Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 30
28 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 3 1971 Stjórnmáiaflokkarnir HORFT TIL KOSNIIMGA Eftir Ásmund Einarsson. Stjórnmálamenn okkar eru í góðum félagsskap þessa dag- ana. í nýlegri þmgræðu voru þeir sakaðir um hugleysi og glamur. Hagfræðiprófessorinn Ólafur Björnsson taldi líkleg- ast að þeir myndu „skilja skutinn eftir“ þegar íslenzk efnahagsmál ber á góma í kosningabaráttunni, sem fram- undan er. Ennfremur sagði prófessorinn: „Því eru gengis- lækkanir og aðrar slíkar efna- hagsmálaaðgerðir orðnar það óvinsælar af alþýðu manna, að óvíst má telja, að stjórnmála- leiðtogar þeir, sem að þeim hafa staðið, hvað eftir annað, héldu heiðri og hömsum, ef sjálfboðaliðar úr þeirra röðum gerðust ekki til þess að af- saka það fyrir fólkinu, að í raun og veru séu það ekki þeir, sem gera beri ábyrga fyrir þessu heldur hagfræðingana, sem þeir hafi látið blekkjast af. Ekki má skilja þetta svo, að slikt sé borið út, að þeirra undirlagi og vilja.“ Einn virtasti bankamaður Vestur-Evrópu, Hermann Abs, fyrrum ríkisbankastjóri í Vest- ur-Þýzkalandi var nýlega spurður að því í viðtali í bandaríska vikuritinu News- week, hvernig á því stæði að hvorki gengi né ræki í viðræð- um um inngöngu Breta í Etna- hagsbandalagið. Bankastjórinn svaraði: „Stjórnmálamenn okkar skortir stærð og vantar hug- rekki. Ef De Gasperi, Schu- man, Adenauer og Churchill hefðu verið á lífi yrði búið að sameina Evrópu á morgun.“ Áróðurinn um að hagfræð- ingarnir hafi blekkt stjórn- málamenn okkar hreif aðeins vegna þess að innst inni dró almenningur forystuhæfileika og dómgreind stjórnmála- manna okkar í efa. Þetta van- traust ristir dýpra en hið al- menna vantraust, sem alltaf ríkir á stjórnmálamönnum. Og vissulega hefur tiltrú manna ekki aukizt. við það, að stjórn- málamenn almennt afsala sér allri ábyrgð á þróun íslenzkra efnahagsmála þann tíma, sem þeir hafa verið viðriðnir þjóð- málin. Það var algjör óþarfi af hagfræðiprófessornum að Jóhann Hafstein: Sjálfstæðisflokkur. taka það fram, að stjórnmála- foringjarnir heíðu ekki ýtt und- ir áróðurinn gegn hagfræðing- unum. Því hvenær hefur nokk- ur íslenzkur stjórnmálamaður í fullri alvöru reynt að leið- rétta hinn útbreidda misskiln- ing um þátt hagfræðinga í mót- un efnahagsstefnu hér á landi, sem og annars staðar. Hvenær hefur íslenzkur stjórnmála- maður sagt fullum fetum: Það erum við. stjórnmálamennirn- ir, en ekki hagfræðingarnir, sem berum ábyrgðina á efna- hagsstefnunni hverju sinni. Islenzkum stjórnmálamönn- um dettur ekki í hug að fara svona að hlutunum. Þeir eru vanir því að hlaupa á bak við einhvern annan í hvert sinn sem afleiðingarnar af raun- verulegu uppburðarleysi þeirra koma fram í dagsljósið: Þetta á við um stjórnmálamenn allra flokka. Nýjasti flokkur- inn, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, er ekki líklegur til að valda straumhvörfum í eflingu siðgæðis og hugrekkis í íslenzkum stjórnmálum. Aðal- foringi hans er álíka spilltur og ræningjarnir, sem stela fr'á hinum ríku til að gefa fátæk- um. Þessháttar starfsemi hef- ur haft annan tilgang en grip- deildir í góðgerðaskyni og Hannibal Valdimarsson hefur Ólafur Jóhannesson: Framsóknarflokkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.