Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Page 17

Frjáls verslun - 01.03.1971, Page 17
FRJÁLS VERZLUN NR. 3 1971 ÍSLAND 15 Egilsstaðir Framleiðslu- iðnaður í upp- byggingu Það hefur löngum verið erf- itt fyrir íslendinga að slíta hugann frá sjónum, sem vissu- lega hefur verið gjöfull og gull- kista. Samt sem áður þykir það nú orðið undrunarefni, þegar fiskur er fluttur til vinnslu inn í land, í miðstöðvar landbúnað- arhéraða. Stundum kunna að liggja eðlileg rök til ráðstaf- ana af því tagi, um stundar- sakir, en til frambúðar hlýtur fiskvinnsla inn í miðju landi að vera all nokkuð úr vegi. Þetta er vitað og viðurkennt, og þeir sem búa inn í landi eða þar sem sjór verður ekki sóttur að marki leita því ann- arra úrræða í verðmæta- og atvinnusköpun. Þar verður að koma upp framleiðsluiðnaði til viðbótar við almennan þjón- usturekstur. Egilsstaðabúar bera það við að pilla rækju neðan af fjörð- um, en hugmynd um sjólax- verksmiðju þar dó í fæðing- unni. Á hinn bóginn hafa síð- ustu árin risið þar þrjú iðnfyr- irtæki, sem talsvert kveður að, og við þau og frekari fram- leiðsluiðnað binda Egilsstaða- búar vonir sínar öðru fremur. Byggingarfyrirtækið Brúnás Dyngja: Prjóna- og sa.umastofa. hf. rekur trésmiðju, þar sem framleiddir eru hlutar í hús og innréttingar, og er framleiðsl- an seld víða um land. Dyngja hf. er prjónaverk- smiðja og saumastofa, sem starfað hefur á Egilsstöðum í nær því 3 ár. Annars vegar er framleitt til útflutnings úr loðbandi frá Álafossi hf. Hins vegar úr gerfiefnum á innan- landsmarkað. Skóverksmiðjan Agila hf. hefur í nokkra mánuði fram- leitt barnaskófatnað undir merki Ros í Hollandi, sem seld- ir eru á innanlandsmarkaði. Brúnás hf. og Agila hf. starfa í nýju húsi, sem fyrr- nefnda fyrirtækið og Egils- staðahreppur eiga í samein- ingu. Dyngja hf. er hins veg- ar í bráðabirgðahúsnæði á tveim stöðum og býr við mikil þrengsli. Á fyrirtækið kost á að kyggja á móti Brúnás hf. sams konar hús og það fyrirtæki og Agila hf. eru í. En fjármagn skortir. Dyngja hf. og Agila hf. eru að ýmsu leyti brautrvðiendur i viðkomandi framleiðslugrein- um, og hafa þurft að leggja í verulegan tilraunakostnað. Hjá Dyngju hf. er árangur þegar að skila sér í stóraukinni sölu á erlendan markað, en Álafoss hf. annast sölu á útflutnings- framleiðslunni. Agila hf. er skemmra á veg komin, og í at- hugun er milli þeirrar verk- smiðju og Iðunnar á Akur- eyri samvinna á ýmsum svið- um skóframleiðslunnar. Agila: Skóverksmiðja. Það er samdóma álit forráða- manna Dyngju hf. og Agila hf., að stærstu vandamál í upp- byggingu framleiðsluiðnaðar á stað eins og Egilsstöðum, séu að komast með viðráðanlegu móti í hentugt húsnæði og að þjálfa og halda starfsfólk, svo og að fleyta sér yfir tilrauna- tímabil í byrjun. í þessum þrem verksmiðj- um á Egilsstöðum geta allt að um 100 manns haft atvinnu, þegar aðstaðan er fullnýtt, eins og hún er nú. Þingkosningar 122 þúsund á kjörskrá Við þingkosningarnar, sem verða að líkindum 13. júní í sumar, munu kjósendur verða rúmlega 122 þúsund talsins, eða um 15 þúsund fleiri en við þingkosningarnar 11. júní 1967. í Reykjavík eru kjósendur um 52.110. á Vesturlandi um 7.540, Vestfjörðum um 5740, Norðurlandi vestra um 5.980, Norðurlandi eystra um 12.960, Austurlandi um 6.580, Suður- landi um 10.520 og Reykjanesi um 20.740. Eins og sjá»má af bessum tölum, eru kjósendur í Revkia- vík og á Reykianesi um 72 840 taisins. eða mjög nálægt 60% allra kiósenda í landinu. Þing- mannatala úr þessum tveim fjölmennustu kiördæmum er hins vegar nú 23, þegar þegar landskjörnir þingmenn eru taldir með. Fyrir 40% kiós- enda utan þessara tveggja kjör- dæma, í sex kiördæmum, eru hins vegar 37 þingmenn nú. Með sams konar útreikningi kemur í ljós. að bak við hvern þingmann úr Reykiavík eru 3.474 atkvæði. en ?f Vestfiö^ð- um 958 atkvæði. f öðrum kjör- dæmom allt þarna á miUi. Það virðist augiióst. að knsn- ingarétturinn hafi nú brenglazt svo miög, að koma verði við leiðréttingu fvrr en síðar. Hins vegar þarf að meta bað um leið, hver hagur þéttbvlisbú- um er að nálæeð og tengslum við stiórnarstofnanir og mið- stöð bióðfélagsins, höfuðborg- ina. Sá hagur kemur að ein- hveriu marki á móti minni at- kvæðisrétti til þings.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.