Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.02.1971, Qupperneq 49
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 49 heppilegt, en umfram allt, dyggur kommúnisti. Efnahagsumbæturnar í Ung- verjalandi byrjuðu svo nokkru næmi fyrir þremur árum og síðan hafa framfarir þar verið stöðugar, þótt ekki hafi verið um nein stór stökk að ræða eða byltingar í efnahagslífinu. Svo virðist sem Brezhnef hafi lagt blessun sína yfir þróunina í Ungverjalandi, þótt flestir telji að hann hafi gert það af mikl- um semingi í ljósi þess sem gerðist í Tékkóslóvakíu. Ung- verjar virðast hins vegar einn- ig hafa látið sér þá atburði að kenningu verða og kosið að koma sínum umbótum á hægt og sígandi og forðast stökk- breytingar eins og heitan eld- inn. Stjórnmálafréttaritarar segja einnig að það, sem Kremlarbúa svíði mest undan í sambandi við Ungverjaland, sé hversu miklar tekjur sum- ir ungverskir framkvæmda- menn geti haft, en efnahags- kerfið byggist í grundvallar- atriðum á markaði framboðs og eftirspurnar, þótt frjálsræð- ið sé auðvitað héð miklum tak- mörkunum. Horfurnar í Rússlandi, Pól- landi og Austur-Þýzkalandi eru ekki góðar, því að áætlanir hafa ekki staðizt. Einkum á þetta auðvitað við um Pól- land og Austur-Þýzkaland, t. d. óx iðnaðarframleiðsla í Austur- Þýzkalandi aðeins um 6% í stað 8%, sem áætlað var og ný fjárfesting óx aðeins um 7% 1 stað 13.6%. í áætluninni fyr- ir þetta ár, er aðeins gert ráð fyrir 4.9% aukningu þjóðar- framleiðslu, en skv. áætlun, sem gerð var sl. ár, var gert ráð fyrir 6.3% aukningu. Þessi áætlun hefur því verið endur- skoðuð og lækkuð um 1.4%, sem er alvarlegt áfall. Vestræn- ir sérfræðingar telja að aðeins sé ein lausn á þessu vandamáli og það sé að draga úr hömlum, fækka milliliðum, þannig að stjórnendur atvinnu- og fram- leiðslufyrirtækja fái frjálsari hendur til aðgerða á grundvelli frjálsrar samkeppni. Þetta eru stór orð og eiga áreiðanlega langt í land með að hljóta hljómgrunn meðal austur- evrópskra ráðamanna. Þangað til verða þeir að notast við á- ætlunarkerfið og standist áætl- anirnar ekki, þá má alltaf finna einhvern til að hengja sökina á og byrja síðan upp á nýtt. _ n mrir mr^irjnr-pT ~ il ~xrr mr^rr rr 11 —T "TZ ~K I) ~y~. jpnr trjng- a;|r J íi gjjr mpi."'inLirPI. iLrr' zrr 'f'm.rr M Nýtízku fjölbýlishús á þeim fræga stað Gdansk í Póllandi. Hluti af efnaverksmiðjum í Huncdoasa í Rúmeníu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.