Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 48
Þróunarmiðstöð fyrir skipa- smíðastöðvarnar nauðsynleg — segir sérfræðingur LMIDO Sérfræðingur á vegum Iðnþróunarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna í Vín, Lenn- art Axelsson, skilaði í marz 1971 skýrslu til iðnaðarráðu- neytisins um athugun sína á stöðu íslenzkra skipasmíða. í skýrslu sinni segir Axels- son, að þau vandamál, sem við er að glíma í skipasmíð- um á íslandi eigi rót sína að rekja til hinnar skyndilegu breytingar sem varð á „einni nóttu“ frá tréskipasmíði O'g yfir í stálskipasmíði sem nú er unnið að í fjölmörgum skipasmíðastöðvum. VANTAK MEIRI ÞEKKINGU Sem aðalvandamál í skipa- smíðum á íslandi bendir Ax- elsson á eftirfarandi: „Um framleiðsluáætlanir er ekki að ræða, þar sem frumskilyrði þeirra eru ekki fyrir hendi. Færir skipaarki- tektar og skipaverkfræðing- ar eru ekki starfandi. Hrá- efnisöflun. er venjulega ófull- nægjandi. Efniseftirlit og meðferð efnis er laust í reip- unum. Erfitt er að gera sér grein fyrir stöðu iðngreinarinnar með tilliti til fjárfestingar, bæði að því er varðar skipt- ingu hennar og þörfina fyrir hana. Öryggi á vinnustað er mjög lítill gaumur gefinn. Þrátt fyrir öll þau nei- kvæðu atriði, sem hér hafa verið nefnd, og allt annað, sem hér er látið liggja milli hluta, þá á sér stað talsverð framleiðsla í skipasmíða- stöðvunum. Þetta er vegna þeirrar miklu fjárfestingar, sem lagt hefur verið í og hinnar góðu verkkunnáttu, sem raun ber vitni. Ef unnt væri að miðla stöðvunum af meiri þekk- ingu, mundi framleiðni auk- ast til samræmis við þá fjár- festingu, sem þegar hefur verið lagt í og frekar er þörf.“ Þá segir Axelsson m.a. þetta um endurskipulagn- ingu stöðvanna: „Samkvæmt þeim áform- um, sem nú eru uppi um stöðvarnar, ættu þær án efa að geta sinnt þörf íslenzka fiskiskipaflotans og minni strandferðaskipa fyrir við- gerðarþjónustu og nýsmíði. Þegar þær eru fullgerðar ættu þær einnig að geta keppt á alþjóðamarkaði, að því tilskyldu, að þær taki upp áætlanagerð við fram- leiðsluna og öðlist meiri tæknilega og stjórnunarlega kunnáttu. Fyrst um sinn er mikil þörf leiðbeinenda á verkstæðunum sjálfum og við samsetningu skipanna. Til þess að framleiðslan geti orðið sem hagkvæmust verð- ur að endurhanna flestar skipasmíðastöðvarnar með tilliti til þess, að þær geti komið við framleiðsluskipu- iagningu." HANDAHÓF í VINNU- BIÍÖGÐUM Þá verða hér teknar nokkr- ar ábendingar sérfræðings- ins á stangli: .... Teikningar, ef þær eru þá fyrir hendi, eru yfir- leitt gerðar án tillits tií af- kastaþols skipasmíðastöðv- anna. Þess vegna er hin end- anlega smíði ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar . . . Skýrsluhöfundur varð hvað eftir annað vitni að því, að rétta efnið til smíðarinnar var ekki fyrir hendi, og varð því að nota annað efni en það, sem við átti.... Það gegnir engri furðu að kostnaðaráætlanir skuli ekki vera viðhafðar í íslenzkum skipasmíðaiðnaði. Það er á- lit skýrsluhöfundar, að fram- kvæmdastjórar skipasmíða- stöðvanna og þeir tækni- menntuðu menn, sem þar starfa, hafi ekki nægilega starfsþjálfun að baki til að annast þennan mikilvæga þátt framleiðsluskipulagn- ingar... Sumar stöðvanna hafa mjög litlum vélakosti á að skipa og skortur á verkfær- um og ýmis konar tækja- búnaði stendur þeim fyrir þrifum . . . Því miður (með tilliti til framleiðni) eru skipasmíða- stöðvarnar ekki einungis dreifðar um landið, heldur eru margar minni skipa- smíðastöðvarnar ófullkomn- ar. Þetta hefur í för með sér, að þær geta hvorki fram- kvæmt fullkomnar viðgerð- ir né annast nýsmíði. . . Sé litið á handbragð nokk- urra plötusmiða. má auðveld- lega fin,na galla, kæruleysis- leg handbrögð og lélegan frágang. Þetta stafar af skorti á fullnægjandi vélum og tækjabúnaði. Framar öllu stafar þetta af algjörum skorti á fyrirmælum . . . VILL AUKNA ÞJÓNUSTU VIÐ SKIPASMÍÐAR I lok skýrslu sinnar gerir Lennart Axelsson, tillögu um, að komið verði á fót þjón- ustumiðstöð fyrir skipa- smíðastöðvar í Reykjavík. Hlutverk hennar yrði meðal annars að veita fyrirtækjum í framleiðslugreininni, opin- berum aðilum, fjármálastofn- unum og útgerðarmönnum ráðleggingar varðandi fram- leiðni og framleiðslukostnað, framleiðsluáætlanir, hrá- efnaeftirlit og meðhöndlun, skipateikningar. smíðar, traustleika og ýmsan útbún- að, fjárhagsáætlanir og samn inga, markaðsrannsóknir og hagnýtar rannsóknir, þjálfun og menntun og síðast en ekki sízt ráðleggingar um stefnu í stofnun nýrra skipasmíða- stöðva og endurskipulagn- ingu grundvallarskipulags þeirra. Gert er ráð fyrir, að slík miðstöð verði í beinum tengslum við skipasmíðaiðn- aðinn og fjármögnuð af hon- um að svo miklu leyti sem hægt er, en með tilliti til fjárhagslegrar stöðu iðnaðar- ins á íslandi megi búast við, að fjár úr ríkissjóði verði þörf í upphafi. 44 FV 1 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.