Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 49
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971
GREINAR OG VIÐTÖL
49
heppilegt, en umfram allt,
dyggur kommúnisti.
Efnahagsumbæturnar í Ung-
verjalandi byrjuðu svo nokkru
næmi fyrir þremur árum og
síðan hafa framfarir þar verið
stöðugar, þótt ekki hafi verið
um nein stór stökk að ræða eða
byltingar í efnahagslífinu. Svo
virðist sem Brezhnef hafi lagt
blessun sína yfir þróunina í
Ungverjalandi, þótt flestir telji
að hann hafi gert það af mikl-
um semingi í ljósi þess sem
gerðist í Tékkóslóvakíu. Ung-
verjar virðast hins vegar einn-
ig hafa látið sér þá atburði að
kenningu verða og kosið að
koma sínum umbótum á hægt
og sígandi og forðast stökk-
breytingar eins og heitan eld-
inn. Stjórnmálafréttaritarar
segja einnig að það, sem
Kremlarbúa svíði mest undan
í sambandi við Ungverjaland,
sé hversu miklar tekjur sum-
ir ungverskir framkvæmda-
menn geti haft, en efnahags-
kerfið byggist í grundvallar-
atriðum á markaði framboðs
og eftirspurnar, þótt frjálsræð-
ið sé auðvitað héð miklum tak-
mörkunum.
Horfurnar í Rússlandi, Pól-
landi og Austur-Þýzkalandi eru
ekki góðar, því að áætlanir
hafa ekki staðizt. Einkum á
þetta auðvitað við um Pól-
land og Austur-Þýzkaland, t. d.
óx iðnaðarframleiðsla í Austur-
Þýzkalandi aðeins um 6% í
stað 8%, sem áætlað var og ný
fjárfesting óx aðeins um 7%
1 stað 13.6%. í áætluninni fyr-
ir þetta ár, er aðeins gert ráð
fyrir 4.9% aukningu þjóðar-
framleiðslu, en skv. áætlun,
sem gerð var sl. ár, var gert
ráð fyrir 6.3% aukningu. Þessi
áætlun hefur því verið endur-
skoðuð og lækkuð um 1.4%,
sem er alvarlegt áfall. Vestræn-
ir sérfræðingar telja að aðeins
sé ein lausn á þessu vandamáli
og það sé að draga úr hömlum,
fækka milliliðum, þannig að
stjórnendur atvinnu- og fram-
leiðslufyrirtækja fái frjálsari
hendur til aðgerða á grundvelli
frjálsrar samkeppni. Þetta eru
stór orð og eiga áreiðanlega
langt í land með að hljóta
hljómgrunn meðal austur-
evrópskra ráðamanna. Þangað
til verða þeir að notast við á-
ætlunarkerfið og standist áætl-
anirnar ekki, þá má alltaf
finna einhvern til að hengja
sökina á og byrja síðan upp á
nýtt.
_
n mrir mr^irjnr-pT ~
il ~xrr mr^rr rr
11 —T "TZ ~K
I) ~y~. jpnr trjng- a;|r J
íi gjjr mpi."'inLirPI.
iLrr' zrr 'f'm.rr M
Nýtízku fjölbýlishús á þeim fræga stað Gdansk í Póllandi.
Hluti af efnaverksmiðjum í Huncdoasa í Rúmeníu.