Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 49
FRJÁLS VERZLUN NR .3 1971
GREINAR OG VIÐTÖL
47
Egyptaland
Efnahagsgróska og breytt stefna
Ferðamenn, sem koma frá
Egyptalandi láta yfirleitt í ljós
undrun yfir þeirri miklu vel-
megun, sem þar virðist ríkja og
fer vaxandi nú í styrjaldarhlé-
inu við ísrael. Margir spyrja
sjálfa sig hvort hér sé um raun-
verulega grósku að ræða eða
blekkingu. Gífurlega mikið er
byggt af íbúðarblokkum, skrif-
stofubyggingum, verzlunum,
næturklúbbum og hótelum.
Umferðarteppurnar eru gott
dæmi um hinn mikla fjölda
einkabifreiða, er ekur um göt-
ur Kaíró. Það sem kannski
mesta furðu vekur, er, að hill-
ur allra verzlana eru troðfull-
ar af vörum, því yfirleitt er
það nú svo að á styrjaldartím-
um gerir vöruskortur fyrst vart
við sig.
Vöxtur í atvinnulífinu.
Dæmin, sem hér hafa verið
nefnd, eru tákn þess, sem einn
af efnahagssérfræðingum Sam-
einuðu Þjóðanna kallaði ekki
alls fyrir löngu „furðulegan
efnahagsbata síðan 1967“. Eg-
ypzkir áætlunarsérfræðingar
og hagfræðingar eru mjög
bjartsýnir og jafnframt glað-
ir,” því að okkur hefur tekizt
miklu betur en við þorðum að
vona.“
Einkum á þetta við um sl.
ár, en þá var metútflutningur
á iðnaðarvarningi, að verðmæti
samtals 127 milljónir sterlings-
punda. Þar af fluttu ríkisfyrir-
tækin út fyrir 113 milljónir
sterlingspunda. Heildarútflutn-
ingur landsmanna fjárhagsárið
1969-70 nam um 1070 milljón-
um sterlingspunda. Helztu við-
skiptaþjóðirnar voru Sovétrík-
in, Bretland, V-Þýzkaland og
Ítalía. Heildarverðmæti iðnað-
arframleiðslunnar nam 1355
milljónum sterlingspunda, sem
er 10% aukning frá árinu á
undan.
Vöxturinn á sviði landbúnað-
ar varð enn meiri. Bómullar-
framleiðslan óx úr 8.730.000
bölum 1969 í 10.879.000, 1970.
Nýjar hveiti- og korntegundir
gáfu af sér 1.4% meiri upp-
skeru á minna landflæmi.
Mesta aukning gaf hveititeg-
undin „Gizah 155“ eða 14%.
Auknar þjóðartekjur.
Þjóðartekjur Egypta jukust
um 5,5%, eða 1,5% meira en
áætlað hafði verið. Talsmaður
í áætlunarráðuneytinu sagði að
þakka mætti nýjum fjárfesting-
arreglum, hinn mikla efnahags-
bata. Hann sagði m. a.: „Á
fyrstu árum byltingarinnar var
hálfgert stjórnleysi í fjárfest-
ingarmálum, því að við vorum
svo ákafir og ætluðum að
gleypa svo stóran bita, til þess
að geta byrjað á sem flestu.
Eftir stríðið 1967 breyttist þetta
og tekið var upp strangara eft-
irlit með framkvæmda- og
fjárfestingaáætlunum og þar
af leiðandi fór að gæta meira
raunsæis“.
Hér er þó ekki verið að segja,
að fyrri fjárfestingar hafi all-
ar misheppnazt, því að ýmis-
legt af því sem iðnaðarráðu-
neytið byrjaði á árunum 1956-
57 er nú farið að gefa af sér
góðan arð. sem vex með
hverju ári. Það sem kannski
skiptir hvað mestu máli er að
„Sexdagastríðið" kom því til
leiðar að augu egypzkra ráða-
manna opnuðust fyrir knýjandi
grundvallarvandamálum, þörf-
um og nauðsynjum þjóðarinn-
ar. Stríðið krafðist einnig auk-
innar hagræðingar og afkasta
og mönnum varð ljóst að skrif-
finnska og seinagangur var
þjóðarböl. Það má kannski
segja að stríðið hafi opnað augu
þjóðarinnar, því að nú leggja
menn miklu meira stolt sitt í
að auka afkastagetu.
Batinn á sl. 3 árum er enn
merkilegri, er tekið er með í
reikninginn að stríðið hafði í
för með sér að Egyptar töpuðu
olíulindunum á Sinaiskaga,
Aswan-stíflan mikla var fullgerð ekki alls fyrir löngu. Hún er stórkostleg lyftistöng fyrir egypzkt
efnahagslíf.