Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERZLUN NR. 3 1971 ÚTLÖND 21 Júgóslavía dregur til sín æ fleiri ferða.menn, og er orðin skæður keppinautur annarra Miðjarðarhafslanda á því sviði. Eilif Krogager. stjórnina í Belgrad að létta af hömlunum, sem settar voru í haust til að setja undir gjald- eyrislekann út úr landinu. Þar á meðal frystu bankarnir greiðslur fyrir innfluttar vörur og sett var á launastöðvun. Tveir grundvallarveikleikar efnahagskerfisins gera ríkis- stjórninni erfitt um að hafa nákvæmt eftirlit með efna- (hagslífinu. í fyrsta lagi hefur hún aðeins mjög takmarkaða getu til að hafa áhrif á efna- haginn í mynd fjárlaga. í öðru lagi gerir sjálfstjórnarkerfi fyr- irtækja það að verkum að mjög erfitt er að hafa eftirlit með því að launahækkanir fari ekki fram úr því sem verð- bólguþróunin í landinu segir til um. Erlendir sérfræðingar segja að þar til þessir vedkleik- ar hafi verið minnkaðir, sé lítil von til að gengisfellin sé rétta læknisráðið. Eitt er þó víst, og það er að önnur Miðjarðarhafslönd eru ekki mjög hrifin af þessari gengisfellingu. því að hún kem- ur til með að auka enn við ferðamannastrauminn til Dal- matíu, en 1969 námu gjaldeyr- istekjur af ferðamönnum í Júgóslavíu um 300 milljónum dollara og áætlað er að tekj- urnar verði um 750 milljónir dollara árið 1975. Danmörk Ferðast meira en nokkru sinni áður Allar horfur benda til þess, að Danir muni ferðast meira til útlanda í ár en nokkru sinni áður, og hafa þeir þó ekki setið fast heima til þessa. Það sem af er árinu, hafa pantanir streymt til ferðaskrifstofanna, og þó einkum þeirra stærstu. Engin þeirra mun þó hafa orð- ið eins vör við ferðahungrið og Tjæreborg-Rejser, sem hefur þó á boðstólum 450 þúsund sæti í utanlandsferðum sínum á ár- inu. Á tímabili í febrúar seldi þessi ferðaskrifstofa 6.500 sæti á dag! Þetta er næsta lygileg tala, en hins vegar dagsönn Flestir hafa pantað í gegn um síma, þótt fljótlegra hefði verið að skreppa til Tjæreborg, þar sem álagið á símanum hefur verið feiknalegt og bið eftir hraðsímtölum til Tjæreborg- Rejser verið um þrjár klukku- stundir. Einn daginn var athug- að, hversu margir reyndu að ná símasambandi við ferða- skrifstofuna. Þeir voru 105 þúsund! T j ær ebor g-Rej ser mun nú vera stærsta hópferða-ferða- skrifstofa i Evrópu, og veltan er nálægt 7-8 milljarðar ísl. króna á ári. Eigandinn er Eilif Krogager prestur í Tjæreborg, 60 ára gamall. í viðtali við bandaríska tímaritið News- week sagði hann um upphaf þessa stórreksturs síns: „Fyrir mörgum árum var ég hálf ó- ánægður með prestsstarfið í Tjæreborg, sem er 2500 manna sókn. Það var lítið að gera. Svo ég fór á fund biskups og sagð- ist hafa á’huga á að gera eitt- hvað meira fyrir kirkjuna. Biskupinn svaraði: Þú ert að- eins lítið hjól í verkinu. Og ég hugsaði: Nú, svo hann lítur á mig sem lítið hjól. En mér fannst ég geta gert eitthvað meira. Eg kvaddi biskup og steig á bak reiðhjólinu minu. Síðan hef ég verið ánægð- ur. .. “ Frá því að þetta gerðist, eru liðin 20 ár, og á því árabili hef- ur ágóðinn af Tjæreborg Rejser og öðrum tengdum rekstri prestsins átt drjúgan þátt í mannúðarstarfi víða um heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.