Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 63
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 63 (JIU HEIMA OG GEIMA Allur er varinn góður Ungur sjómaður, nýkominn úr langri útivist, sat heima hjá giftri vinkonu sinni og sötraði kaffi með henni. Þau ræddu um sitt af hverju tagi og tím- inn leið. Allt í einu sagði vinkonan: „Þú manst, að ég sagði að maðurinn minn kæmi heim klukkan 5. Það er klukkutími þangað til.“ „Hvað, hef ég gert eitthvað af mér,“ sagði sjómaðurinn. „Nei, nei, en ég vildi minna þig á þetta, ef þú gerðir eitt- hvað.“ Meiri heykögglar! Á Búnaðarþingi, sem hófst í vikunni, var upplýst, að mjög vaxandi áhugi væri meðal bænda á aukinni heyköggla- framleiðslu. Það má því þúast við, að „eiturlyfjasalan“ verði ekki uppiskroppa á næstunni, þrátt fyrir síaukna eftirspurn. Þökk sé þændum. Hvaða vandræði „Þetta er leiðinlegasta partí, sem ég hef nokkru sinni lent í,“ sagði skrifstofustúlkan við vinkonu sína. „Af hverju varstu þá svona lengi?“ „Ég gat hvergi fundið fötin mín.“ Hver er styrkur þinn? „Ef einhver holdleg nautn kemur þér í hug, þá gættu þess sem ávallt endranær. að hugmyndin ginni þig ekki af- vega. Láttu það, sem gerast skal, bíða eftir bér, og gefðu þér nokkurt tóm til íhugunar. Hugleiddu síðan tímana tvo, hve lengi þú nýtur ánægjunn- ar og hve lengi þú iðrast eftir nautnina og sakfellir sjálfan þig, og berðu það saman við gleði þína og ánægju af sjálf- um þér, er þú hefur neitað þér um nautnina. En ef þér þykir tóm til að veita þér hana, þá gættu þess, að hið girnilega, sæta og töfrandi fjötri þig ekki, og gerðu þér Ijósa andstæðuna, hversu betri er vitundin um að hafa unnið slíkan sigur á fýsn- inni“. 1 SÉRSTÆÐRI SKRIFSTOFU Gunnar S. Þorleifsson, forstjóri Félagsbókbandsins hf. og bóka- útgefandi, hefur safnað saman og sett upp á skrifstofu sinni muni af ýmsu tagi úr liðnu þjóðlífi okkar íslendinga. Er skrifstofan hin sérstæðasta, enda mununum smekklega fyrir komið. Uppátæki eins og þetta á sér ýmsar hliðstæður, og er skemmst að minnast Naustsins. Nú er einnig í algleymingi antik-tízka, ekki sízt í innréttingum og húsbúnaði. En misjafnlega til vill takast. Og hér hefur Gunnari í Félags- bókbandinu tekizt það, sem mörgum hefur mistekist. Hann segir að söfnun þjóðlegra muna af því tagi, sem henta til skreytingar, þurfi heldur ekki að vera fjármagsfrekt fyrirtæki. Það er auð- vitað undir ýmsu komið, hugmyndaauðgi og smekk, — og ekki sízt vakandi athygli. — Einmitt eins og mig grunaði! (Epiktet)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.