Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 16
14 ISLAND FRJÁLS VERZLUN NR. 3 1971 BLÓMAHÚSIÐ gefur yður kost á margs konar skreyt- ingum og miklu blómaúrvali. Við viljum sérstaklega minna yður á, að við skreytum veizlusali og ráðstefnusali. Skreytum gjafa- pakka blómakörfur og blómaskálar. Skreytt af fagmanni, sem unmð hefur við blómaskreytingar í helztu blómalönd- um Evrópu. ÁLFTAMÝRI 7 BLOMAHÚSIÐ simi 83070 slíkar tilraunir veriS gerðar í smáum stíl, en jafnframt hafa risarnir í íslenzku flugi, a. m. k. Loftleiðir hf., haft fiskút- flutning í huga. Flugfélögin. sem nú hafa reynt fyrir sér á þessum vett- vangi, eru Fragtflug hf. í Reykjavík og Þór hf. í Kefla- vík. Eru þau hvort fyrir sig með tvær flugvélar til flutn- inga milli landa. Frá því að þessi félög tóku að leggja á ráðin um fiskút- flutninginn, hefur verið gerð sú breyting á tollheimtu af inn- flutningi með flugvélum, að helmingsafsláttur af tollálagn- ingu á farmgjöld hefur verið felldur niður, nema í áætlunar- flugi. Er sú breyting í sjálfu sér óháð fiskútflutningnum, en til orðin í framhaldi af almenn- um vöruflutningum sömu flug- félaga á heimleið. í framhaldi af þessari breyt- ingu. hefur Fragtflug hf. hætt tilraunum sínum að sinni og flutt starfsemi sína til Belgíu, en ytra eru næg verkefni fyrir vöruflutningaflugvélar. Þór hf. heldur hins vegar áfram, og er unnið að víðtækri markaðs- könnun erlendis á vegum þess félags. Fiskútflutningur sá, sem hér um ræðir, kann út af fyrir sig að vera mjög hagkvæmur fyrir þjóðarbúið. Þannig er unnt að selja ferskar þær fisktegundir og þá gæðaflokka, sem ekki fara til verðmætustu vinnslu hér. og nýta markaði og mark- aðsaðstæður, sem ekki er unnt með öðrum hætti með sama ár- angri. Hvort það hefur svo úr- slitaþýðingu og er fullkomlega raunhæft, miðað við allar for- sendur, á svo eftir að koma í Ijós, væntanlega á næstunni. Kópavogur Stórvaxandi framleiðsla hjá Panelofnum hf. í Kópavogi starfar eitt af þrem ofnaframleiðslufyrir- tækjunum hér á landi, Panel- ofnar hf., og þeirra yngst. Það hóf starfsemi fyrir tæpum þrem árum í 250 ferm. 'hús^ næði við Fiífuhvammsveg. í fyrstu störfuðu þar tveir menn, Sigurður Þorkelsson verk- smiðjustjóri Panelofna hf. við ofnasprautun. 10 þiís. ferinetr- ar af panelofnum voru spraut- aðir árið 1970, líklega nálægt Vs af íslenzkri þilofnafram- leiðslu það ár. nú eru starfsmenn 7. Á síðasta ári jókst framleiðslan um 80% og var um 10 þúsund fer- metrar, en gert er ráð fyrir að framleiðsluaukning verði einn- ig mikil í ár, og er því fyrir- hugað að stækka húsnæðið. Gunnar Ólafsson framkv.stj. Panelofna hf. gerði FV nokkra grein fyrir framleiðslunni í stuttu viðtali. Panelofnar eru framleiddir með það fyrir augum, að gilda jafnt fyrir hitaveitu og olíu- kyndingu. í fyrra hófst sam- vinna Panelofna hf. við belg- íska fyrirtækið SOGAZ, eitt dótturfyrirtækja AGA verk- smiðjanna, og leggur það til tæknilega aðstoð og gæðastál. Er framleiðslan því byggð á dýrmætari reynzlu þekkts fyr- irtækis á heimsmarkanum, jafnframt því að vera sniðin við íslenzkar kröfur eins og þær eru mestar. Er lögð á- herzla á allt í senn; styrkleika, hagkvæmt hitagildi, hitanýt- ingu og sem lægstan hitakostn- að. Jafnframt er vandað til út- lits ofnanna. Panelofnar eru seldir með þriggja ára ábyrgð. Þá sagði Gunnar, að 'hús- byggjendum væri boðið að senda inn teikningar af mið- stöðvarlögnum, hvort sem um væri að ræða hitaveitu eða olíu- kyndingu, og væri þá hitaþörf og ofnastærð reiknuð út af sér- hæfðum tæknimönnum, en fyr- irtækið gerði síðan fast verð- tilboð í ofna, án skuldbindinga frá þeim, sem leituðu tilboða. Hitatæki hf. í Reykjavík hef- ur söluumboð fyrir panelofna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.