komin á eðli- legan rekstursgrundvöll, er ég ekki í vafa um, að innkaup væru hagnvæmari, svo miklu munaði, vöruúrval ykist enn og þjónusta stórbatnaði. Með öðr- um orðum, þá sparaðist neyt- endum mörg krónan og sömu- leiðis mikill gjaldeyrir. REFSAÐ FYRIR HAGKVÆM INNKAUP FV: Þú segir, að prósentu- álagningin hvetji til að verzla með sem dýrastar vörur. Óskar: Það er augljóst. Ég skal nefna eitt dæmi: Ég hef á boðstólum tvenns konar haframjöl. Það er þó af sama gæðaflokki. En önnur tegundin var flutt inn í neytendapakkn- ingu, hin í sekk, sem ég vigtaði sjálfur úr í sömu þyngd, þ. e. 1 kg. Niðurstaðan er þessi: Pakkað erlendis: Heilds.verð 27.00 Álagn. 27.5% 7.43 Sölusk. 11.0% 3.79 Samtals 38.22 Pakkað í verzluninni: Heilds.verð 15.80 Álagn. 33.6% 5.31 Sölusk. 11.0% 2.32 Samtals 23.43 Munurinn á útsöluverðinu er kr. 14.79 á þessu eina kg. af haframjöli, neytandanum í hag, en á álagningunni kr. 2.12, verzluninni í óhag, auk þess að leggja varð til vinnu og poka. Fyrir vinnuna fékkst ekkert og fyrir pokann ekkert, en verzl- unin varð að sjálfsögðu að kaupa hann. Það segir sig sjálft, að verzl- unareigandi hefur ekki mikinn áhuga á því og hreinlega ekki bolmagn til þess að taka á sig stórfelldar fjársektir fyrir að ástunda hagkvæm innkaup. Myndi það ekki vera hagur neytandans, að ég fengi 4.79 í viðbót fyrir að velja fyrir hann hagkvæmari kostinn í þessu dæmi, hann hagnaðist eftir sem áður um 10 krónur? Og myndi það ekki einnig vera gjaldeyrissparnaður, að flytja inn þá vöruna, sem er nærri helmingi ódýrari í innkaupi? Við gætum fyllt blaðið af dæmum á borð við þetta, og annað blað til með dæmum um misræmið í álagningunni, t. d. leitað skýringa á því, hvernig það er fundið út, að ég eigi að geta selt Coca Cola á 7.50 meðan það kostar 45.00 krónur á veitingahúsum. Neytenda- verndin, sem felst í verðlags- höftunum, að dómi þeirra, sem fyrir þeim standa, tekur á sig furðulegustu myndir. „GOÐSAGNIR“ UM RÍKI- DÆMI KAUPMANNA FV: Nú hefur þetta ástand í verzluninni varað lengi. En hvernig stendur þá á því, að sí og æ er klifað á ríkidæmi kaupmanna? Það er bent á um- svif einstakra aðila og ekki síð- ur stór einbýlishús, dýra bíla og letilíf í sólarlöndum. Óskar: Þessu vil ég svara í fyrsta lagi með annarri spux-n- ingu: Er það ekki gegndarlaus áróður af sama toga og stend- ur á bak við verðlagshöftin, sem hefur dregið kaupmenn í sérstakan dilk, hvað þetta snertir? Jú, víst mun það eiga sér stað, að kaupmaður aki á dýrum bíl eða búi í stóru ein- býlishúsi. Sem betur fer. Auð- vitað eru misjafnar ástæður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.