Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 13
ar hafa til útflutnings er það takmarkað, að ekki er grund- völlur fyrir rekstri di’eifingar- stöðvar í Evrópu eins og til stóð að setja upp í Hollandi fyrir nokkrum árum. í fyrra varð ekkert úr innflutningi Hnit- bergs á loðhúfum, því að pönt- unin kom of seint, þó að hún væri gerð í febrúar. Hefur fyr- irtækið því nú þegar pantað loð- húfurnar fyrir næsta vetur. TILRAUN MEÐ ÁVAXTA- INNFLUTNING í fyrra gerði Hnitberg tilraun með ávaxtainnflutning. Voru keyptir 450 kassar og sumt af því selt í verzlunum Sláturfé- lags Suðurlands og líkaði vel. En þessi sending var þrjá mán- uði á leiðinni. Sagði Sigurvin, að vegna útgjalda sem fylgja opnun ábyrgðar vegna slíkra innkaupa og álagningarreglna hérlendis hefði útkoman úr þessari tilraun verið mjög ó- hagstæð. Heildsöluverð á kínversku ávöxtunum var aftur á móti mjög lágt og kostaði t.d. hálf- dós af perum 27 krónur. Enginn útflutningur hefur farið fram frá íslandi til Kína. Kínverjar eru ein helzta fisk- veiðiþjóð heims, en Sigurvin taldi samt hugsanlegt, að hægt yrði að selja þeim eitthvað af sjávarafurðum, þó helzt lýsi eins og Norðmenn hafa gert um skeið. „Annars tel ég, að útflutning- ur á þurrkuðum fiski, — bein- lausum, vatnslausum og roð- lausum. til Kína og annarra fjarlægra landa hljóti að vera íhugunarefni fyrir okkur,“ sagði Sigurvin Össurarson í Hnit- bergi. SÝNING í KANTON Á síðastliðnu hausti var haldin vörusýning í Kanton í Kína og sóttu hana fjölmargir erlendir kaupsýslumenn. Marg- ir þeirra rómuðu aukin gæði kínverskrar framleiðslu og sum- ir sögðust hafa náð býsna hag- stæðum viðskiptasamningum. Meðal gestanna var brezkur innflytjandi, sem sagði, að íþróttavörur Kínverja væru mjög góðar og sömuleiðis land- búnaðartæki. Vestur—Evrópubúar, sem sóttu sýninguna, voru almennt þeirrar skoðunar, að Kínverjar legðu nú aukna áherzlu á að verða við óskum erlendra við- skiptamanna um betri merking- ar vöru og innpökkun. Teknar hafa verið upp staðlaðar stærð- ir, og ítarlegri upplýsingar eru nú látnar fylgja vörunum, bæði á ensku og kínversku. Norðmað- ur, sem starfar hjá klæðaverzl- un í London, átti vart orð til að lýsa aðdáun sinni á framförum Kínverja í gerð vefnaðarvöru, einkanlega kasmírsjölum. Spáði hann því, að innan fimm ára yrðu Kínverjar allsráðandi í viðskiptum með vefnaðarvöru á heimsmarkaði. Flestir, sem eitthvað til þekkja, telja slíkar fullyrðingar af og frá. Þó eru sérfræðingar sammála um, að samkeppni milli Kínverja og Japana eigi eftir að harðna verulega á ýmsum mörkuðum. Er álitið, að Kínverjar geti með ódýrara vinnuafli sínu náð yfir- höndinni í samkeppni, sérstak- lega hvað snertir sölu á vefn- aðarvöru, búsáhöldum og reið- hjólum. GÓÐAR MYNDAVÉLAR í þessu sambandi er þó á það bent, að Kínverjar hafi hingað til miðað framleiðslu- áætlanir sínar við heimamark- að og aðeins umframframleiðsla hafi verið flutt út. Á undan- förnum árum hafa tennisskór og myndavélar frá Kína birzt allt í einu á erleridum möi’kuð- Flug Fulltrúar Flugmálastjórnar- innar munu á næstunni herða eftirlit með svokölluðum IT- flugfarseðlum, sem ferðaskrif- stofurnar gefa út á flugfélögin. IT-fargjöld eru lægri en venju- leg flugfargjöld og til að njóta þeirra er tilskilið, að farþegi kaupi gistingu eða aðra þjón- ustu erlendis er nemi ákveðinni upphæð. Að sögn Agnars Kofoed-Han- sen, flugmálastjóra, hefur flug- málastjórnin, sem hefur með höndum eftirlit í þessu efni, gert könnun á farseðlum ís- lenzkra flugfarþega annað slag- ið, og komizt á snoðir um brot á gildandi reglum í nokkrum tilvikum. „Þessi mál verða öll tekin til endurskoðunar nú á næstunni með það fyrir augum að herða eftirlit og auka aðhald, sagði flugmálastjóri. um í miklu magni, en horfið þaðan jafn skyndilega aftur. Kinverjar hafa þegar náð góð- um árangri í myndavélagerð og hlotið lof fyrir „stælingu" sina á Rolleiflex-vélinni þýzku. Svissneskur kaupsýslumaður sem fór til Kanton í haust, lýsti því yfir, að á sýningunni hefðu verið góðar hráefnisvörur, en þegar áhugi á kaupunum var látinn í Ijós, var því svarað til, að varningurinn væri því miður ekki til útflutnings. Þá er einn- ig kvartað yfir því, að starfs- mennirnir á sýningunni hafi ekki umboð til að semja. „Þeir segja já og fara svo af stað til að kynna sér, hvort var- an sé raunverulega til. Svarið kemur kannski eftir tvo daga,“ sagði einn erlendu gestanna á sýningunni. Forstöðumaður sýningarinn- ar, Chiao að nafni, hefur svarað slíkum umkvörtunum með því að benda á, að vegna síaukins fjölda gesta sé ekki hægt að verða við óskum allra. Hann tekur fram sem dæmi, að á fyrstu vorsýninguna í Kanton 1957 hafi komið 1200 kaupsýslu- menn frá 20 löndum. Sýninguna í haust sóttu um 16000 erlendir gestir frá 100 löndum. Um áramótin gengu í gildi ný IT-flugfargjöld á flugleiðum milli Islands og borga í Evrópu. Þó að samkvæmt alþjóðareglum megi ekki auglýsa hver IT- fargjaldastofninn sé hverju sinni, hefur athygli verið vak- in á því hér, að hið nýja IT- fargjald sé 50% af venjulegu fargjaldi. Það gildir þó aðeins sé um að ræða 10 manna hóp, sem ferðast saman í minnst 6 daga og mest 30 daga eftir ná- kvæmlega sömu ferðaáætlun. Þá gildir sú regla ennfremur varðandi þessi IT-hópfargjöld, að með flugfarinu verður að kaupa þjónustu erlendis fyrir sem nemur 60% af flugfarinu. Þessi nýju fargjöld verða í boði níu mánuði af árinu. í júní júlí og ágúst gilda IT-fargjöld fyrir einstaklinga, svo sem ver- ið hefur hingað til. Hert eftirlit með flugfarseðlum FV 1 1972 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.