Frjáls verslun - 01.02.1971, Side 31
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971
GREINAR OG VIÐTÖL
31
íslandsdeildin á Kaupstefnnnni Scandinavian Furniture Fair 1970, í Kaupmannahöin. IsienzKU
húsgögnin vöktu sum hver mikla athygli og viðurkenningu.
Iðnaður
Utflutningsmiðstöð stofnuð í
>*
stað Utflutningsskrifstofu Fll
Fyrir Alþingi liggur nú
frumvarp til laga um Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins, sem
hefur þann tilgang að sameina
viðkomandi aðiia til fyrir-
greiðslu við útflutningsiðnað
og efla hann. Skv. frumvarp-
inu eiga Félag íslenzkra iðn-
rekenda, Landssamband iðnað-
armanna, SÍS og viðskipta-
ráðuneytið fyrir hönd ríkisins,
að tilnefna stjórn Útflutnings-
miðstöðvarinnar. Hún á að
vera sjálfstæð stofnun, undan-
þegin opinberum gjöldum.
Fyrst um sinn er gert ráð fyr-
ir, að reksturskostnaður greið-
ist af fjái'veitingu á fjárlögum
ríkisins og með framlagi ann-
arra, er að miðstöðinni standa.
En heimilt skal að taka þóknun
fyrir þjónustu hennar.
í stað Útflutningsskrifstofu FÍI.
Fyrir rúmum tveim árum
setti Félag íslenzkra iðnrek-
enda á stofn Útflutningsskrif-
stofu til þess að greiða fyrir og
örfa útflutning iðnaðarvara. Á
þeim tíma var verið að undix--
búa inngöngu í EFTA, og fékk
skrifstofan stuðning iðnaðar-
ráðuneytisins. Framkvæmda-
stjóri var ráðinn Úlfur Sigui'-
mundsson hagfræðingur.
Starfsemi skrifstofunnar hef
ur vaxið ört og er hún oi'ðin
verulegur þáttur í útflutnings-
viðleitni okkar íslendinga.
Frá öndverðu hefur ríkt mik-
ill einhugur innan FÍI um skrif-
stofuna, og má rekja árangur-
inn til þess. svo og hins, að
stjórn Útflutningsskrifstofunn-
ar hefur beitt sér fyrir því, að
þjónustan stæði opin öðrum,
sem framleiða til útflutnings.
Loks hefur stuðningur ríkis-
valdsins verið mikilvægur.
Segja má, að starfsemi Út-
flutningsskrifstofunnar hafi
þegar mótazt í þá átt, sem gert
er ráð fyrir að Útflutningsmið-
stöð iðnaðarins stai'fi í. Var
enda í upphafi tekið mið af
starfsemi sambærilegrar þjón-
ustu á Norðui’löndum, en þó
tekið fullt tillit til sérstakra að-
stæðna. Iðnfyrirtæki hér á
landi ei'u yfirleitt minni, og
því hefur verið lögð sérstök
áhéi'zla á eflingu einstakra iðn-
greina, fremur en að nýta í
heild einstaka útflutningsmark-
aði. í þjónustu skrifstofunnar
hefur verið lögð mikil áherzla
á að fyrirtækin legðu sitt af
mörkum, þannig að samvinna
yrði raunhæf, enda standa og
falla útflutningsmálin jafnan
að endingu með fyrirtækjunum
sjálfum.
Útflutningsmiðstöð iðnaðar-
ins á að taka við þessari starf-
semi. en með því að grundvöll-
ur hennar er breiðari, og fonn-
ið fest í lögum, má vænta þess,
að starfsemin geti enn eflzt til
muna.
Einstakar að^erðir.
Ef benda ætti á einstaka liði
í þjónustu Útflutningsmiðstöðv-
ar, eins og þeir hafa þróazt hjá
Útflutningsskrifstofu FÍI, má
nefna eftii’farandi:
Öflun sambanda erlendis,
uoplýsingaöflun um umboðs-
menn og innflytjendur, aðstoð
við mat á samningum. Skipu-
lagning ferða til útlanda i sama
tilgangi. Ábendingar um end-
urbætur á hönnun framleiðslu