Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 27
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971
GREINAR OG VIÐTÖL
27
Hugmyndir
I salti: Hugmynd um hveitimyllu,
fóðurmyllu og kornforðabúr
í bænum Churchill við
Hudsonflóa, nánar tiltekið í
Manitoba, reka Kanadamenn
mikla útflutningsmiðstöð fyrir
hveiti og korn, sem þeir flytja
út til Evrópu fyrst og fremst.
Höfn þessi er ekki nothæf,
vegna ísalaga, nema 3-4 mán-
uði á ári í mesta lagi, seinni
hluta sumars, sama tíma og
uppskera fer fram í Evrópu.
Þetta veldur Kanadamönnum
oft tjóni, ýmist verða þeir
stundum af sölum eða neyðast
til að lækika verðið vegna of-
framboðs á þessum stutta út-
flutningstíma.
Hugmyndaríkir menn, þó
einkum og sér i lagi Jónas
Thordarson sjúkrasamlags-
gjaldkeri á Akureyri, hafa af
og til ymprað á því, að úr þessu
mætti bæta verulega og gæti
hvort eð er verið til hagsbóta,
ef Kanadamenn og íslending-
ar tækju upp samvinnu um
selflutninga hveitis og korns
um ísland og e. t. v. einnig
vinnslu þess hér í stórum stíl.
Skrifaði Jónas nokkrar greinar
í blöð um þessa hugmynd, og
var jafnhliða í sambandi við
ýmsa menn vestra, en Jónas
dvaldi í Kanada um árabil og
starfaði við sölu á hveiti.
Hugmynd þessi var tekin
upp af stjórnvöldum hér á ár-
inu 1969, og fór Magni Guð-
mundsson hagfræðingur í
Seðlabankanum vestur á veg-
um ríkisstjórnarinnar í septem-
ber það ár, en hingað kom