Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 39
FHJÁLS VERZLUN NR. 3 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 37 Samvinnunnar, hefur þótt all- sérstæður síðustu árin. þar sem lítið eða nær ekkert er fjallað um samvinnumálefni að staðaldri. Hins vegar sagði blaðið Nýtt land nýlega, að Samvinnan væri „málgagn allra vinstri manna“. Hvað býr að baki þessari útgáfustarfsemi, sem heyrzt hefur að kosti Sam- bandið milljónir á ári, vegna hallareksturs? EE: Varðandi útgáfu Sam- vinnunnar í núverandi formi, þá skal þess getið, að ákveðið var að gera tilraun með að gefa út tímarit, sem væri opið og tæki til meðferðar ýmis þjóð- félagsmálefni og reynt yrði að brjóta þessi málefni til mergj- ar með því að fá menn til að lýsa þar í greinum mismun- andi sjónarmiðum. Það má deila um, hvernig þetta hefur tekizt, og það er ekkert laun- ungarmál, að margir sam- vinnumenn eru óánægðir með að ekki skuli vera meira í Samvinnunni um samvinnu- mál. og eins þykir mörgum að sjónarmið þau, sem fram koma í ritinu, hafi verið fremur rót- tæk og ekki jafnræði í því til- liti. Þessi gagnrýni kom m. a. fram á siðasta aðalfundi Sam- bandsins, en fundarmenn voru nú á þeirri skoðun, að halda þessari tilraun áfram. Þá vil ég taka það fram, varðandi hallarekstur á Sam- vinnunni, að þar er ekki um milljónir að ræða á ári, heldur no'kkur hundruð þúsund krón- ur. RÍKI í RÍKINU? FV: Stundum er talað um samvinnuhreyfinguna hér á landi, sem ríki í ríkinu. Hún er vissulega stór — og sterkt afl, og fer í ýmsu eigin götur, stendur t. d. að verulegu leyti sjálfstæð, sem atvinnurekandi. Er það ekki að nokkru leyti rétt ályktun. að hún sé ríki í ríkinu?^ EE: Ég vil nú halda því fram, að svo sé ekki. Enda þótt samvinnuhreyfingin sé til- tölulega nokkuð stór, þegar hún kemur saman í eitt, þá er hlutur hennar í verzlun lands- manna miklum mun minni en einkaframtaksins í heild. Það má e. t. v. segja, að samvinnu- hreyfingin sé nánara tengd inn- byrðis en einkaverzlunin, og úti um land er samvinnuhreyfing- in vissulega víða sterk, en þar hafa menn talið heppilegt að reyna að sameina kraftana við að halda uppi verzlun og við- skiptum, þar sem aðstaða er oft erfið. En ég held að ekki sé hægt að tala um ríki í ríkinu, og hvað varðar félagsmanna- fjöldann, þá eru til lönd í Vest- ur-Evrópu, þar sem fleiri eru í samvinnufélögunum hlutfalls- lega. Á móti kemur jú, að hreyfingin hér hefur með höndum margbreytilegri starf- semi en víðast hvar annars staðar. þegar Israel er undan- skilið. SÉRSTAÐA í KJARAMÁLUM. FV: En hvað þá um sérstöð- una á vinnumarkaðnum? Nú hefur Sambandið sitt Vinnu- málasamband, getur það ekki í gegnum þetta sérstaka apparat auðveldlega haft úrslitaþýð- ingu í kjarasamningum? EE: í þessu sambandi vil ég láta koma fram, að nágrannar okkar, samvinnusamböndin í Svíþjóð, Noregi og Danmörku hafa einnig sín vinnumálasam- bönd. En munurinn er bara sá, að í þessum löndum hefur ver- ið gágnkvæmt samkomulag milli vinnumálasambanda sam- vinnufélaganna og alþýðusam- bandanna um að vinnumála- samböndin koma ekki beint inn í kjarasamninga. Fyrst er samið við vinnuveitendasam- böndin, sem eru að sjálfsögðu miklu stærri og aflmeiri. Þeg- ar samningar hafa tekizt við þau, setjast fyrrnefndu aðilarn- ir að samningaborði, og í Nor- egi t. d. er það ákvæði í þessu samkomulagi, að ef ekki nást samningar milli vinnumálasam- bandsins og alþýðusambands- ins skuli málið lagt í gjörð. FV: Nú er samkomulag ekki fyrir hendi. og samvinnuhreyf- ingin hér rekur fjölþættari starfsemi en gerist í þeim lönd- um. sem þú nefndir. Og fyrir 10 árum skáru samvinnufélög- in sig úr í kjarasamningum og sömdu á undan. Getur ekki far- ið þannig aftur á meðan sam- komulag við ASÍ er ekki til? EE: Vinnumálasamb. samv.- félaganna er sjálfstæður samn- ingsaðili. Þegar það samdi árið 1961 við verkalýðsfélögin um 11% kauphækkun og ákveðna hækkun á ári næstu tvö árin, mig minnir 3%, þá voru slíkir samningar af hálfu Vinnu- málasambandsins taldir raun- hæfir. Þar var farið inn á þá braut að semja til 3ja ára. Gengisfellingin 1961 eyðilagði því miður þessa samninga. •—- Að sjálfsögðu þuría sjónarmið Vinnumálasambandsins og Vinnuveitendasambandsins ekki endilega að fara alltaf saman. í samvinnuféiögunum er fjöldi fólks, sem einnig er í verkalýðsfélögunum. Vinnu- málasambandið hlýtur að hafa það sjónarmið, að reyna að ganga sem mest til móts við verkalýðsfélögin, en jafnframt verður að taka með í reikning- inn rekstrarstöðu félaganna. Það á að sýna vinsemd, en jafnframt ábyrgð. MINNKANDI PÓLITÍK. FV: Félagsmenn í samvinnu- félögunum eru úr öllum stjórn- málaflokkum, og þau eru jú fyrst og fremst til vegna við- skiptahagsmuna félagsmanna sinna. Er samvinnuhreyfingin því ekki í eðli sínu óflokkspóli- tísk? EE: Þegar vegararnir í Rocksdale stofnuðu fyrsta kaupfélagið 1844, var það ein af grundvallarreglunum, að það skyldi ríkja hlutleysi inn- an félagsins varðandi trúmál og stjórnmál. Ég held að þetta sé nú talið enn eitt grundvallar- atriðið hjá samvinnufélögum í heiminum. En þó er það nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.