Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 19
FRJÁLS VERZLUN NR .3 1971 17 liTLOIMD Olía Teheran- samningurinn kosfar mikið Te'heransamningurinn, sem undirritaður var í sl. mánuði milli olíufélaganna og sam- bands olíuframleiðslulanda mun hafa í för með sér mikla hækkun á olíu á Vesturlönd- um. í samningnum er kveðið á um að verð á hráolíu skuli hækka um 35 cent á tunnu (30.80 ísl. kr.) frá og með 15. febrúar sl. Auk þess er gert ráð fyrir að tunnan muni hækka um 5 cent (4.40 kr.) á ári næstu fimm ár, vegna auk- innar eftirspurnar eftir olíu. Þessi hækkun mun koma í tvennu lagi eða 1. júní og 1. september hvert ár. Verðbólgu- greiðsla er reiknuð 2% cent á tunnu árlega (2.20 kr.) Skatt- ar verða 55%, en hafa þegar náð því hámarki í flestum löndum. Þá tekur nýtt styrk- leikakerfi gildi og verður greitt Vz cent fyrir hvert stig. Samningurinn hefur í för með sér að greiðslur olíufélag- anna til ríkisstjórna landanna munu hækka um 1,2 milljarði dollara á þessu ári og síðan halda áfram stighækkandi þar til árið 1976 að greiðslu verða 3 milljörðum dollara hærri, en fyrir samninginn. Hins vegar nær Teheransamn- ingurinn ekki til allra olíusölu- landanna, og má því gera ráð fyrir að olíukostnaður hækki miklu meira í tölum talið, ef önnur lönd ná sams konar samningum. Þessi hækkun kemur verst niður á Japönum, því að þeir kaupa 90% af hráolíu sinni frá löndunum við Persaflóa, en olía er langstærsti orku- gjafi Japana og láta mun nærri að hún framleiði um 2/3 af orkuþörf þeirra. Olíu- innflutningur Japana hefur aukizt um 17% árlega á sl. 5 árum, sem er helmingi meira en hjá öðrum þjóðum heims, og í ár er gert ráð fyrir að Japanir flytji inn um 200 millj. lesta af hráolíu. Hækkunin kemur til með að kosta þá um 450 milljónir dollara á þessu ári og ef aukningin heldur á- fram eins og verið hefur mun samningurinn kosta Japani um 1,2 milljarði árið 1975. Japanir eru eðlilega ekki fyllilega sátt- ir við að þurfa að taka einir á sig um einn þriðja af allri hækkuninni og undanfarið hafa japanskar sendinefndir gert sér tíðar ferðir til landanna við Persaflóa til að reyna að kom- ast að einhverjum sérsamning- um og finna leiðir til að lækka flutningskostnað og annað, sem létt gæti byrðina á þeim. V-Evrópulöndin öll taka á sig svipaðan kostnaðarauka og Japanir, þó aðeins minni hlut- fallslega, því að í ár er gert ráð fyrir að hækkunin nemi um einum milljarði dollara, en 1975 um 3.5 milljörðum. Samn- ingurinn mun t. d. kosta Breta og Þjóðverja 260 og 230 millj. í ár, en sú upphæð mun tvö- faldast eftir 5 ár. Þessi hækk- Lengd m 346 Breidd m 53.3 Dýpt m 32 Hæð 300 m án spíru 347 54.5 35 379 61.8 36 Olíuskip stækka látlaust: Þetta er 226.466 tonn. Eiffel- Universe Nisseki 477.000 turn- Irelana Maru tonna inn 326.000 372.000 olíuskip tonn — í tonn — á undirirbún.byggt. döfinni. un kemur til með að verða Bretum erfiðari, því að þeir búa sig nú undir gífurleg út- gjöld í sambandi við væntan- lega inngöngu í Efnahags- bandalagið. TJpphæðirnar, sem um ræ.ðir eru óneitanlega háar. en eins og alltaf verða það ekki olíu- félögin eða ríkisstjórnirnar, sem þurfa að taka á sig hækk- unina, því að það sér neytand- inn um og í flestum löndum Evrópu hefur verð á olíu og benzíni þegar verið hækkað og olíufélögin munu eins og venju- lega sjá til þess að þifreiðaeig- endur taki á sig stærsta hlut- ann. Fjármálasérfræðingar í Ev- rópu og Bandaríkjunum hafa látið í ljós nokkra ánægju með Teheransamninginn, því að hann nær yfir um helm- ing alls olíuútflutnings í heim- inum og þeir benda á, að gild- istími samningsins sé fimm ár og því hafi olíuverð fyrir það tímabil verið tryggt, þannig að olíumarkaðurinn verði stöðug- ur. Samningurinn nær ekki aftur fyrir sig og því kemur ekki til að olíufélögin þurfi að greiða stórar fúlgur úr sjóðum sínum. Segja sérfræðingarnir að það sé ekki útilokað að hagnaður af fjárfestingum olíu- félaganna eigi eftir að hækka á næstu 2-3 árum en hann var orðinn óeðlilega lítill í árslok 1969 og hafði þá lækkað um 3,7% frá því árið 1959,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.