Frjáls verslun - 01.02.1971, Qupperneq 39
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971
GREINAR OG VIÐTÖL
39
Fyrir hagkvæmari innkaupin er verzlunin sektuð og gjaldeyrir
hafður af þjóðarbúinu í stórum stíl.
ar er vitanlega að færa á milli
þau gæði, sem við viljum selja
eða kaupa, gegn eðlilegri þókn-
un. Þegar hvorki er vöruskort-
ur né einokun, ræður eftir-
spurnin úrslitum. Sé verzlunin
frjáls, gildir þá ekkert annað
en samkeppni um að fullnægja
eftirspurn. Það er keppt í vöru-
gæðum, verði og þjónustu.
Haftakerfið, sem hér er, og er
eins og við ræddum um áðan
beitt þannig, að verzlunin er
beint eða óbeint rekin með
halla, stendur eins og illkleif-
ur múr í veginum fyrir sam-
keppninni. Að ógleymdu mis-
ræminu í verðlagningu milli
vörutegunda, sem veldur ýms-
um skipulagslegum vandamál-
um, er hin nauma prósentu-
álagning bein hvatning fyrir
verzlunina til að verzla með
sem dýrastar vörur og dregur
jafnframt úr þjónustugetunni.
Ef allt væri með felldu, og
verzlunin væri komin á eðli-
legan rekstursgrundvöll, er ég
ekki í vafa um, að innkaup
væru hagnvæmari, svo miklu
munaði, vöruúrval ykist enn og
þjónusta stórbatnaði. Með öðr-
um orðum, þá sparaðist neyt-
endum mörg krónan og sömu-
leiðis mikill gjaldeyrir.
REFSAÐ FYRIR
HAGKVÆM INNKAUP
FV: Þú segir, að prósentu-
álagningin hvetji til að verzla
með sem dýrastar vörur.
Óskar: Það er augljóst. Ég
skal nefna eitt dæmi: Ég hef
á boðstólum tvenns konar
haframjöl. Það er þó af sama
gæðaflokki. En önnur tegundin
var flutt inn í neytendapakkn-
ingu, hin í sekk, sem ég vigtaði
sjálfur úr í sömu þyngd, þ. e.
1 kg. Niðurstaðan er þessi:
Pakkað erlendis:
Heilds.verð 27.00
Álagn. 27.5% 7.43
Sölusk. 11.0% 3.79
Samtals 38.22
Pakkað í verzluninni:
Heilds.verð 15.80
Álagn. 33.6% 5.31
Sölusk. 11.0% 2.32
Samtals 23.43
Munurinn á útsöluverðinu er
kr. 14.79 á þessu eina kg. af
haframjöli, neytandanum í hag,
en á álagningunni kr. 2.12,
verzluninni í óhag, auk þess að
leggja varð til vinnu og poka.
Fyrir vinnuna fékkst ekkert og
fyrir pokann ekkert, en verzl-
unin varð að sjálfsögðu að
kaupa hann.
Það segir sig sjálft, að verzl-
unareigandi hefur ekki mikinn
áhuga á því og hreinlega ekki
bolmagn til þess að taka á sig
stórfelldar fjársektir fyrir að
ástunda hagkvæm innkaup.
Myndi það ekki vera hagur
neytandans, að ég fengi 4.79 í
viðbót fyrir að velja fyrir hann
hagkvæmari kostinn í þessu
dæmi, hann hagnaðist eftir
sem áður um 10 krónur? Og
myndi það ekki einnig vera
gjaldeyrissparnaður, að flytja
inn þá vöruna, sem er nærri
helmingi ódýrari í innkaupi?
Við gætum fyllt blaðið af
dæmum á borð við þetta, og
annað blað til með dæmum um
misræmið í álagningunni, t. d.
leitað skýringa á því, hvernig
það er fundið út, að ég eigi að
geta selt Coca Cola á 7.50
meðan það kostar 45.00 krónur
á veitingahúsum. Neytenda-
verndin, sem felst í verðlags-
höftunum, að dómi þeirra, sem
fyrir þeim standa, tekur á sig
furðulegustu myndir.
„GOÐSAGNIR“ UM RÍKI-
DÆMI KAUPMANNA
FV: Nú hefur þetta ástand
í verzluninni varað lengi. En
hvernig stendur þá á því, að
sí og æ er klifað á ríkidæmi
kaupmanna? Það er bent á um-
svif einstakra aðila og ekki síð-
ur stór einbýlishús, dýra bíla
og letilíf í sólarlöndum.
Óskar: Þessu vil ég svara í
fyrsta lagi með annarri spux-n-
ingu: Er það ekki gegndarlaus
áróður af sama toga og stend-
ur á bak við verðlagshöftin,
sem hefur dregið kaupmenn í
sérstakan dilk, hvað þetta
snertir? Jú, víst mun það eiga
sér stað, að kaupmaður aki á
dýrum bíl eða búi í stóru ein-
býlishúsi. Sem betur fer. Auð-
vitað eru misjafnar ástæður