Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Side 11

Frjáls verslun - 01.03.1971, Side 11
FKJÁLS VERZLUN NR. 3 1971 9 BREF TIL RITSTJORNAR Frjáis verzlun - eínokun? Hveitlmyllan Frjáls verzlun er baráttumál verzlunarstéttarinnar og að mínum dómi góður málstaður í þágu alþjóðar. Málstaðnum til framdráttar er gefið út sam- nefnt tímarit, veglegt og fróð- legt, þar sem saman hefur far- ið útlit og innræti. Mér brá því í brún, er ég fletti síðasta ein- taki og þóttist sjá, að efni blaðs ins stingi a. m. k. á einum stað verulega í stúf við heiti þess. M. ö. o. kallað var einokun, það sem ég hef fram til þessa álitið vera frjálsa verzlun. —- Svo bregðast krosstré sem önn- ur tré. Saga málsins er sú, að í fréttaþætti um ísland 2. tbl. 1971. bls 8, birtist pistill um iðnað undir fyrirsögninni „Nýtt einokunarfyrirtæki?“ Þar er skýrt frá niðurstöðum 4 manna nefndar, sem skipuð var af Iðn- aðarráðuneytinu til athugunar á hagkvæmni reksturs hveiti- myllu hérlendis. Greint var frá að minnihluti mælti gegn stofn- un myllunar að svo stöddu. Meirihluti nefndarinnar stæði hins vegar saman um að telja hveitimyllurekstur álitlegan, þó við vissar forsendur. í lok frásagnarinnar er því svo hnýtt við, að „þeir fyrirvarar, sem um er að ræða, séu þess eðlis, að stór spurning hljóti að vakna um það, hvort rekstur hveitimyllu hér sé raunhæfur miðað við frjáls viðskipti...“ Hverjar skyldu nú forsendur þessar vera, sem meirihluti téðrar nefndar telur nauðsyn- legar fyrir arðbærum rekstri hveitimyllu? Útlitsteikning af hveitimyllu- húsinu, sem rætt cr um að byggja í Sundahöfn í Reykja- vík. Lesendum Frjálsrar Verzlun- ar til fróðleiks langar mig til þess að rifja þær upp, sbr. ÍSLENZK HVEITIMILLA, bls. 31: Vernd gegn „dumpun“ Frjáls álagning Frjáls innflutningur Engin tollvernd Arðsemisútreikningur nefnd- arinnar miðast við ofangreind- ar forsendur. Gert er ráð fyrir, að vegna samkeppnishæfni sinnar muni myllan ná undir- tökum á íslenzkum markaði og um leið þeirri afkastanýtingu, sem er forsenda eftirsóknar- verðrar arðsemi. Hvernig FRJÁLS VERZLUN stendur undir nafni með að kalla slíka viðskintahætti einokun fæ ég alls ekki séð fremur en það, að slíkur málflutningur sé frjálsari verzlun og framtaki til framdráttar. Ótvíræðar missagnir í til- vitnuðum greinarstúf og síðan í annarri grein í ritinu bls. 27, „f salti: Hugmynd um hveiti- myllu, fóðurmyllu og korn- forðabúr“ hirði ég ekki að fjöl- yrða um að svo stöddu Sé það hins vegar áhugi ritstjórnar blaðsins að gefa lesendum FRJÁLSRAR VERZLUNAR sannari mynd af málavöxtum, skal ekki standa á liðsinni þeirra, sem öðrum fremur hafa eytt orku og tíma í þetta mál. Eggert Hauksson, viðskiptafræðingur. Aths. ritstjóra: Fullyrðingar bréfritara um missagnir, sem hann hirðir ekki um að ræða að svo stöddu, hlýt ég að leiða hjá mér. Það er rétt, að meirihluti hveitimyllunefndarinnar telur greind atriði forsendu þess að hveitimyllan nái a. m. k. 75% af markaðnum og skili arði. Engu að síður telur meirihlut- inn, að myllan þoli ekki nema þá um mjög skamman tíma meira en 7% verðlækkun frá því sem áætlað er og miðað er við útreikninga frá 1969. Og meirihlutinn telur einnig að samkennnisafstaða núverandi hveitiinnflytjenda, sem hann kallar neikvæða afstöðu, myndi þýða, að hveitimyllan yrði að ryðja sér leið í verð- samkeppni, sem kynni að hafa neikvæð áhrif á reksturinn á byrjunarskeiði. Þegar þessa og raunar fleiri hliðstæðra at- riða er gætt. svo og að minni- hluti nefndarinnar segir geysi- harða samkeDpni meðal hveiti- útflutningsþjóða og reynzlu þar sem svipað er ástatt og hér að settar hafi verið strangar hömlur á innflutning sekkjaðs hveitis eða hann bannaður, er að því komið að spyrja: Er mál- ið fullathugað? Standist ekki þessi 140 milljóna fjárfesting, hvað þá? Reynzla úr þjóðlífinu bendir til þess. að ríkisvaldið myndi reyna að verja hana frá glötun með einhverjum ráðum, af því að við höfum ekki efni á að tana 140 milljónum, jafn- vel þótt þær séu dýrari í rekstri en skyldi. Þarna vaknar spurn- ingin: „Nýtt einokunarfyrir- tæki?“ Vonandi er hún óþörf við nánari athugun, en svar við henni er ekki að finna í skýrslu heitimyllunefndarinn- ar.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.