Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 29
FRJÁLS VERZLUN NR. 3 1971
GREINAR OG VIÐTÖL
27
5. Eftirspurn og verðmætaráðstöfun,
Eins og getið var um hér að framan, réðu fisk-
afli og verðlag sjávarfafurða á erlendum mörk-
uðum mestu um, hvert efnahagsafkoma þjóðar-
innar stefndi á undanförnum árum. Á þetta eink-
um við um árin 1967 og 1969, en á þessum árum
snerist þróun þjóðarframleiðslu og þjóðartekna
við frá því, sem verið hafði árin á undan. Út-
flutningurinn var því sá þáttur heildareftir-
spurnar, sem mestu réði. Innlend eftirspurn, en
henni má skipta í einkaneyzlu, fjármunamynd-
un og samneyzlu (aðallega þjónusta hins opin-
bera), fylgdi þeirri sveiflu, er þróun þjóðar-
tekna tók á árunum 1966 til 1970, en þó hefur
jafnan liðið nokkur tími þangað til áhrifa hag-
sveiflunnar gætti í hinum ýmsu þáttum innlendr-
ar eftirspurnar. Þannig héldu einkaneyzla og
fjármunamyndun áfram að aukast árið ’67 þrátt
fyrir minnkun þjóðartekna á því ári, og á árinu
1969 var enn samdráttur í þessum tveimur
stærstu þáttum innlendrar eftirspurnar, þrátt
fyrir nokkra aukningu þjóðartekna. Þar sem inn-
lendri eftirspurn er að verulegum hluta full-
nægt með innflutningi vöru og þjónustu, breyt-
ist innflutningur að meginiþræði í samræmi við
þróun eftirspurnar, en nokkur tími getur þó lið-
ið áður en áhrifa gætir.
Á árinu 1970 höiðu áhrif hinnar miklu aukn-
ingar útflutningstekna náð að breiðast út til
allra þátta innlendrar eftirspurnar. Hinar al-
mennu kauphækkanir á síðasta ári komu fljótt
fram í stórauknum kaupum á hvers kyns vörum
og þjónustu og einkaneyzla jókst því um nær
13% að magni til frá árinu áður, en þá hafði hún
minnkað um 6,3%. Átti hin mikla aukning
einkaneyzlunnar stærstan þátt í þeirri aukningu
þjóðarframleiðslu, er varð á síðasta ári, enda er
hlutur hennar í heildareftirspurn mun stærri en
allra annarra þátta.
Fjármunamyndun jókst í heild um rúmlega
4% að magni frá árinu 1969, en hafði á því ári
minnkað um 24%. Tölur um heildarfjárfestingu
gefa þó ekki rétta mynd af þeirri breytingu, er
varð á síðasta ári, þar sem samdráttur fram-
kvæmda við Búrfellsvirkjun og álverið í
Straumsvík vegur þungt í heildarfjármuna-
myndun. Áætlað er, að fjárfesting, önnur
en vegna fyrrgreindra framkvæmda, hafi auk-
izt um rúm 24% á síðasta ári. Mest var aukn-
ingin í fjármunamyndun atvinnuveganna eða
um 70%, en fjárfesting í framleiðslutækjum
hafði dregizt mjög saman á undanfarandi tveim-
ur árum og þá einkum í sjávarútvegi. íbúða-
byggingar munu nær ekkert hafa aukizt á síð-
asta ári, en byggingaframkvæmdir hins opin-
bera, án Búrfellsvirkjunar, um 3%.
Þriðji þáttur innlendrar eftirspurnar, sam-
neyzlan, jókst um 4,5% árið 1970, en árið 1969
var aukningin 2,2%.
6. Utanríkisjöfnuður.
Allir þeir þættir, sem hér hefur verið minnst
á, hafa áhrif á stöðu þjóðarbúsins gagnvart út-
löndum. Verðmæti útflueningsframleiðslunnar
jókst verulega og birgðir útflutningsafurða
minn'kuðu á síðasta ári. Þar sem hin almenna
tekjuaukning á síðasta ári, varð ekki fyrr en á
miðju ári og seinna, gæti áhrifa hennar ekki að
fullu í innflutningi síðasta árs. Vöruskiptajöfn-
uðurinn við útlönd var því jákvæður árinu 1970
um 230 millj. króna. (3millj. kr. 1969). Þjón-
ustujöfnuðurinn var jákvæður á árinu 1969 um
nær 400 milljónir króna og á síðasta ári um 495
millj. króna. Viðskiptajöfnuðurinn í heild hefur
því verið jákvæður á síðasta ári um 725 millj kr.
Auk inn- og útflutnings vöru og þjónustu hafa
ýmsar fjármagnshreyfingar, svo sem erlendar
lántökur og afborganir af lánum, áhrif á
greiðslujöfnuð landsins við útlönd. Á síðasta
ári var einnig úthlutað sérstökum dráttarréttind-
um við Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðinn, og bættu
þessi réttindi gjaldeyrisstöðuna um 222 milljón-
ir króna. Árið 1969 var jöfnuður fjármagns-
hreyfinga jákvæður um rúmar 1.400 milljónir
króna. Var það nær eingöngu vegna innstreym-
is fjármagns til byggingarframkvæmda við ál-
verið í Straumsvík.^ Á síðasta ári dró mjög úr
þessu innstreymi. Á árinu 1970 voru endur-
greiðslur erlendra lána mun hærri en nýjar lán-
tökur. Var fjármagnsjöfnuður í heild jákvæður
um 185 milljónir kr. Gjaldeyrisstaða bankanna
batnaði um alls 1.200 millj, kr. 1970, en hafði
batnað um 1.685 millj. kr. 1969.
Það eru núna 20.000 ár síðan Homo Heidelbergensis prentuðu fyrstu fótsóla sína á leir-
inn á Rínarbökkum. Þetta var seinlegt. Fyrir 119 árum byrjuðu þeir svo að framleiða
prentvélar (þær beztu í heimi) og núna i desember siðastliðnum voru þeir búnir að
framleiða 220.000 vélar — og tilkynna yður það hér með.
HEIDELBERGER DRUCKMASCHINEN AG. STURLAUGUR JÚNSSON & CO.