Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.03.1971, Qupperneq 49
FRJÁLS VERZLUN NR .3 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 47 Egyptaland Efnahagsgróska og breytt stefna Ferðamenn, sem koma frá Egyptalandi láta yfirleitt í ljós undrun yfir þeirri miklu vel- megun, sem þar virðist ríkja og fer vaxandi nú í styrjaldarhlé- inu við ísrael. Margir spyrja sjálfa sig hvort hér sé um raun- verulega grósku að ræða eða blekkingu. Gífurlega mikið er byggt af íbúðarblokkum, skrif- stofubyggingum, verzlunum, næturklúbbum og hótelum. Umferðarteppurnar eru gott dæmi um hinn mikla fjölda einkabifreiða, er ekur um göt- ur Kaíró. Það sem kannski mesta furðu vekur, er, að hill- ur allra verzlana eru troðfull- ar af vörum, því yfirleitt er það nú svo að á styrjaldartím- um gerir vöruskortur fyrst vart við sig. Vöxtur í atvinnulífinu. Dæmin, sem hér hafa verið nefnd, eru tákn þess, sem einn af efnahagssérfræðingum Sam- einuðu Þjóðanna kallaði ekki alls fyrir löngu „furðulegan efnahagsbata síðan 1967“. Eg- ypzkir áætlunarsérfræðingar og hagfræðingar eru mjög bjartsýnir og jafnframt glað- ir,” því að okkur hefur tekizt miklu betur en við þorðum að vona.“ Einkum á þetta við um sl. ár, en þá var metútflutningur á iðnaðarvarningi, að verðmæti samtals 127 milljónir sterlings- punda. Þar af fluttu ríkisfyrir- tækin út fyrir 113 milljónir sterlingspunda. Heildarútflutn- ingur landsmanna fjárhagsárið 1969-70 nam um 1070 milljón- um sterlingspunda. Helztu við- skiptaþjóðirnar voru Sovétrík- in, Bretland, V-Þýzkaland og Ítalía. Heildarverðmæti iðnað- arframleiðslunnar nam 1355 milljónum sterlingspunda, sem er 10% aukning frá árinu á undan. Vöxturinn á sviði landbúnað- ar varð enn meiri. Bómullar- framleiðslan óx úr 8.730.000 bölum 1969 í 10.879.000, 1970. Nýjar hveiti- og korntegundir gáfu af sér 1.4% meiri upp- skeru á minna landflæmi. Mesta aukning gaf hveititeg- undin „Gizah 155“ eða 14%. Auknar þjóðartekjur. Þjóðartekjur Egypta jukust um 5,5%, eða 1,5% meira en áætlað hafði verið. Talsmaður í áætlunarráðuneytinu sagði að þakka mætti nýjum fjárfesting- arreglum, hinn mikla efnahags- bata. Hann sagði m. a.: „Á fyrstu árum byltingarinnar var hálfgert stjórnleysi í fjárfest- ingarmálum, því að við vorum svo ákafir og ætluðum að gleypa svo stóran bita, til þess að geta byrjað á sem flestu. Eftir stríðið 1967 breyttist þetta og tekið var upp strangara eft- irlit með framkvæmda- og fjárfestingaáætlunum og þar af leiðandi fór að gæta meira raunsæis“. Hér er þó ekki verið að segja, að fyrri fjárfestingar hafi all- ar misheppnazt, því að ýmis- legt af því sem iðnaðarráðu- neytið byrjaði á árunum 1956- 57 er nú farið að gefa af sér góðan arð. sem vex með hverju ári. Það sem kannski skiptir hvað mestu máli er að „Sexdagastríðið" kom því til leiðar að augu egypzkra ráða- manna opnuðust fyrir knýjandi grundvallarvandamálum, þörf- um og nauðsynjum þjóðarinn- ar. Stríðið krafðist einnig auk- innar hagræðingar og afkasta og mönnum varð ljóst að skrif- finnska og seinagangur var þjóðarböl. Það má kannski segja að stríðið hafi opnað augu þjóðarinnar, því að nú leggja menn miklu meira stolt sitt í að auka afkastagetu. Batinn á sl. 3 árum er enn merkilegri, er tekið er með í reikninginn að stríðið hafði í för með sér að Egyptar töpuðu olíulindunum á Sinaiskaga, Aswan-stíflan mikla var fullgerð ekki alls fyrir löngu. Hún er stórkostleg lyftistöng fyrir egypzkt efnahagslíf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.